Morgunblaðið - 27.02.2020, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 27.02.2020, Blaðsíða 40
40 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. FEBRÚAR 2020 Er Molda-Gnúps niðjar settust að í Grindavík 940-50 og Gnúpur stóð við aflinn í smiðju sinni var got- neskt tungumál að líða undir lok á Íberíu- skaga og Gallíu í vesturhluta Rómaveld- is, þar sem eru Spánn og löndin að Ermar- sundi. Gotar er heim- kynni áttu í Gotlandi í Svíþjóð og voru norrænn þjóðflokkur sóttu um 800 f.Kr. suður í Evrópu og skiptu sér í Rómaveldi. Austur-Gotar héldu í austanverð lönd við Grikk- land, Vestur-Gotar fóru um Ítalíu til Íberíuskaga og höfðu lokið hring sínum um skagann að Ermarsundi er Molda-Gnúpur nam Grindavík. Gotar blönduðust þjóðflokkum á skaganum, tóku kristni og skildu eftir sig í handritum, m.a. í Biblíu- þýðingum, leifar gotnesku sinnar. Gotnesk skreytilist var arfur frá kristnum Gotum og handritagerð þeirra barst um alla Evrópu, m.a. til Íslands með kristni og varð uppi- staða í söguritun klaustra og hand- ritaskrifa sem íslensk tunga og lög hvíldu á. Ritun laga og sögu texta á Íslandi hefst um 1120 en gotnesk áhrif hafa náð til Íslands með kristni eftir 1000. Auður óx í garði Gnúps í Grindavík Brátt óx þeim Molda-Gnúps son- um auður í Grindavík og bú þeirra blómguðust til lands og sjávar, svo sem Landnáma segir. Þeir mægðust höfðingjum beggja vegna á Reykja- nesi og tóku að nokkru stöðu Ing- ólfsniðja en Steinunn gamla átti ekki niðja er lifðu. Mægðir urðu milli niðja Gnúps í Grindavík og Þórodds goða á Hjalla og líkindi eru á að Grindvíkingar kristnist snemma, því stóllinn í Skálholti var byggður á grindvískri skreið er stundir liðu, þó söguritarar þegi um það. En Gnúpsniðjar drógu fisk úr sjó og beittu búsmala á land sitt, en lifðu í nánu samneyti við náttúruöfl og háðu daglega baráttu við öldur úthafs og hreyfikrafta niðri í jörðu. Gosin mótuðu og trúarvitund þeirra. Virtust Grindvíkingar friðsamir og hvergi er í rituðum sögum getið um vopnaskak þar syðra. Virðist flest tíð- indalítið yst á Reykja- nesi eftir landnám. En var það svo? Höfuðsetnir Grindvíkingar fram til 1100? Óöld gekk í Borgar- firði og Húnaþingi og Hellismenn fóru um heiðar og héruð og lágu við í Surts- helli og víðar. Heiðarvíg voru unnin og Borgarvirki var mannað og vopnaglamur glumdi þar efra og skálmöld gekk með ránum og fyrir- sátum á stöðum sem óaldarmenn földu sig á. Fjall er ofan byggðar í Grindavík óárennilegt heim að sækja, líkt kast- ala með toppi í líki turns, þar sem sást til mannaferða milli bæja við sjó í Grindavík og á vegum út á ytri hluta Reykjaness, niður í Njarðvík, Voga og austur um Siglubergsháls. Sömuleiðis til skipaferða á sjó en þótt engar heimildir geti óvina Grindvíkinga á tímanum frá komu Gnúpsniðja fram undir 1200 virðast þeir hafa verið höfuðsetnir af útlög- um er bólstað áttu í toppi gjáarfjalls þess er nefnt var áðan þaðan sem best var útsýni um Reykjanes og á haf út. Hvenær þetta var er óljóst en tíminn vísar til búsetu Hellis- manna í Surtshelli um 1200 og óaldarhópa í endurgerð Heiðar- vígasögu, sem Jón Ólafsson, ritari Árna Magnússonar, skráði eftir minni, eftir brunann í Höfn 1728 en í þeirri gerð Jóns Ólafssonar kemur fyrir nafn Járngerðarstaða, sem sumir telja misminni Jóns sjálfs. Handrit Heiðarvígasögu brann í brunanum 1728 og endurritaði