Morgunblaðið - 27.02.2020, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 27.02.2020, Blaðsíða 60
LISTHLAUP Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Listdansskautarinn Aldís Kara Bergsdóttir braut blað í skautasögu Íslands þegar hún tryggði sér sæti á heimsmeistaramóti unglinga í list- hlaupi sem fram fer í Tallinn í Eist- landi, 2.-8. mars. Aldís Kara er að- eins 16 ára gömul en aldrei áður hefur Íslendingur tryggt sér sæti á heimsmeistaramóti í einstaklings- keppni á skautum. Aldís Kara hefur æft skauta með Skautafélagi Akur- eyrar frá árinu 2008 en hún heldur utan til Tallinn á sunnudaginn kemur. „Ég hef æft skauta síðan 2008 en ég byrjaði ekki að sinna þessu af fullum krafti fyrr en árið 2012. Ég var meira í þessu til þess að leika mér og hafa gaman, fyrst um sinn, en svo urðu þjálfaraskipti hjá SA og nýi þjálfarinn bað mig vinsamlegast um að hætta þessum fíflalátum. Ég fór að taka þessu meira alvarlega eftir þessi ummæli en fyrst um sinn átti ég það til að mæta á röngum tíma á æfingar og ekki í réttu æf- ingafötunum. Ég byrjaði svo að skara fram úr í listhlaupi á árunum 2013, 2014, og það hvatti mig áfram til þess að gera enn þá betur.“ Aldís Kara er búsett á Akureyri og stundar nám í Menntaskólanum á Akureyri en hún hefur æft í Egils- höllinni í Grafarvogi þar sem HM kvenna í 2. deild B í íshokkí fer fram á Akureyri þessa dagana. Gríðarlegt æfingaálag „Undirbúningurinn hefur gengið ágætlega en það er samt sem áður misjafnt eftir dögum. Maður er að- eins byrjaður að finna fyrir þreytu enda búið að vera mikið álag und- anfarna daga en heilt yfir þá hefur undirbúningurinn bara gengið nokk- uð vel fyrir sig. Ég hef bara æft í Egilshöllinni frá því ég kom í bæinn en ég er á náttúrufræðibraut í MA. Þar hef ég fengið góðan stuðning og ég fékk ákveðna undanþágu frá því að þurfa að mæta í skólann á meðan ég undirbý mig fyrir HM. Ég þarf hins vegar að vera dugleg að sinna náminu á milli æfinga til þess að vinna upp tapaðan tíma. Undanfarna daga hef ég æft ein með þjálfar- anum, Dariu Zajcenko, í sirka tvo tíma á dag en undir venjulegum kringumstæðum er ég að æfa alla daga nema fimmtudaga, upp undir sautján klukkustundir á viku.“ Frekar spenna en stress Aldís Kara hefur leik á HM 6. mars þegar hún keppir í stuttu pró- grammi en alls er 51 keppandi frá 41 landi skráður til leiks. Að loknu stutta prógramminu fer fram niður- skurður þar sem 24 efstu keppend- urnir munu halda áfram keppni. „Ég finn fyrir meiri spennu en stressi. Ég hlakka til að fara út og takast á við þetta verkefni og mark- miðið er fyrst og fremst að gera sitt allra besta. Æfingin mín er svo gott sem tilbúin og ég stefni á að gera svipaða hluti og ég hef gert á undan- förnum mótum. Það eru margar góðar stelpur sem munu keppa á mótinu þannig að ég er ekki að ein- beita mér of mikið að því að enda í einhverju sæti. Ég er fyrst og fremst að leggja áherslu á það að mér gangi vel og að mér takist að framkvæma æfinguna á sem bestan hátt. Þegar allt kemur til alls finnst mér eins og ég hafi rifið skautana upp á hærra plan með þessum ár- angri mínum og verðlaunin eru í raun bara að vera á leið á heims- meistaramótið í byrjun mars,“ bætti Aldís Kara við í samtali við Morgun- blaðið. Bað mig að hætta þessum fíflalátum  Aldís hefur rifið listhlaupið á hærra plan og er á leið á HM fyrst Íslendinga Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Best Aldís Kara Bergsdóttir var valin skautakona ársins 2019 og tók við viðurkenningunni í hófinu áður en íþróttamaður ársins var útnefndur. 