Morgunblaðið - 27.02.2020, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 27.02.2020, Blaðsíða 26
26 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. FEBRÚAR 2020 Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Í nógu er að snúast hjá Vatna- jökulsþjóðgarði við uppbyggingu innviða þessi misserin en þjóðgarð- urinn nær yfir um 15% af yfirborði Íslands. Gunnlaugur Róbertsson er nýráðinn mannvirkja- og gæða- fulltrúi þjóðgarðsins og fyrsti verk- fræðingurinn sem sérstaklega er ráðinn til að sinna uppbyggingunni. Hann áætlar að á vegum Vatna- jökulsþjóðgarðs verði framkvæmt fyrir á annan milljarð króna á þessu ári. Stærsta einstaka verkefnið er bygging Kirkjubæjarstofu, nýrrar gestastofu á Kirkjubæjarklaustri. Verkefnið er nú í lokaferli hjá sam- starfsnefnd um opinberar fram- kvæmdir í efnahags- og fjármála- ráðuneytinu og gerir Gunnlaugur sér vonir um að útboð geti farið fram á næstu mánuðum. Fram- kvæmdum verði síðan lokið 2022 og segir Gunnlaugur að lengi hafi ver- ið beðið eftir þessari gestastofu. Nú er gestastofan á Klaustri, Skaftárstofa, í félagsheimilinu á Kirkjubæjarklaustri. Gestastofa við Sönghól Í skýrsu Ríkisendurskoðunar til Alþingis í október um Vatnajökuls- þjóðgarð var minnst á gestastofuna á Kirkjubæjarklaustri. Þar kemur fram að fjárheimildir í fjárlögum liggi fyrir til að byggja gestastofu á Kirkjubæjarklaustri og sé áætlað að hún kosti um 700 milljónir. Gestastofan er hönnuð af hönnunarteymi sem Arkís ehf. er í forsvari fyrir en þar eru einnig að- alhönnuðir. Byggingin verður 620 fermetrar á einni hæð, auk 145 fer- metra kjallara eða samtals 765 fer- metrar. Hún er hönnuð þannig að hún verði hluti af hólóttu landslagi lóðarinnar við Sönghól og verður þak byggingarinnar lagt úthaga- torfi af lóðinni. Hægt verður að Unnið fyrir á annan milljarð  Í mörg horn að líta við uppbyggingu innviða hjá Vatnajökulsþjóðgarði  Bygging Kirkjubæjar- stofu væntanlega boðin út á næstunni  Fráveita við Skaftafell og þurrsalerni við Dettifoss Tölvumynd/Arkís Kirkjubæjarstofa Ýmis þjónusta verður í nýju gestastofunni á Kirkjubæjarklaustri og af þaki hússins verður gott útsýni til allra átta. Reiknað er með að framkvæmdir verði fljótlega boðnar út. Ljósmynd/Landmótun Við Dettifoss Mikið hefur verið unnið við gerð palla og göngustíga á bökkum Jökulsár á Fjöllum síðustu ár. Tveir áfangar eru eftir af verkefninu. Vatnajökulsþjóðgarður Gestastofur Skrifstofur Landvörslustöðvar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.