Morgunblaðið - 27.02.2020, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 27.02.2020, Blaðsíða 64
64 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. FEBRÚAR 2020 Sýning Hrafnhildar Arnardóttur - Shoplifter, Chromo Sapiens, hefur notið fádæma vinsælda síðan hún var sett upp í Listasafni Reykjavík- ur - Hafnarhúsi en sýningin var framlag Íslands til Feneyjatvíær- ingsins í fyrra. Þegar hafa um tutt- ugu þúsund manns séð sýninguna. Birta Guðjónsdóttir sýningar- stjóri verður með leiðsögn um sýn- inguna í kvöld, fimmtudag, klukkan 20 en hún var sýningarstjóri Ís- lenska skálans í Feneyjum í fyrra og vann náið með Hrafnhildi að verkinu öllu og viðamikilli fram- kvæmdinni en um stóra innsetn- ingu úr gervihári er að ræða. Þá samdi hljómsveitin HAM tónverk sem hljómar í því. Aðgöngumiði á safnið gildir á leiðsögnina. Á safnanótt Gestir hafa notið þess að taka sér tíma í að upplifa Chromo Sapiens. Leiðsögn um vinsælt verk Hrafnhildar Minning fjórmenninganna í Bítl- unum lifir í heimaborg þeirra, Liverpool á Englandi. Nú hefur verið tilkynnt að á næsta ári verði opnaður garður í minningu George Harrison, og verður nefndur George Harrison Woodland Walk. Garðurinn verður um fimm hekt- arar og í Allerton í suðurhluta borgarinnar, skammt frá Waver- tree-hverfinu þar sem Harrison ólst upp. Þar er nú skógur og votlendi sem landslagsarkitektar munu móta með tilhlýðilegum hætti. Á fimmtudaginn var voru 77 ár frá fæðingu Harrisons, sem var annar gítarleikara Bítlanna. Hann lést 58 ára gamall úr krabbameini. Í The Guardian er haft eftir borgarstjóra Liverpol að samráð hefði verið haft við fjölskyldu Bít- ilsins um garðinn og skipulag hans, en Harrison er sagður hafa verið áhugamaður um garðyrkju. Grænir fingur George Harrison hafði áhuga á garðyrkju auk gítarleiksins. Garður til minningar um Bítil í Liverpool Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is Þeim sem fylgjandi eru því að ríkið greiði listamannalaun hefur fjölgað úr 39% í 58% á rúmum áratug. Þetta kemur fram í könnun sem MMR gerði að beiðni Launasjóðs lista- manna fyrr á árinu. Könnunin var framkvæmd dagana 20.-28. janúar 2020 og náði til 1.018 Íslendinga 18 ára og eldri sem valdir voru handahófskennt úr hópi Álitsgjafa MMR. MMR hefur frá árinu 2010 reglu- lega kannað af- stöðu landsmanna til listamanna- launa. Í mars 2010 voru 39% svarenda fylgjandi því að ríkið greiddi listamannalaun en 61% var því andvígt. Í febrúar 2013 voru 46% svarenda því fylgjandi og 54% því andvíg. Í janúar 2016 voru 53% því fylgjandi og 47% andvíg. Í janúar 2020 voru fylgjendur 58% og 42% andvíg. Á meðfylgjandi grafi má sjá nánari greiningu á svörum þátttakenda. Þar sést að þeim sem eru mjög andvígir því að ríkið greiði listamannalaun hef- ur fækkað úr 33% í 20% á árunum 2010 til 2020. Á sama tíma hefur þeim sem eru mjög fylgjandi því að ríkið greiði listamannalaun fjölgað úr 10% í 29%. Minni sveiflur eru í hópi þeirra sem ekki taka jafn afgerandi afstöðu á aðra hvora vegu. Aukinn sýnileiki hjálpar „Það koma alltaf gagnrýnisraddir á listamannalaun í kjölfar úthlutana, en mér finnst þær verða máttlausari með hverju árinu. Úthlutanir úr Launasjóðnum eru unnar út frá um- sóknum á sömu faglegu forsendum og í t.d. vísindasjóðum. Skilningur og velvild almennings á sjóðnum byggir á því að fólk treysti