60 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. FEBRÚAR 2020 Evrópudeild UEFA 32ja liða úrslit, seinni leikur: Braga – Rangers ...................................... 0:1  Rangers áfram, 4:2 samanlagt. Meistaradeild Evrópu Lyon – Juventus (1:0) og Real Madrid – Manchester City (1:0) léku fyrri leiki sína í 16-liða úrslitum í gærkvöld en þeim var ekki lokið þegar blaðið fór í prentun. Sjá mbl.is/sport/fotbolti. Tyrkland B-deild: Akhisarspor –Giresunspor..................... 2:0  Elmar Bjarnason lék allan leikinn með Akhisarspor og skoraði fyrra markið.  EHF-bikar karla 16-liða úrslit, B-riðill: RN Löwen – Cuenca............................ 36:25  Alexander Petersson skoraði 5 mörk fyr- ir Löwen en Ýmir Örn Gíslason var ekki í leikmannahópnum.  RN Löwen 8, Nimes 3, Cuenca 3, Tvis Holstebro 0. Þýskaland Thüringer – Neckarsulmer................ 25:20  Birna Berg Haraldsdóttir skoraði 7 mörk fyrir Neckarsulmer. Danmörk Randers – Esbjerg............................... 23:30  Rut Jónsdóttir skoraði eitt mark fyrir Esbjerg. Frakkland París 92 – Toulon................................. 24:25  Mariam Eradze skoraði eitt mark fyrir Toulon. Brest Bretagne – Bourg-de-Péage ... 29:20  Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir skor- aði 5 mörk fyrir Bourg-de-Péage. Noregur Elverum – Bækkelaget....................... 38:27  Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði 2 mörk fyrir Elverum. Tertnes – Oppsal ................................. 30:23  Thea Imani Sturludóttir skoraði 3 mörk fyrir Oppsal. Svíþjóð Alingsås – Skövde ............................... 19:26  Aron Dagur Pálsson skoraði ekki fyrir Alingsås. Meistaradeild Evrópu Flensburg – Celje Lasko ..................... 29:26  Staðan í A-riðli: Barcelona 24, París SG 20, Pick Szeged 20, Flensburg 15, Aalborg 13, Celje 6, Zagreb 5, Elverum 3.   Dominos-deild kvenna Grindavík – Skallagrímur.................... 66:76 Snæfell – Valur ..................................... 74:99 KR – Breiðablik.................................... 98:68 Keflavík – Haukar ................................ 79:74 Staðan: Valur 23 21 2 1995:1500 42 KR 23 17 6 1761:1501 34 Keflavík 22 14 8 1615:1556 28 Skallagrímur 22 13 9 1490:1510 26 Haukar 22 13 9 1597:1521 26 Snæfell 22 7 15 1485:1717 14 Breiðablik 23 3 20 1493:1831 6 Grindavík 23 2 21 1469:1769 4 Danmörk Horsens – Aarhus ................................ 95:57  Finnur Freyr Stefánsson þjálfar Hors- ens sem er í þriðja sæti deildarinnar. NBA-deildin Indiana – Charlotte ............................ 119:80 Toronto – Milwaukee ......................... 97:108 Chicago – Oklahoma City ................ 122:124 Denver – Detroit ................................ 115:98 Portland – Boston............................. 106:118 LA Lakers – New Orleans............... 118:109 Golden State – Sacramento ............... 94:112 Efstu lið í Austurdeild: Milwaukee 50/8, Toronto 42/16, Boston 40/ 17, Miami 36:21, Philadelphia 36/22, In- diana 34/24, Brooklyn 26/30, Orlando 25/32, Washington 20/36, Chicago 20/39. Efstu lið í Vesturdeild: LA Lakers 44/12, Denver 40/18, LA Clippers 38/19, Houston 37/20, Utah 36/21, Oklahoma City 36/22, Dallas 25/23, Memp- his 28/29, Portland 26/33, New Orleans 25/ 33, San Antonio 24/32, Sacramento 24/33.   KÖRFUKNATTLEIKUKR 1. deild karla: Smárinn: Breiðablik – Sindri .............. 