Morgunblaðið - 27.02.2020, Blaðsíða 36
36
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. FEBRÚAR 2020
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Netið er öfl-ugt verk-færi og hef-
ur á sér margar
hliðar, jákvæðar og
neikvæðar. Einn af
kostum þess er að
það auðveldar að koma upplýs-
ingum á framfæri og greina frá
atburðum með myndum og frá-
sögnum. Almenningur hefur
heldur aldrei átt jafn auðvelt
með að tjá sig og gera grein fyr-
ir skoðunum sínum. Þessi hlið
netsins getur verið mörgum
þyrnir í augum, ekki síst stjórn-
völdum, sem vilja síður að fram-
ganga þeirra blasi við, hvort
sem það er heima fyrir eða út á
við. Upp á síðkastið hefur færst
í vöxt að stjórnvöld loki einfald-
lega netinu þegar þeim hentar,
jafnvel til langframa.
Í úttekt sem birtist í vikunni í
blaðinu Wall Street Journal
kemur fram að árið 2016 lokuðu
25 lönd netinu, þeim fækkaði í
19 árið eftir, 2017 var talan aftur
komin í 25 og í fyrra voru löndin
33.
Yfirleitt standa þessar lok-
anir ekki lengi og sum landanna
loka netinu hvað eftir annað.
Þessi lönd lokuðu netinu sam-
tals í 75 skipti árið 2016 en í
fyrra var lokuðu þau netinu
samtals í 213 skipti. Indverjar
hafa verið iðnastir við kolann, en
lengsta lokunin er í Búrma. Í
júní í fyrra þvingaði stjórn
landsins dótturfyrirtæki norska
símafyrirtækisins Telenor til að
loka netinu í níu héruðum í vest-
urhluta Búrma og er netið enn
lokað á svæðinu. Hrísgrjóna-
bóndi í einu héraðanna sagði við
Wall Street Journal að þetta
hefði verið eins og að vera sleg-
inn blindu. Stutt er síðan netið
hélt innreið sína á þessum slóð-
um og hefur það gerbreytt við-
skiptaháttum. Bóndinn gat sett
myndir af uppskerunni á netið
og komist beint í samband við
kaupendur. Nú þarf hann á ný
að hlaða bátinn sinn, halda á
markaðinn og vona að farmur-
inn seljist.
Þetta dæmi sýnir hverju netið
getur breytt. Hvatir stjórnvalda
í Búrma eru hins vegar af öðrum
toga. Þarna á stjórnarherinn í
höggi við uppreisnarmenn sem
kalla sig Arakan-herinn og hafa
átök ágerst undanfarna mánuði.
Á svæðinu búa nokkur hundruð
þúsund róhingjar, minnihluta-
hópur múslima, sem sætt hafa
ofsóknum. Stjórnvöld í Búrma
hafa verið gagnrýnd fyrir
hrottalegt framferði og eiga yfir
höfði sér ásakanir um þjóðar-
morð vegna hernaðaraðgerða
árið 2017, sem leiddu til þess að
700 þúsund róhingjar flúðu til
Bangladess.
Lokun netsins torveldar
vissulega andstæðingum
stjórnarhersins samskipti og
skipulagningu aðgerða. Hún
gerir íbúunum einnig erfiðara
fyrir að koma því á framfæri við
umheiminn hvað er að gerast í
þessum héruðum og
veita þannig stjórn-
arhernum aðhald.
Lokanir á borð
við þessar eru ekki
vandalausar fyrir
samskiptafyrirtæki
sem veita þjónustu í þessum
löndum. Á norskt símafyrirtæki
að taka þátt í kúgunaraðgerðum
stjórnvalda? Í greininni í
blaðinu er haft eftir fulltrúum
Telenor að ákveðið hafi verið að
verða við kröfunni um að loka
netinu vegna þess að hún hafi
verið í samræmi við lög, þrátt
fyrir efasemdir og áhyggjur af
að fyrirskipunin væri of víðtæk
og myndi hafa úr hófi fram
íþyngjandi áhrif á almenning.
