Morgunblaðið - 27.02.2020, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 27.02.2020, Blaðsíða 1
F I M M T U D A G U R 2 7. F E B R Ú A R 2 0 2 0 Stofnað 1913  50. tölublað  108. árgangur  VILL BREYTA HUGARFARI FÓLKS SKJALDBORG HLAUT EYRARRÓSINA SÖNG FYRIR ÍSLENDINGA Í 65 ÁR AFHENDING Á BESSASTÖÐUM 62 RAGGI BJARNA 2 & 68ELEONORE LALOUX 36 Helgi Bjarnason Sigurður Bogi Sævarsson „Sú hætta að kórónuveiran berist til Íslands er raunveruleg en framvindan ræðst fyrst og fremst af því hvernig öðrum þjóðum gengur með varnir og að einangra sig gagnvart veirunni,“ segir Ás- mundur Jónasson, fagstjóri lækninga hjá Heilsu- gæslunni í Garðabæ. Á heilsugæslustöðinni eins og öðrum á höfuðborgarsvæðinu hefur verið kom- ið upp margvíslegum viðbúnaði gagnvart kórónu- veirunni. Tiltækir eru sloppar, hanskar, grímur og gler- augu sem læknar og hjúkrunarfólk setja upp þeg- ar þarf að sinna fólki sem huganlega er með veir- una. Jafnframt er búnaður til sýnatöku á heilsu- gæslustöðvunum. Tíu Íslendingar í sóttkví á Tenerife Nú hafa 38 sýni verið rannsökuð af sýkla- og veirufræðideild Landspítalans og öll reynst nei- kvæð. Ekki er heldur vitað til þess að Íslendingar hafi veikst erlendis. Tíu Íslendingar eru nú í sóttkví á hóteli á Tenerife. „Það mæðir mikið á okkur í þessu starfi. Mikið er að gera í símaráðgjöf sem veitt er í síma 1700 og á heilsugæslustöðvunum. Fólki er líka beint inn á stöðvarnar,“ segir Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóra lækninga hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu. Sigríður Dóra segir að sýnin séu bæði tekin í heimsóknum til veiks fólks og á heilsugæslustöðv- unum. Starfsfólkið fer þá í hlífðargalla sem til eru á öllum heilsugæslustöðvum og setur upp grímur. Sigríður segir að reynt sé að hafa aðeins einn í þessu hlutverki í hvert skipti, ekki aðeins til að spara gallana, sem eru einnota, heldur ekki síður til að draga úr hættu á að fleiri smitist. Starfsfólkið þarf að fara úr göllunum á ákveðinn hátt til þess að verjast smiti. „Fólk er mjög samstíga um að gera þetta vel og fara eftir leiðbeiningum.“ Varað við Suður-Kóreu og Íran Áhættan er nú metin daglega. Sóttvarnalæknir ræður nú fólki frá því að ferðast að nauðsynjalausu til Suður-Kóreu og Írans. Eru þessi tvö ríki nú á svæði sem skilgreint er sem áhættusvæði vegna kórónuveirunnar ásamt Kína og fjórum héruðum í norðurhluta Ítalíu. Þá mælist sóttvarnalæknir til þess að þeir sem hafa verið á þessum svæðum fari í fjórtán daga sóttkví og hafi samband við Lækna- vaktina eða heilsugæslustöð. Fyrsta tilfelli kór- ónuveirunnar hefur greinst í Noregi. Tvö tilfelli hafa greinst í Svíþjóð og í Finnlandi. Hættan er raunveruleg  Mikið mæðir á starfsfólki heilsugæslustöðva vegna útbreiðslu kórónuveirunnar  Fer í galla til að taka sýni vegna hugsanlegs smits  Smit hefur greinst í Noregi Morgunblaðið/Eggert Til í slaginn Starfsmaður heilsugæslustöðvarinnar í Garðabæ kominn í galla sem notaður er þegar taka þarf sýni úr fólki sem hugsanlega er smitað. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Alvara Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir blaðamönnum frá útbreiðslu kórónuveirunnar. MHættumat endurskoðað daglega »2 og 34 Fjallgöngumaðurinn John Snorri Sigurjónsson, og félagi hans, Tomaz Rotar, telja að hugur leiðsögu- manna, Sherpanna svonefndu, hafi ekki fylgt máli í leiðangrinum á K2 í Pakistan, eitt hættulegasta fjall heims. Þeir hugðust vera komnir á toppinn um þetta leyti, fyrstir manna að vetrarlagi, en urðu frá að hverfa í fyrstu búðum í fjallinu. Þeir telja skýringar leiðsögu- manna, á að hafa snúið við, ekki trú- verðugar. Í ljós hafi komið að dvalarleyfi Sherpanna í Pakistan hafi verið of stutt, matarbirgðir ekki verið nægar og meiðsli eins Sherp- ans hafi verið grunsamleg. Rætt er við John Snorra á mbl.is í dag og einnig birt grein í blaðinu eft- ir Tomaz Rotar. »22 og 41 Félagar John Snorri og Tomaz Rotar urðu að snúa við á K2. Ekki víst að hugur hafi fylgt máli  John Snorri ræðir leiðangurinn á K2  Meirihluti landsmanna er fylgjandi því að ríkið greiði lista- mönnum starfs- laun og hefur stuðningur við launin farið úr 39% í 58% á undanförnum áratug. Það er niðurstaða könn- unar sem MMR gerði fyrir Launasjóð listamanna. Sterk fylgni er milli menntunar og jákvæðrar afstöðu til listamanna- launa. 44% svarenda með grunn- skólapróf eru fylgjandi laununum, 54% þeirra sem lokið hafa fram- haldsskólanámi og 73% þeirra sem lokið hafa háskólanámi. Lágt hlut- fall stjórnenda, 42%, styður þó launin. »64 Aukinn stuðningur við listamannalaun Listamannalaun stuðla að atvinnu- mennsku í listum. Nautalundir Danish Crown 2.999KR/KG ÁÐUR: 4.999 KR/KG EITTHVAÐ FYRIR ALLA Í NÆSTU VERSLUN NETTÓ! Lægra verð - léttari innkaup Tilboðin gilda 27. febrúar - 1. mars -46% -40% -30% Grísabógur 499KR/KG ÁÐUR: 924 KR/KG BERJADAGAR Úrval af berjum á afslætti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.