Morgunblaðið - 27.02.2020, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 27.02.2020, Blaðsíða 41
UMRÆÐAN 41 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. FEBRÚAR 2020 hitataekni.is Smiðjuvegur 10, 200 Kópavogur - Sími 588 60 70 - hitataekni@hitataekni.is Baðviftur Ein sú hljóðlátasta 17 – 25 dB(A) Bjóðum upp á fjölbreyttan búnað svo sem loftræsingar, hitakerfi, kælikerfi, rakakerfi sem og stjórnbúnað og stýringar. Anddyris- hitablásarar Bjóðum upp á mikið úrval loftræsikerfa fyrir heimili og fyrirtæki Margoft hefur verið reynt að klífa fjallið K2 að vetri til. Í fjalla- mennsku er 21. mars síðasti dagur almanaks- vetrar en veðurfarsvetri lýkur seint í febrúar. Hvort viðmiðið sem er notað er K2 enn ósigrað að vetri til og bíður þess að hugrakkur hópur beri gæfu til að vinna eitt af mestu mögulegu fjallgönguafrekum okkar tíma. Ég yfirgaf heimili mitt 3. janúar 2020 og kom til Islamabad næsta dag. Flugsamgöngur þaðan til Scardu, höf- uðstaðar Gilgit-Baltistan, þar sem K2 bíður, eru bágbornar og stopular að vetrarlagi svo við flugum til Gigit, það- an sem fært er til Scardu á Karakor- um-þjóðveginum. Bílferðin tók 16 klukkustundir vegna snjókomu og vegavinnu en ekki síst vegna sleipra dekkja og bilana, þótt leiðin væri ein- ungis 180 kílómetra löng. Við skiptum einnig um bíl, þar sem sá fyrri var án hita og hálfopinn í 20 stiga frosti. Bíll- inn sem kom í stað hans fékkst aðeins vegna ráðsnilldar leiðsögumanns okk- ar, Serbaz, sem náði samningum við heimamann um akstur á 50 ára göml- um Toyota-pallbíl. Í Scardu biðum við í fimm daga eftir fararstjóranum Mingmo G og fjalla- manninum Gao Li, þar sem vandamál höfðu komið upp varðandi vega- bréfsáritanir. Ökuferðin til Ascole var „áhugaverð“ við vetraraðstæður vegna bílavandamálanna sem fyrr var lýst, en samkvæmt evrópskum viðmiðum gátu aðstæður talist lífshættulegar. Við biðum of lengi í Ascole, síðasta þorpinu fyrir Baltoro, þótt við hefðum þegar tafist um fleiri daga. Við gengum í níu daga til grunnbúðanna, í mikl- um kulda og sums staðar gegnum eins metra djúp- an snjó, og komum á áfangastað 22. janúar. Grunnbúðirnar voru í lágri hæð, sex kílómetra frá rótum fjallsins, sem er jafnvel neðar en þar sem árlegar grunnbúðir eru settar upp, þrátt fyr- ir andstöðu Johns Snorra og mín, sem var að öðru leyti upphafsmaður þessarar vetrarferðar. Eftir dags hvíld hófum við klifið. Við kláruðum fyrsta snúninginn á ABC, sem liggur rétt við rætur Abruzzi, sem var líka stefna okkar. Annar snúning- urinn endaði í C1 (fyrstu hæðarbúðir, 6.000 m) þar sem við gátum einnig komið köðlum fyrir. Mingma G og Gao Li ákváðu án þess að ráðfæra sig við aðra í hópnum að sofa á C1 og sneru aftur næsta dag með slæma reynslu. Mingma G hefur tilkynnt að líklega snúi hann ekki aftur á fjallið og ber fyr- ir sig kuldann og að hann hafi áhyggjur af Sherpunum sínum þremur, sem eru meðal þeirra allra reyndustu. Þeir hafa allir farið á Everest, Lhotse um vetur, Anapurna, Kanchenjungo… Þriðja snúningi lauk svolítið ofan við C1 og eftir svefnlausa nótt á C1 fyrir Sherpana, sem tjáðu sig einnig um erf- iðar aðstæður. Við Snorri héldum áfram baráttunni við fjallið, komumst með köðlum næstum að C2 og sváfum á fjallinu í tvær nætur í röð án teljandi vandræða. Tveimur dögum eftir þriðja snún- inginn fyrirskipaði Mingma G eigin brottflutning vegna slæmrar heilsu og vegna áhyggja Gao Li vegna kórónu- veirunnar, þó að ljóst væri að Gao myndi ekki geta snúið heim strax til Kína vegna lokunar landamæranna. Hann var einnig í sambandi við heimili sitt í gegnum gervihnattasíma. Vegna bilunar í gervihnattamóttakara Thuraya gátum við ekki komið á inter- nettengingu. Brottflutninginn átti Mingma G sjálfur að greiða fyrir, sem við staðfestum, þar sem Nepalar hafa enga vátryggingarkosti vegna of mik- illa blekkinga og misnotkunar á trygg- ingafélögum gegnum tíðina. Brott- flutningur er alltaf með tveimur þyrlum, sem þýðir að sex sæti eru í boði, og verðið er hið sama hvernig sem sætin eru nýtt. Þannig að við höfðum tækifæri til að flytja aðra með- limi leiðangursins. Leiðangrinum var fræðilega lokið, þar sem án leiðtogans og eins meðlims voru líkurnar á ár- angri mun minni. Ef við nýttum ekki þennan möguleika á flutningum vor- um við í öllu falli að bíða eftir annarri ferð yfir Boltoro, án