Morgunblaðið - 27.02.2020, Qupperneq 62

Morgunblaðið - 27.02.2020, Qupperneq 62
62 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. FEBRÚAR 2020 Skjaldborg Hátíð íslenskra heimild- armynda, sem árlega er haldin á Patreksfirði, hlaut í gær Eyrarrós- ina, viðurkenningu fyrir framúr- skarandi menningarverkefni utan höfuðborgarsvæðisins, sem var veitt í sextánda sinn í gær við hátíðlega athöfn á Bessastöðum. Eliza Reid, forsetafrú og verndari Eyrarrósar- innar, afhenti verðlaunin. Aðstand- endur hátíðarinnar voru að vonum hæstánægðar þegar þær tóku á móti viðurkenningunni og verðlaunafé, tveimur milljónum króna, auk verð- launagrips sem Friðrik Steinn Frið- riksson hannaði. „Við erum svakalega glaðar. Það er erfitt maraþon að halda úti svona hátíð og þessi viðurkenning er mikil- væg hvatning,“ sagði Helga Rakel Rafnsdóttir eftir afhendinguna í gær en þær Kristín Andrea Þórðardóttir eru framkvæmdastýrur Skjald- borgarhátíðarinnar og tóku við verð- laununum. „Nú er mögulega hægt að borga fólki smá aur fyrir að taka þátt í að búa næstu hátíð til,“ bætti Helga Rakel við en næsta hátíð, sú fjór- tánda, verður haldin í júní. Helga Rakel sagði einnig að verðlaunin væru nefnilega bæði peningur og vindur í seglin. Góður grasrótarandi Helga Rakel sagði það alltaf mikla vinnu að safna styrkjum og fleyta há- tíðinni frá einu ári til annars en hún hefði þó frábæra og mikilvæga bak- hjarla. Hún taldi upp Vesturbyggð, Kvikmyndamiðstöð, Menningarráð Vestfjarða, flugfélagið Erni, gisti- heimilin á staðnum og fyrirtækin sem styrkja verðlaunin. „Listinn er lang- ur, margir koma að hátíðinni og finnst það skemmtilegt. Það er mikill og góður grasrótarandi kringum há- tíðina. Þeir sem byrjuðu með hana bjuggu til sannkallaða töfraformúlu. Svo verður að hrósa Lionsmönnum á Patró sem reka kvikmyndahúsið mjög myndarlega.“ Helga Rakel sagði ánægjulegt að allir helstu heimildakvikmynda- gerðarmenn landsins miðuðu við að frumsýna verk sín á hátíðinni. Og þær framkvæmdastýrurnar hafa sjálfar komið að metnaðarfullum kvikmyndaverkum og sækja báðar um að sýna nýjar myndir sínar á há- tíðinni í sumar. Kraftmikil uppskeruhátíð Að þessu sinni bárust 25 umsóknir um Eyrarrósina 2020 hvaðanæva af landinu og voru sex verkefni valin á Eyrarrósarlistann. Þau voru Júlíana – hátíð sögu og bóka, í Stykkishólmi; Kakalaskáli í Skagafirði; Menn- ingarstarf í Alþýðuhúsinu á Siglu- firði; Plan B Art Festival í Borgar- byggð; Reykholtshátíð og Skjald- borg. Auk Skjaldborgar hlutu Kakalaskáli og Menningarstarf í Al- þýðuhúsinu á Siglufirði formlega til- nefningu til verðlaunanna. Hvort verkefnið um sig fær verðlaunafé að upphæð 500.000 kr. Eyrarrósin er samstarfsverkefni Listahátíðar, Byggðastofnunar og Air Iceland Connect. Í upplýsingum frá Listahátíð um sigurvegarann segir að Skjaldborg – hátíð íslenskra heimildamynda á Pat- reksfirði, sé kraftmikil uppskeru- hátíð heimildamyndafólks og eina ís- lenska kvikmyndahátíðin sem er sérhæfð í að frumsýna íslenskar heimildamyndir. „Reynsluboltar í faginu, byrjendur og hinn almenni áhorfandi koma saman á hátíðinni í skemmtilegu og skapandi samtali sem gegnir mikilvægu hlutverki fyrir þróun og miðlun íslenskrar heim- ildamyndagerðar. Auk frumsýninga eru á dagskrá vinnustofur, hliðardag- skrá og skemmtanahald sem setur mikinn svip á Patreksfjörð meðan há- tíðin varir.“ Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Gleði Aðstandendur Skjaldborgarhátíðarinnar með verðlaunagripinn við afhendinguna á Bessastöðum í gær. Viðurkenningin er mikilvæg hvatning  Skjaldborgarhátíðin á Patreksfirði hreppti Eyrarrósina Hin umfangsmikla sýning á verkum eftir Leonardo da Vinci, samtíðar- menn hans og félaga, sem stóð yfir í Louvre-safninu í París undanfarna fjóra mánuði undir heitinu Leon- ardo, dró að sér sannkallaðan met- fjölda gesta. Stjórnendur Louvre sendu frá sér tilkynningu þar sem segir að rúm milljón manna hafi séð sýninguna, alls 1.071.840 gestir. Fyrra aðsóknarmet var sett á yfirlitssýningu með verkum franska málarans Eugène Delacroix fyrir tveimur árum en þá sýningu sáu um 540 þúsund manns, eða helmingi færri gestir en skoðuðu Leonardo- sýninguna sem sett var upp í tilefni af því að 500 ár voru í fyrra frá láti meistarans. Þess má geta að Louvre er vinsæl- asta safn jarðar en um níu milljón gestir heimsóttu það í fyrra. Louvre-safnið á fleiri málverk eft- ir da Vinci en nokkurt annað safn, fjögur alls og er Mona Lisa þeirra fræagast en hún var ekki á sjálfri da Vinci-sýningunni heldur hékk í sín- um sal í Denon-álmunni. Alls voru þá í safninu 14 af þeim 17 mál- verkum sem eignuð eru meistar- anum. Til að gefa sem flestum kost á að sjá sýninguna var safnið haft opið allan sólarhringinn um síðustu helgi og aðgangur á sýninguna ókeypis. Margir nýttu sér það, einkum ungir Frakkar, og voru salirnir fullir af gestum alla nóttina. AFP Örtröð Gestir fylltu sali sýningarinnar næturlangt um liðna helgi. Nær 1,1 milljón gesta sá da Vinci  Metaðsókn á Leonardo í Louvre Myndun Gestur myndar málverk da Vincis, La Belle Ferronniere. Margræð Gestur speglast í glerinu sem hlífði höggmynd á sýningunni. LAUGAVEGI 24 - REYKJAVÍK - S. 552 0800 SKIPAGÖTU 7 - AKUREYRI - S. 462 4646
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.