Þá fékk fyrirtækið aðeins óljós-
ar upplýsingar um hvers vegna
nauðsynlegt væri að loka netinu
og engar um hversu lengi ætti
að loka því. Eina réttlætingin
var að fólk notaði netið til að
leggja á ráðin um ólöglegt at-
hæfi.
Búrma er aðeins eitt dæmi
um að stjórnvöld loki netinu, en
listinn er langur. Íran, Írak,
Pakistan og Venesúela eru með-
al þeirra ríkja sem hafa gripið til
þessa ráðs. Í greininni er ekkert
talað um Kína, en þar er gríðar-
leg áhersla lögð á ritskoðun og
að takmarka umræðu og sam-
skipti á netinu. Lokað er á fyrir-
tæki sem ekki eru fús til að lúta
kröfum kínverskra stjórnvalda.
Indverjar voru nefndir í upp-
hafi. Þeir hafa hvað oftast lokað
netinu og víðtækasta aðgerðin
var þegar því var lokað alfarið í
Kasmír þegar lýst var yfir
neyðarástandi í héraðinu. Dóm-
stólar á Indlandi komust að
þeirri niðurstöðu að það hefði
verið stjórnarskrárbrot.
Fyrsta tilfellið svo vitað sé
var í Egyptalandi í lok janúar
2011. Þá fyrirskipuðu stjórnvöld
lokun netsins í öllu Egyptalandi
þegar mótmæli gegn Hosni
Mubarak fóru vaxandi.
Telenor er ekkert einsdæmi.
Öll samskiptafyrirtæki verða
fyrir óskum og kröfum frá
stjórnvöldum, allt frá AT&T til
Vodafone. Fyrirtækin þurfa
leyfi frá stjórnvöldum til að
starfa og geta lent í vandræðum
ef þau eru ósamvinnuþýð. Ef
eitt fyrirtæki lætur henda sér út
úr landi er annað samstundis
komið í staðinn. En þau þurfa að
gæta sín á því að samvinna
þeirra verði að ekki að undir-
lægjuhætti sem gangi fram af
viðskiptavinum þeirra. Það get-
ur verið afdrifaríkt fái stjórn-
völd beinan aðgang að þeim upp-
lýsingum sem þessi fyrirtæki
búa yfir um viðskiptavini. Það
getur auðveldað að finna fólk á
svipstundu og hefta samskipti
þess með ýmsum hætti.
Eins og bent er á í greininni í
Wall Street Journal eru engir
alþjóðlegir sáttmálar um frelsi á
netinu. Það er kominn tími til að
taka það til rækilegrar skoð-
unar.
Þeim löndum fer
fjölgandi sem beita
því vopni að láta
loka netinu}
Ráðskast með netið
V
andi bráðamóttöku Landspítala hef-
ur verið viðvarandi um langt skeið
og í ljósi þess að ekki var útlit fyrir
varanlegar lausnir í sjónmáli nú í
janúar var settur sérstakur átaks-
hópur á laggirnar til að fást við umræddan
vanda og gera tillögur til úrbóta. Landlæknir
hafði ítrekað komið að málinu með úttektum og
ábendingum og lagði nú í ársbyrjun áherslu á að
ráðist yrði í aðgerðir sem sérstaklega yrðu mið-
aðar að því kjarnaverkefni að létta álagi af
bráðamóttöku enda ekki hægt að una við
ástandið þar, hvorki fyrir sjúklinga né starfsfólk
og tafarlausar aðgerðir óhjákvæmilegar. Í yfir-
lýsingu okkar landlæknis og forstjóra Landspít-
ala frá 16. janúar segir: „Með stofnun sérstaks
átakshóps með víðtækt umboð til að leysa brýn-
an vanda teljum við unnt að koma í veg fyrir að
sjúklingar ílengist á bráðamóttökunni og bæta þannig að-
stæður og öryggi sjúklinga og starfsfólks.“ Hópurinn var
skipaður 18. janúar og verkefni hans var meðal annars að
sjá til þess að ábendingum embættis landlæknis yrði fylgt,
greina vandann og leggja fram tillögur að aðgerðum.