þess að hafa sigr- að tindinn, sem þýddi aukna tímasóun. Tveimur dögum fyrir brottflutninginn var John Snorri, sem frumkvöðull og fræðilegur leiðtogi leiðangursins, að reyna að sannfæra Serbaz, Passang Namke, Tamting og Phur Galjen um að halda kyrru fyrir á fjallinu og halda áfram með leiðangurinn. Á sama tíma uppgötvaði hann þá staðreynd að við höfðum ekki nægan mat til að halda áætlun. Fólkið sem sá um mat- arbirgðir pantaði aðeins til eins mán- aðar, í samræmi við fyrirmæli Mingma G, þrátt fyrir að leiðangurinn ætti að vera að minnsta kosti tveggja mánaða langur. Veðurfarsvetrinum lýkur 21. febrúar og við ætluðum að ná grunn- búðum kringum 16. febrúar. Þrátt fyrir stöðuna var Snorri enn staðráðinn í að vera áfram á fjallinu, svo þegar kom að brottför vissi ég sjálfur ekki hvernig ég ætti að taka ákvörðun. Snorri bað þrjá Sherpa sem eftir voru að byrja að sjá C1 og hugs- anlega C2 fyrir súrefni og viðbót- artjöldum sama morgun og hluti af leiðangurshópnum átti að fljúga til baka. Þeir lögðu af stað eftir slóðinni en eftir tvær klukkustundir var greint frá því að einn af Sherpunum væri slas- aður og allir þrír væru að snúa aftur til búðanna. Hinn slasaði þurfti að ganga sex kílómetra í erfiðri færð einn síns liðs, sem gefur til kynna hversu alvar- leg meiðslin voru, en við ákváðum engu að síður að snúa aftur í dalinn með þyrlu, sem hafði þegar verið pönt- uð og tilkynnt um síðdegis sama dag. Við settum spelkur á fótlegg Sherp- ans. Mingma G aflýsti brottflutn- ingnum um miðjan dag og sagði að hann væri of dýr, en en ég sagði við hann: „Ef Sherpinn getur gengið verð- ur hann hér og leiðangurinn heldur áfram. Ef hann getur ekki gengið þarf hann þyrlu vegna þess að hann mun ekki ráða við vetraraðstæður á leiðinni til baka.“ Þyrlan kom eftir að hætt hafði verið við að afpanta hana, og allir fóru því til Scardu, þar á meðal Snorri. Hvorugur þeirra sem flytja þurfti burt (Mingma G og Sherpi) þarfnaðist læknishjálpar í Pakistan. Sjúkratrygg- ingarnar standa straum af kostnaði vegna meðferðar Nepalbúa. Kannski fáum við einhvern daginn upplýsingar um hversu illa haldinn Mingma G var og hversu illa meiddur Sherpinn var á fótlegg (en hann haltraði ekki þegar við fylgdumst ekki með honum). Við teljum báðir okkur þurfa góðar skýr- ingar á ástæðum slíkrar hegðunar mikilvægra meðlima hópsins, en kostnaðurinn fyrir okkur báða var 88.600 Bandaríkjadalir og eru þá flutningar til Islamabad ekki taldir með. Þeir atburðir sem hér er lýst vekja grunsemdir um að spillt hafi verið fyr- ir leiðangrinum af ásettu ráði, en hvað liggur að baki vitum við ekki. Það styður einnig við þennan grun að vegabréfsáritanir Sherpans runnu út í lok febrúar, þannig að miðað við skil- yrðin sem lýst er á Baltaro og skil- yrðin á Karakorum-vegi hefðum við átt að yfirgefa grunnbúðirnar að minnsta kosti tíu dögum áður (yfirleitt er gert ráð fyrir að flutningur taki 15 daga), á tíma þegar hámarkstímabilið er nýhafið. Sjálfur forðast ég hugtakið „at- vinnuleiðangur“, vegna þess að ég hef ekki enn fengið skýringu á því hvers vegna einhver leiðangur ætti að teljast klisja og annar í atvinnuskyni, þrátt fyrir þá staðreynd að allir leiðangrar nota sömu staðbundnu flutningaþjón- ustu og Sherpa í gegnum sömu skrif- stofur og hermenn. Ég get samt ekki varist þeirri tilfinningu að þessi leið- angur hafi í raun eingöngu þjónað við- skiptahagsmunum sums fólks; afsak- anirnar um kulda duga einfaldlega ekki, þar sem veðurskilyrði á fjallinu voru betri en búist var við. Við höfum allir staðið á K2 að minnsta kosti einu sinni og allir höfum við klifið að minnsta kosti nokkra átta þúsund metra tinda, og því er það haf- ið yfir allan vafa að við vorum tilbúnir. Veðurskilyrðin voru furðugóð í ár, vindar við grunnbúðir fóru aldrei yfir 20 km/klst. og á fjallinu, að minnsta kosti í þeirri hæð sem við náðum, aldr- ei yfir 40 km/klst. Kostnaður við leið- angurinn var of hár til að fara saman við túlkun Mingma G hingað til, sem er byggð á fáránlegum „tilviljunum“ sem aldrei hefðu átt að eiga sér stað í svona vel undirbúnum leiðangri. Vetrarferð á K2 bíður Eftir Tomaž Rotar »Ég vona að við Snorri fáum ein- hvern tíma fullnægjandi skýringu sem fer saman við atburðina á fjallinu. Tomaž Rotar Höfundur er fjallamaður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.