af- greiðslu úthlutunarnefnda, hafi skilning á tilgangi launanna og verði vart við starfsemi sjóðsins við snert- ingu á menningartengdu efni,“ segir Bryndís Loftsdóttir, formaður stjórnar Launasjóðs listamanna. Bendir hún á að sýnileiki listamanna- launa hafi aukast til muna með notk- un á merki sjóðsins sem tekið var upp fyrir nokkrum misserum. Sem dæmi var sjóðsins getið á upplýs- ingasíðum margra íslenskra skáld- verka sem komu út fyrir síðustu jól þar sem höfundar nutu listamanna- launa, auk þess sem merki sjóðsins sést nú oft í kynningarefni í tengslum við tónlist, myndlist og sviðslist. „Ég held að þetta skipti máli fyrir almenning. Ég held að það skipti líka máli að listafólki hefur farið hratt fjölgandi á síðustu 30 árum. Við erum að útskrifa mjög fjölbreyttan hóp af listamönnum sem margir sækja sér framhaldsmenntun erlendis. Nið- urstaða rannsóknarinnar bendir til þess að sífellt fleiri átti sig á því hversu ábatasamt það er fyrir sam- félagið að setja peninga í lista- mannalaun,“ segir Bryndís og bendir sem dæmi á að tónskáldin Hildur Guðnadóttir, Jóhann Jóhannsson og Gyða Valtýsdóttir hafi öll hlotið lista- mannalaun. „Það er auðvitað ábatasamt fyrir þjóðina að eiga listamenn í fremsta flokki. Listsköpun þeirra sem hljóta styrk nýtist okkur sem þjóð á marg- víslegan hátt. Hún auðgar líf okkar og listræna upplifun ásamt því að vekja athygli á Íslandi erlendis. Síðast en ekki síst hjálpar listin okkur að skilja okkur sjálf,“ segir Bryndís. Mikill áhugi á sköpun Þegar litið er á fjölda umsókna á árunum 2010 til 2020 sést að þeim fjölgar milli ára. Árið 2010 voru um- sækjendur 712 og hlutu 200 manns listamannalaun. Árið 2013 bárust 711 umsóknir og 241 listamaður fékk út- hlutað. Árið 2016 bárust 916 umsókn- ir frá 1.581 einstaklingi (en í umsókn- um til dæmis leikhópa eru nokkrir einstaklingar að baki einni umsókn) og 378 listamenn fengu úthlutað, þar af 78 í 14 sviðslistahópum. Árið 2020 barst 901 umsókn frá 1.544 ein- staklingum og 325 listamenn fengu úthlutað, þar af 95 í 19 sviðslista- hópum. Þess má geta að í ár var sam- tals úthlutað úr Launasjóðnum 1.600 mánaðarlaunum, en starfslaun lista- manna eru 407.413 kr. á mánuði. Út- greidd listamannalaun á árinu nema því samtals tæplega 652 milljónum króna. Alls var sótt um 11.176 mán- uði. „Sköpunarkraftur íslenskra lista- manna er því skíðlogandi og við get- um ekki annað en glaðst yfir því að búa í slíku samfélagi.“ Þegar rýnt er nánar í tölur könn- unar MMR frá janúar 2020 má sjá að nokkur munur er á afstöðu svarenda eftir kyni, búsetu, aldri, menntun og starfi, en lítill sem enginn munur er á afstöðu svarenda miðað við heimilis- tekjur þeirra. Fleiri konur en karlar eru fylgjandi því að ríkið greiði lista- mannalaun, 62% samanborið við 55%. Fleiri höfuðborgarbúar eru fylgjandi listamannalaunum, 64% samanborið við 46% hjá þeim sem búa á lands- byggðinni. Meirihluti í öllum aldurs- hópum, nema þeirra sem eru 50-67 ára, er fylgjandi listamannalaunum. Hæst er hlutfallið í aldurshópnum 18- 29 ára eða 67%, en lægst hjá 50-67 ára eða 48%. Sterk fylgni er milli aukinnar menntunar og jákvæðrar afstöðu til listamannalauna. Samtals 44% svar- enda með grunnskólapróf eru fylgj- andi listamannalaunum, 54% þeirra sem lokið hafa framhaldsskólanámi og 73% þeirra sem lokið hafa háskólanámi. Betra