Hópurinn hefur nú lokið störfum og tillögur hans voru
kynntar á fréttamannafundi á Landspítalanum sl. þriðju-
dag, 25. febrúar. Hópurinn leggur fram 11 tillögur um að-
gerðir sem forgangsraðað er eftir mikilvægi.
Fyrsta tillagan, og í mínum huga sú allra mikilvægasta,
lýtur að töku stefnumarkandi ákvörðunar af hálfu Land-
spítala um að sjúklingar á bráðamóttöku sem þurfa inn-
lögn flytjist á viðeigandi legudeildir sem fyrst.
Þessi ákvörðun er nauðsynleg til að tryggja
betur öryggi sjúklinga og að mögulegt sé að
veita sjúklingum bestu mögulegu þjónustu.
Forstjóri Landspítala greindi frá því á fund-
inum að ákvörðunin hefði verið tekin með form-
legum hætti á fundi framkvæmdastjórnar
Landspítala sama dag og skýrslan var kynnt.
Til að fylgja þessari ákvörðun eftir mun Land-
spítali gera verk- og tímaáætlun sem mun
liggja fyrir 1. apríl. Gera skal ráð fyrir að sjúk-
lingar bíði ekki innlagnar lengur en í tiltekinn
tíma, að hámarki 6 klst. frá komu. Tryggt verði
að um verði að ræða lausn bæði til skemmri og
lengri tíma. Þessi hluta tillagnanna er á ábyrgð
Landspítala.
Aðrar tillögur hópsins eru t.d. að Landspítali
stofni þróunarteymi um hvernig þjónustu við
aldraða sé best fyrir komið í framtíðinni, hafist verði
handa við endurskipulagningu á færni- og heilsumati og
að auka möguleika flutningamanna til að meðhöndla sjúk-
linga í heimahúsum.
Nú liggur skýrt fyrir að sú staða að sjúklingar liggi á
göngum bráðamóttökunnar í stórum stíl verður að baki
ekki síðar en 1. apríl. Það skiptir meginmáli að ákvörðun
hafi verið tekin um að hrinda þessari lykiltillögu átaks-
hópsins í framkvæmd þegar í stað, og undirstrikar mikil-
vægi verkefnisins.
Svandís
Svavarsdóttir
Pistill
Sjúklingar ekki lengur á göngum
Höfundur er heilbrigðisráðherra.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
SVIÐSLJÓS
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Kosið verður í næsta mán-uði til sveitarstjórna íFrakklandi, en húnEleonore Laloux í bæn-
um Arras í norðurhluta landsins
sker sig úr, þar sem hún er með
Downs-heilkenni. Laloux segir í
samtali við AFP-fréttastofuna að
hún hafi ekki hikað við að taka sæti
á lista þegar Frederic Leturque,
bæjarstjóri Arras, bað hana um að
bjóða sig fram.
„Ég vil að Arras breytist til
hins betra,“ segir Laloux og nefnir
þar einkum hreinlæti á götum
bæjarins, auk þess sem hún berst
fyrir meiri virðingu og aðgengi fyrir
fatlaða einstaklinga. Nái Laloux
kjöri mun hún verða fyrsti ein-
staklingurinn með Downs-heilkenni
til þess að gegna embætti bæjarfull-
trúa í Frakklandi.
Áralöng barátta
Laloux, sem fæddist í ágúst
1985, hefur lengi barist fyrir rétt-
indum fatlaðra til að teljast fullgildir
þegnar í þjóðfélaginu. Árið 2014
skrifaði hún bókina „Triso et al-
lors!“, sem á íslensku gæti heitið
„Með Downs og hvað með það!“ en
þar lýsti hún þeim hindrunum sem
hún hefur þurft að yfirstíga vegna
heilkennisins.