19.15 Vallaskóli: Selfoss – Skallagrímur ...... 19.15 HANDKNATTLEIKUR 1. deild karla, Grill 66-deildin: Kaplakriki: FH U – Þróttur ................ 20.15 Í KVÖLD! Keflavík lagði Hauka að velli, 79:74, í lykilleik í baráttunni um þriðja og fjórða sætið. Daniella Morillo skoraði 30 stig fyrir Kefla- vík og tók 18 fráköst. Randi Brown skoraði 29 stig fyrir Hauka. Skallagrímur fékk fyrstu stig sín eftir bikarmeistaratitilinn með naumum útisigri á Grindvíkingum, 76:66, þar sem Grindavík var yfir skömmu fyrir leikslok. Keira Rob- inson skoraði 21 stig fyrir Skalla- grím en Jordan Reynolds skoraði 19 stig fyrir Grindvíkinga. Valskonur eru tveimur stigum frá deildarmeistaratitlinum í Dominos- deild kvenna í körfuknattleik eftir öruggan sigur á Snæfelli í Stykkis- hólmi, 99:74, í gærkvöld. Kiana Johnson skoraði 28 stig fyrir Val og Dagbjört Dögg Karlsdóttir 20. KR var ekki í vandræðum með Breiðablik í Vesturbænum og sigr- aði 98:68. Sanja Orozovic var í aðal- hlutverki hjá KR en hún skoraði 28 stig og tók 12 fráköst. Danni Willi- ams gerði hvorki fleiri né færri en 50 af 68 stigum Breiðabliks. Valur þarf tvö stig enn og Keflavík vann lykilleikinn Morgunblaðið/Árni Sæberg Öflug Sanja Orozovic skoraði 26 stig fyrir KR gegn Breiðabliki. heims, en hann var þjálfari Dorma- gen 1999 til 2001 og Rhein-Neckar Löwen á árunum 2010 til 2014. Melsungen er í 7. sæti deildar- innar, tveimur stigum á eftir Löwen sem er í sjötta sæti, og er komið í undanúrslit bikarkeppninnar en fé- lagið sagði Heiko Grimm upp störf- um í fyrradag og leitaði strax til Guðmundar. Melsungen mætir Bergischer á heimavelli í kvöld en fyrsti leikur liðsins undir stjórn Guðmundar er gegn Bjerringbro/Silkeborg frá Danmörku í riðlakeppni 16-liða úr- slita EHF-bikarsins á laugardags- kvöldið. Þar stendur þýska liðið höll- um fæti í sínum riðli eftir að hafa tapað útileikjum gegn Benfica í Portúgal og gegn danska liðiðnu á útivelli en unnið Gwardia Opole frá Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari karla í handknatt- leik, verður þjálfari þýska 1. deildar- liðsins Melsungen út þetta keppnis- tímabil. Melsungen skýrði frá þessu í gær en Guðmundur verður form- lega kynntur til leiks á fréttamanna- fundi á morgun. Í tilkynningu frá HSÍ segir að Guðmundur hafi verið í samráði við HSÍ frá byrjun og ráðningin muni ekki hafa nein áhrif á störf hans sem landsliðsþjálfari. Íslenska landsliðið undir stjórn Guðmundar leikur í um- spili um sæti á HM 2021 í júní- mánuði. Melsungen verður þriðja liðið sem Guðmundur stýrir í sterkustu deild Póllandi á heimavelli í fyrri umferð- inni. Lið Melsungen er frá sam- nefndum litlum bæ í miðju Þýska- landi og náði besta árangri sínum í fyrra þegar það endaði í 5. sæti deildarinnar. Það leikur í fyrsta skipti í Evrópukeppni í vetur. Heimavöllur liðsins er í nágranna- borginni Kassel og rúmar 4.300 áhorfendur. Í viðtali við mbl.is í gær sagði Guðmundur m.a. að um mjög ögr- andi verkefni væri að ræða en hann hefði ekkert velt því fyrir sér hvort hann héldi áfram með Melsungen að þessu tímabili loknu. „Við byrjum á þessu, það er ekkert verið að ræða lengra,“ sagði Guðmundur en við- talið í heild er á mbl.is/sport/ handbolti. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Þýskaland Guðmundur Guðmunds- son er á leið til Melsungen. Kominn aftur í bestu deildina  Guðmundur stýrir Melsungen út þetta tímabil  Engin áhrif á landsliðið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.