Morgunblaðið - 07.03.2020, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 07.03.2020, Qupperneq 22
22 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. MARS 2020 Kleppsmýrarvegur 8 | 104 Reykjavík | 581 4000 | solarehf.is | solarehf@solarehf.is Fáðu tilboð í Ræstingar- þjónustu án allra skuldbindinga Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum MESTA úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum BAKSVIÐ Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Kórónufaraldurinn er farinn að hafa áhrif á íslenska veislu- og veitinga- geirann. Daglega berast fréttir af árshátíðum eða öðrum samkomum sem hætt hefur verið við. Guðríður María Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri veitingaþjónust- unnar Múlakaffis, sem er eitt at- kvæðamesta fyrirtækið hér á landi í veisluþjón- ustu, segir í sam- tali við Morgun- blaðið að ástandið sé farið að hafa áhrif á rekstur fé- lagsins. Hún segir að þó nokkrir stórir erlendir hópar hafi til dæmis hætt við komu hingað til lands. „Þetta eru hópar sem höfðu bókað sig á ráðstefnur eða í stórar veislur. Þetta eru kannski allt upp í þúsund manna kvöldverðir sem við áttum að sjá um,“ segir Guðríður. Aðspurð segir hún að tekjutap Múlakaffis verði mikið fyrir hverja slíka stórveislu sem hætt er við. Hún segir að ekki þýði annað en að bregðast við ástandinu af æðruleysi. „Við áttum t.d. að sjá um veitingar fyrir stóran hluta af þeim fyrir- tækjum sem hafa verið að hætta við árshátíðir sínar, eða slá þeim á frest. Einn af stærstu mánuðum ársins er að færast í flokk þeirra minnstu.“ Hún segist vera bjartsýn á að ein- ungis sé um tímabundið ástand að ræða, enda ætli margir að halda árshátíðir í maí eða í haust í staðinn. „Við höldum ró okkar enn sem komið er, en við finnum klárlega fyrir þessu eins og aðrir á markaðnum.“ Rólegra í kjötinu Kjötsmiðjan og Kjarnafæði eru stórir kjötbirgjar á markaðnum. Bryndís Sigurðardóttir hjá Kjöt- smiðjunni segir að fyrirtækið þjón- usti veitingastaði, hótel og veislu- þjónustur, en segist enn ekki hafa fundið fyrir miklum áhrifum af veir- unni í afpöntunum og slíku. Hún hafi meiri áhyggjur af því ef starfs- menn smitist, en öðru. Gunnlaugur Eiðsson, fram- kvæmdastjóri Kjarnafæðis, segir að rólegra sé hjá fyrirtækinu en alla jafna, og verkföll í leikskólum hafi einnig áhrif. „Við erum einn stærsti birgir leikskólanna í Reykjavík. Það er alveg ljóst að það verður sam- dráttur hjá okkur á þessu ári í rekstrinum.“ Gunnlaugur segir að ef ferðir fólks til útlanda dragist saman vegi það upp á móti minni viðskiptum vegna færri ferðamanna og annars. „Það er ljóst að maður er að fara með minni væntingar inn í árið.“ Magnús R. Magnússon, fram- kvæmdastjóri heildsölunnar Garra, segir í samtali við Morgunblaðið að Garri hafi enn ekki merkt samdrátt en viðbúið sé að það breytist. „Við tökum einn dag fyrir í einu.“ Hann segir að allt sé undir og taka verði ástandið mjög alvarlega. Garri selur vörur sínar til veisluþjónustu- fyrirtækja, veislusala og veitinga- húsa m.a. Öll aðfangakeðjan muni verða fyrir áhrifum. „Við erum með stóran hluta af þeim aðföngum í mat sem verið er að bjóða þarna.“ Magnús nefnir einnig verkföllin á leikskólum, fækkun ferðamanna og samdrátt í ferðalögum Íslendinga til útlanda. Allir þessi kraftar spili sam- an. „Ég get ekki neitað því að ég hef áhyggjur af afkomu fyrirtækja í greininni. Vonandi gengur þetta fljótt yfir.