utanumhald „Ég held að við getum sjálfum okk- ur um kennt að útskýra ekki betur virkni sjóðsins,“ segir Bryndís og vís- ar þar til stjórnar sjóðsins, lista- manna og stjórnmálamanna. „Það stendur upp á okkur að útskýra fyrir almenningi hvernig peningarnir eru nýttir og það aðhald sem ríkir við út- hlutun. Listamenn skila inn umsókn- um og fá úthlutað á grundvelli gæða umsóknanna. Þegar launatímabilinu lýkur þurfa listamenn að skila fram- vinduskýrslu þar sem þeir gera grein fyrir vinnu sinni og skila upplýs- ingum um þau verk sem unnin hafa verið,“ segir Bryndís og bendir á að enginn geti sótt aftur um listamanna- laun nema hafa skilað framvindu- skýrslu vegna fyrri verkefna. „Utanumhaldið er þannig komið í mun fastari skorður en áður var og þar með sambærilegt við aðra sjóði innan Rannís. Enda höfum við mark- visst litið til annarra sjóða hvað varð- ar utanumhald, umsóknareyðublöð og alla úrvinnslu,“ segir Bryndís og tekur fram að Rannís eigi því „tví- mælalaust sína hlutdeild í vaxandi trausti og velþóknun landans með Launasjóð listamanna“. Frábær skilaboð til listamanna Þegar svör eru rýnd út frá atvinnu svarenda sést að mestur er stuðn- ingur meðal sérfræðinga, en 78% svarenda í þeim hópi eru fylgjandi listamannalaunum. Minnstur er stuðningurinn meðal bænda, sjó-, iðn-, véla- og verkafólks, en í þeim hópi segjast aðeins 38% vera fylgj- andi listamannalaunum. Næst- minnstur er stuðningurinn hins vegar í hópi stjórnenda og æðstu embættis- manna, þar sem 42% svarenda segj- ast fylgjandi listamannalaunum. „Það kemur mér verulega á óvart að stuðn- ingurinn sé ekki meiri í hópi stjórn- enda og æðstu embættismanna,“ seg- ir Bryndís og tekur fram að hún hefði haldið að umræddur hópur væri yfir meðallagi í menningarneyslu. „Þegar litið er á afstöðu almenn- ings heilt yfir sjáum við hins vegar að við erum á réttri leið. Það er afskap- lega ánægjulegt að þeim sem fylgj- andi eru listamannalaunum fjölgar hægt og örugglega með tímanum. Það eru frábær skilaboð til lista- manna og einnig stjórnmálamanna, sem taka ákvörðun um hversu mikið fjármagn er sett í málaflokkinn,“ segir Bryndís. Spurð hvort ráðgert sé að halda áfram að fylgjast með afstöðu lands- manna til listamannalauna segist Bryndís vona það. „Ég á bara eitt ár eftir sem formaður núverandi stjórn- ar og ætla ekki að grípa fram fyrir hendur næstu stjórnar. En ég held að það sé mjög ákjósanlegt að hafa slík- ar mælingar, ekki bara um þennan sjóð heldur alla sjóði.“ Könnunina má nálgast í heild sinni á vef Rannís. 20% 25% 32%33% 22%22%23% 29% 29%30% 27% 29% 29% 23% 18% 10% Ertu fylgjandi eða andvíg(ur) því að ríkið greiði listamannalaun? Mars 2010 Febrúar 2013 Janúar 2016 Janúar 2020 Mjög andvíg(ur) Frekar andvíg(ur) Frekar fylgjandi Mjög fylgjandi '10 '13 '16 '20 '10 '13 '16 '20 '10 '13 '16 '20 '10 '13 '16 '20 Heimild könnun MMR fyrir Launasjóð listamanna Stuðningur fer úr 39% í 58% á áratug  Meirihluti landsmanna fylgjandi því að ríkið greiði listamannalaun  Stuðningurinn mestur meðal ungs fólk, háskólamenntaðra og sérfræðinga  1.600 mánaðarlaunum úthlutað úr Launasjóði í ár Bryndís Loftsdóttir Vagnhöfði 7, 110 Reykjavík | Sími: 5175000 | stalogstansar.is Gott úrval af reimum í snjósleða, bíla og fjórhjól. reimar í snjósleða, bíla og fjórhjól
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.