Jón efni sögunnar eftir minni síðar. Tengsl óaldarflokka úr Borgarfirði til Grindavíkur eru því ekki ljós. Fjall án nafns til 1200? En ógn stóð Grindvíkingum af ræningjum í gjáarfjalli ofan byggð- ar og lítt var fjallið árennilegt heim að sækja en toppur þess var stund- um hulinn þoku. Virðast menn í Grindavík hafa búið við ógn þeirra lengi án þess að geta að gert. Þessir atburðir gerast samhliða norrænu landnámi í Grindavík og eftirsókn útlaga í nafnlausu gjáarfjallinu í auð Járngerðinga. Að útlagar leyndust í djúpum gjám fjallsins vissu heima- menn en eginn hafði komist þangað upp. Fjallið var hulið leynd. Gotneskt heiti festist við topp gjáarfjalls Snemma fær efsti hluti gjáarfjalls á sig gotneska orðið „Þiubjö“ sem merkir leynd í gotnesku um leyni- fylgsni þar. Orðið er skylt „Þiubus“, sem merkir þjófur í gotnesku. Er á líður fær orðið „Þiubjö“ á sig sér- kenni nafns sem þróast svo: Þiubjö 1000-1100 Þjobjö 1100-1200 Þorbjörn eftir 1200 Nafnið Þorbjörn er fullmótað eft- ir gosin 1240. Ætla má að útlagatíminn í gjáar- fjalli ljúki í gosunum 1200-1240 enda lítt fýsilegt að leggjast þá út í gjáar- fjall. Hafa á tímabilinu er gos stóð gleymst og slitnað tengsl við upp- haflega gotneska atviksorðið þiubjö, en norræna mannsheitið Þorbjörn orðið fullskapað í alþýðu munni í Grindavík í samræmi við nafnahefð á Þórðarfelli og engi Svarts, sem festist við hlíðar fells, sem úr Vog- um hét Sýlingafell. Nafn sitt fékk Þorbjörn ekki af manni heldur af gjá sem síðar hlaut nafnið Þjófagjá. Fjallið var án nafns framan af en það myndast í munni manna smám saman og herðist að fullu í hamför- unum sem lauk 1240. Þá stígur Þor- björn örugglega fram sem skjöldur byggðarinnar mót gosunum í Eld- vörpum. Þorbjörns er annars seint getið í rituðum heimildum en hann er allur í landi Járngerðarstaða og ekki ágreiningur um það. Fjallið Þorbjörn Eftir Skúla Magnússon » Í greininni fjallar Skúli Magnússon um uppruna örnefnisins Þorbjarnar en svo nefnist fjallið sem stendur norðvestur af Grindavík. Skúli Magnússon Höfundur er með meistarapróf í sagnfræði. NÝ SENDING AF LLOYD SKÓM ARISTO verð: 27.995.- RODDY verð: 29.995.- MILANO verð: 29.995.- SKÓSTÆRÐIR FRÁ: 40.5 — 46 ICQC 2020-2022 Herra borgarstjóri og borgarstjórn Miðborg Reykja- víkur á að vera áhugaverður kostur fyrir þá sem vilja sækja í góða upplifun, verslun eða þjónustu. Mannlíf í miðborginni hefur verið í örum vexti undanfarin ár með tilkomu fleiri hótela og aukins framboðs gisti- rýmis á svæðinu. Þessi þróun ýtir undir nýja hugsun í skipulags- málum borgarinnar og kallar á enn bættari samgöngur fyrir borg- arbúa sem og allan þann fjölda ferðamanna sem leið eiga um mið- borgina. Skipulag við skilgreindar versl- unargötur verður að taka mið af hagsmunum allra hagsmunaaðila, þ.e. rekstraraðila, viðskiptavina og íbúa. Bæði íbúa á svæðinu sjálfu sem og þeirra sem búa lengra frá en vilja sækja miðborgina. Gott aðgengi viðskiptavina er lykilatriði svo verslun megi blómstra og fjölbreytt framboð eykur aðsókn í ákveðin svæði. Sí- breytilegt og séríslenskt veðurfar og þær fáu samgönguleiðir sem bjóðast eru mjög svo frábrugðnar þeim sem við þekkjum frá öðrum þeim miðborgum sem við gjarnan berum okkur saman við. Þetta eru þættir sem mikilvægt er að taka til- lit til þegar framtíðarskipulag að- alverslunargötu miðborgarinnar okkar er unnið. Áform