Morgunblaðið - 27.02.2020, Síða 26

Morgunblaðið - 27.02.2020, Síða 26
26 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. FEBRÚAR 2020 Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Í nógu er að snúast hjá Vatna- jökulsþjóðgarði við uppbyggingu innviða þessi misserin en þjóðgarð- urinn nær yfir um 15% af yfirborði Íslands. Gunnlaugur Róbertsson er nýráðinn mannvirkja- og gæða- fulltrúi þjóðgarðsins og fyrsti verk- fræðingurinn sem sérstaklega er ráðinn til að sinna uppbyggingunni. Hann áætlar að á vegum Vatna- jökulsþjóðgarðs verði framkvæmt fyrir á annan milljarð króna á þessu ári. Stærsta einstaka verkefnið er bygging Kirkjubæjarstofu, nýrrar gestastofu á Kirkjubæjarklaustri. Verkefnið er nú í lokaferli hjá sam- starfsnefnd um opinberar fram- kvæmdir í efnahags- og fjármála- ráðuneytinu og gerir Gunnlaugur sér vonir um að útboð geti farið fram á næstu mánuðum. Fram- kvæmdum verði síðan lokið 2022 og segir Gunnlaugur að lengi hafi ver- ið beðið eftir þessari gestastofu. Nú er gestastofan á Klaustri, Skaftárstofa, í félagsheimilinu á Kirkjubæjarklaustri. Gestastofa við Sönghól Í skýrsu Ríkisendurskoðunar til Alþingis í október um Vatnajökuls- þjóðgarð var minnst á gestastofuna á Kirkjubæjarklaustri. Þar kemur fram að fjárheimildir í fjárlögum liggi fyrir til að byggja gestastofu á Kirkjubæjarklaustri og sé áætlað að hún kosti um 700 milljónir. Gestastofan er hönnuð af hönnunarteymi sem Arkís ehf. er í forsvari fyrir en þar eru einnig að- alhönnuðir. Byggingin verður 620 fermetrar á einni hæð, auk 145 fer- metra kjallara eða samtals 765 fer- metrar. Hún er hönnuð þannig að hún verði hluti af hólóttu landslagi lóðarinnar við Sönghól og verður þak byggingarinnar lagt úthaga- torfi af lóðinni. Hægt verður að Unnið fyrir á annan milljarð  Í mörg horn að líta við uppbyggingu innviða hjá Vatnajökulsþjóðgarði  Bygging Kirkjubæjar- stofu væntanlega boðin út á næstunni  Fráveita við Skaftafell og þurrsalerni við Dettifoss Tölvumynd/Arkís Kirkjubæjarstofa Ýmis þjónusta verður í nýju gestastofunni á Kirkjubæjarklaustri og af þaki hússins verður gott útsýni til allra átta. Reiknað er með að framkvæmdir verði fljótlega boðnar út. Ljósmynd/Landmótun Við Dettifoss Mikið hefur verið unnið við gerð palla og göngustíga á bökkum Jökulsár á Fjöllum síðustu ár. Tveir áfangar eru eftir af verkefninu. Vatnajökulsþjóðgarður Gestastofur Skrifstofur Landvörslustöðvar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.