Laloux hefur unnið síðastliðin
14 ár á skrifstofu einkasjúkrahúss,
auk þess sem hún tekur virkan þátt
í bæði samtökum fólks með Downs í
Arras og í samtökunum „Vinir
Eleonore“, sem foreldrar hennar
settu á laggirnar til þess að aðstoða
fólk með þroskahamlanir. Þá hefur
Laloux búið ein undanfarin átta ár,
og segist hún meðal annars njóta
þess í frístundum sínum að hlusta á
Bob Dylan, Blur og Radiohead.
Laloux segir um framboð sitt
að hún sé hvorki til hægri né vinstri,
en hún býður sig fram á lista miðju-
flokksins „Arras fyrir þig“, sem
bæjarstjórinn Frederic Leturque
leiðir. Hann hefur lýst því yfir að
hugrekki og sjónarhorn Laloux á
mál muni hafa mikla þýðingu fyrir
bæjarstjórnina. „Hún verður engum
lík sem bæjarfulltrúi en hún verður
fulltrúi á sínum eigin forsendum,“
sagði hann nýlega á Facebook.
Laloux segir að framboð sitt
snúist ekki um pólitíska hugmynda-
fræði heldur miði það að því að
breyta hugmyndum fólks um það
hverju fatlaðir geti áorkað. „Þetta
stendur nærri hjarta mínu,“ segir
Laloux, og bætir við að Leturque
treysti henni þar sem hann viti að
hún sé ákveðin ung kona sem elski
lífið og viti alltaf hvað hún vilji.
Styðja alltaf dóttur sína
Foreldrar Laloux hafa ávallt
stutt fast við bakið á dóttur sinni.
„Við höfum alltaf viljað að Eleonore,
sem fæddist öðruvísi, gæti lifað eins
og allir aðrir,“ segir Emmanuel
Laloux, faðir hennar, í samtali við
AFP-fréttastofuna.
Hann bætir við að hann styðji
feril hennar í stjórnmálum svo lengi
sem aðrir í bæjarstjórninni taki tillit
til þarfa hennar þegar kemur að að-
gengi. Leturque segir að Laloux
muni fá alla þá aðstoð sem hún þurfi
í starfi sínu, þar á meðal sérstakan
aðstoðarmann.
Aðgengismál hafa verið nokkuð
til umræðu í Frakklandi að und-
anförnu, og tilkynnti Emmanuel
Macron Frakklandsforseti fyrr í
mánuðinum að 15.000 aðstoðarmenn
verði ráðnir á næstu tveimur árum
til þess að gera fötluðum börnum
kleift að sækja skóla.
Áætlað er að um 2,7 milljónir
Frakka af 67 milljónum glími við
fötlun sem leiði af sér einhverjar
líkamlegar hömlur.
Vill breyta hugarfari
gagnvart fötluðum
Downs-heilkenni er algengasta litningafrávikið í mönnum, en áætlað er
að um eitt af hverjum þúsund börnum sem fæðist séu með frávikið. Það
orsakast af breytingu á 21. litningaparinu sem leiðir af sér að þriðji litn-
ingurinn bætist við og myndar svonefnda þrístæðu. Heilkennið veldur
þroskaröskunum í nær öllum tilvikum.
Árið 2015 var áætlað að um 5,4 milljónir manna væru með heilkennið.
Það dregur nafn sitt af breska lækninum John Langdon Down, sem
lýsti einkennum heilkennisins í heild sinni fyrstur manna árið 1866.
Algengasta frávikið
DOWNS-HEILKENNI
AFP
Í framboði Eleonore Laloux býður sig fram til bæjarstjórnar í franska
bænum Arras. Hún hefur lengi barist fyrir réttindum fólks með Downs.