borgarstjórnar um að skerða aðgengi fólks og fækka bíla- stæðum við Laugaveg, Skólavörðu- stíg og Hlemm og gera um leið sömu götur að göngugötum árið um kring munu koma til með að hafa mjög alvarlegar afleiðingar fyrir rekstur verslana á þessu svæði. Áform um að loka Laugaveginum enda á milli eru líka mjög van- hugsuð. Þessi skerðing á aðgengi og fækkun bílastæða hefur í raun neikvæð áhrif á alla hagsmunaaðila á svæðinu, t.a.m. hótelgesti, við- skiptavini verslunar og þjónustu og síðast en ekki síst íbúa á svæðinu. Þessi áform þarf að endurskoða strax áður en frekari skaði er skeður. Undirritaður er ekki á móti öllum götulok- unum og hefur góða reynslu af göngugötum þar sem þær eiga við, m.a. á neðsta parti Laugavegar, Skóla- vörðustígs og í Banka- stræti þegar heim- sóknir ferðamanna ná hámarki yfir sum- artímann. Þá daga iðar miðborgin af mannlífi sem aldrei fyrr og skemmtileg stemning myndast við þennan stutta kafla. Við sem stundum miðborgina þekkjum líka þá staðreynd að þess- ar sömu götur eru ekki iðandi af mannlífi yfir kalda vetrarmán- uðina. Þá er nauðsynlegt að göt- urnar séu opnar fyrir umferð til að ýta undir frekara mannlíf. Þetta eru mikilvægir þættir sem hafa ber í huga þegar við í sameiningu höld- um áfram að skipuleggja og þróa miðborgina okkar í rétta átt. Þess vegna óska ég hér eftir samtali við borgarstjóra með það markmið að koma fram mik- ilvægum sjónarmiðum þeirra sem vilja efla verslun í miðborginni til framtíðar. Undirritaður er framkvæmda- stjóri Icewear/Drífu ehf. sem rekur fimmtán verslanir undir nöfnum Icewear Magasín, Icewear og Ice- mart, átta af þeim staðsettar í mið- borginni og þar af 2.200 fermetra útivistarvöruverslun við Laugaveg 91 sem höfðar til Íslendinga jafnt sem ferðafólks. Virðingarfyllst. Blómleg miðborg Eftir Aðalstein I. Pálsson. Aðalsteinn I. Pálsson » Óska ég hér eftir samtali við borg- arstjóra með það mark- mið að koma fram mik- ilvægum sjónarmiðum þeirra sem vilja efla verslun í miðborginni til framtíðar. Höfundur er framkvæmdastjóri Icewear/Drífu. Ökuskírteini er annað af tveimur viðurkenndum skírteinum sem hver maður þarf að hafa á sér og vísa fram, t.d. í kosningum. Nú stendur til að láta slík skírteini vera í svokall- aðri stafrænni útgáfu, en þar finnst mér hængur á, þar sem við eldri borgarar erum annars vegar, því að það eru langt í frá allir í þeim hópi sem hafa slík tæki. Hér er greinilega ekki hugsað út í það, enda alltaf hugsað fyrst og fremst um unga fólkið sem er flestallt með slíka tækni á sér og kann líka vel á hana. Því liggur næst við að spyrja, hvers ætlast er til, að við eldri borgarar vísum fram, þegar ekki verður hægt að vísa lengur fram þessum góðu gömlu ökuskírteinum í papp- írsformi, sem líklegast verða aflögð? Þó að elstu borgararnir séu hættir að aka bíl og þurfi þess vegna ekki að nota þessi skírteini, þá eru þeir ekki hættir að taka þátt í þjóðfélag- inu og þurfa á þessum viðurkenndu skírteinum að halda, m.a. þegar þeir fara að kjósa og þurfa að sýna þau þar. Dómsmálaráðherrann athugi það og svari þessu. Guðbjörg Snót Jónsdóttir. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12. Ökuskírteini í farsíma? Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar grein- ar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam- skiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.