“ Hann segist bera mikið traust til fagaðila sem stjórni viðbrögðum við veirunni. Færri sækja WorldClass Björn Leifsson, framkvæmda- stjóri og einn eigenda heilsuræktar- innar World Class, segir að mæting hafi minnkað í þessari viku. „Mæt- ingin hefur minnkað um fimm pró- sent nú í vikunni miðað við síðustu tvær vikur. Aðsókn hefur mest dreg- ist saman á morgnana, en þá er meira um að eldra fólk mæti. Þetta virðist því hafa mest áhrif á þann hóp.“ Veiruáhrif á veislugeira Árshátíð Vonir standa til að þeir sem hafa hætt við árshátíðir sínar haldi þær í staðinn í maí eða í haust.  Minni væntingar inn í árið  Einn stærsti mánuðurinn að verða meðal þeirra minnstu  Aðsókn að World Class dróst saman í vikunni, einkum á morgnana Guðríður María Jóhannesdóttir 7. mars 2020 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 127.06 127.66 127.36 Sterlingspund 164.15 164.95 164.55 Kanadadalur 94.7 95.26 94.98 Dönsk króna 18.974 19.086 19.03 Norsk króna 13.691 13.771 13.731 Sænsk króna 13.405 13.483 13.444 Svissn. franki 133.2 133.94 133.57 Japanskt jen 1.1874 1.1944 1.1909 SDR 175.66 176.7 176.18 Evra 141.8 142.6 142.2 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 170.4572 Hrávöruverð Gull 1647.45 ($/únsa) Ál 1722.5 ($/tonn) LME Hráolía 51.66 ($/fatið) Brent Eignir íslensku lífeyrissjóðanna stóðu í ríflega 5.000 milljörðum í lok janúarmánaðar og jukust um 41,7 milljarða króna í fyrsta mánuði árs- ins. Af eignum sjóðanna í lok janúar voru ríflega 30% þeirra utan land- steinanna eða 1.509 milljarðar og hefur hlutfallið hækkað um tæp 3 prósentustig síðasta árið. Innlendar eignir námu 3.497 milljörðum króna. Hafa eignir sjóðanna aukist um 616,5 milljarða króna á síðustu tólf mánuðum. Stöðugleiki í útlánunum Í janúar námu ný sjóðfélagalán sjóðanna 11,6 milljörðum króna og er það 2,5 milljörðum meira en í sama mánuði í fyrra. Sjóðirnir hafa aldrei lánað jafn mikið í einum mánuði og í október síðastliðnum. Þá náðu ný sjóð- félagalán tæpum 14 milljörðum króna. Verðtryggð útlán voru tæpir 7 milljarðar og óverðtryggð námu 4,7 milljörðum. Meðalfjárhæð lána var 12,3 milljónir og er það á svipuðum slóðum og verið hefur. Í fyrra var meðalfjárhæð lána tæpar 11,6 millj- ónir króna. Eignirnar jukust um 41,7 ma.  Lífeyrissjóðir lána 11,6 milljarða króna ● Hlutabréf Origo hækkuðu um 0,86% í við- skiptum gærdags- ins. Var það eina félagið sem ekki lækkaði í lok vik- unnar. Talsverð lækkun varð hjá mörgum félögum. Mest varð hún hjá Sýn eða 6,57%. Þá lækkuðu bréf Kviku banka um 6,15%. Marel lækkaði um 5,75% og Skeljungur um 5,25%. Bréf Icelandair Group lækkuðu um 4,5% og hafa ekki verið lægri síðan á árinu 2012. Markaðsvirði félagsins er nú 28,8 milljarðar króna, eða vel innan við helmingur af bókfærðu eigin fé fé- lagsins. Félagið hefur, líkt og flest önnur flugfélög heimsins, tekið á sig þung högg í kjölfar þess að kórónuveiran tók að breiðast um heiminn. Sjóvá lækkaði um 4,27% og Reitir um 4,25%. Eimskipafélagið lækkaði um 3,85% og Arion banki um 3,69%. Þá lækkuðu bréf TM um 3,61% og Ice- landic Seafood um 3,56%. Eik lækkaði um 3,44% og Festi um 3,28%. Bréf Regins lækkuðu um 2,6%, VÍS um 2,59% og Símans um 2,49%. Þá lækkuðu bréf Haga um 1,89% og Brims um 1,55%. Heimavelli lækkuðu um 1,46%. Talsverðar lækkanir hjá nær öllum í Kauphöll STUTT

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.