Morgunblaðið - 07.03.2020, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 07.03.2020, Qupperneq 40
40 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. MARS 2020 Ómótstæðilegt umhverfi og frábær börn Við leitum að leikskólastjóra og leikskólakennara við Reykhólaskóla í Reykhólahreppi Á Reykhólum er hægt að lifa af launum sínum! Flutningsstyrkur og liprar leiðir í húsnæðismálum. Reykhólahreppur auglýsir stöður leikskólastjóra og leikskóla- kennara við Reykhólaskóla lausa til umsóknar. Skólinn er sam- rekinn leik-, grunn- og tónlistarskóli undir einu þaki. Í skólanum eru um 60 nemendur á leik- og grunnskólastigi. Reykhólar er sveitarfélag með um 270 íbúa og þar af býr um helmingur þeirra í þéttbýlinu á Reykhólum. Á Reykhólum er að finna margvíslega þjónustu. Starfsfólk sveitarfélagsins aðstoðar við að finna húsnæði og í boði er flutningsstyrkur. Leikskólakennari Staða leikskólakennara í 100% starfshlutfalli, best er að við- komandi geti hafið störf sem fyrst. Starfssvið: Starfar samkvæmt lögum og reglugerð um leikskóla, öðrum lögum er við eiga, aðalnámskrá leikskóla og skólastefnu sveitarfélagsins. Nánar um starfssvið leikskólakennara má lesa hér. Menntunar og hæfniskröfur: • Kennaramenntun, leyfisbréf og hæfni til kennslu í leikskóla • Góð íslenskukunnátta • Áhugi, reynsla og hæfni í starfi með börnum • Jákvæðni, frumkvæði og góður samstarfsvilji • Lipurð og hæfni í mannlegum samskiptum • Frumkvæði, sjálfstæði og sveigjanleiki í vinnubrögðum • Reglusemi og samviskusemi • Hefur hreint sakarvottorð Launakjör eru samkvæmt samningum Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands. Umsóknum skal fylgja greinargott yfirlit um nám og störf (feril- skrá), leyfisbréf til kennslu, kynningarbréf og meðmæli. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Við hvetjum bæði konur og karla til að sækja um starfið. Upplýsingar um starfið veitir Anna Björg Ingadóttir skólastjóri í síma 434-7731 eða í gegnum netfangið skolastjori@reykholar.is Umsóknarfrestur er til og með 20. mars 2020. Umsóknum skal skilað til skólastjóra á netfangið skolastjori@reykholar.is Leikskólastjóri Staða leikskólastjóra í 100% starfshlutfalli, frá og með 1. júní 2020 eða eftir samkomulagi. Starfssvið: Leikskólastjóri starfar samkvæmt gildandi lögum og reglugerð um leikskóla, öðrum lögum er við eiga, aðalnámskrá leikskóla og skólastefnu Reykhólahrepps. Nánar um starfssvið leikskólastjóra má lesa hér. Menntunar- og hæfniskröfur: • Kennaramenntun, leyfisbréf og hæfni til kennslu í leikskóla • Framhaldsmenntun á sviði stjórnunar er kostur • Góð íslenskukunnátta • Áhugi, reynsla og hæfni í starfi með börnum • Jákvæðni, frumkvæði og góður samstarfsvilji • Lipurð og hæfni í mannlegum samskiptum • Frumkvæði, sjálfstæði og sveigjanleiki í vinnubrögðum • Reglusemi og samviskusemi • Hefur hreint sakarvottorð Leikskólastjóri á leikskóladeildinni Hólabæ starfar í nánu samstarfi við skólastjóra grunnskóla- stigs. Þeir mynda skólastjórn Reykhólaskóla/Hólabæjar sem er ein og sama stofnunin. Þeim ber því að vinna saman að öllum þeim verkefnum og málum þar sem samstarf þeirra getur leitt til faglegra og árangursríkara skólastarfs þar sem hagsmunir nemenda/barna eru ávallt hafðir í fyrirrúmi. Launakjör eru samkvæmt samningum Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands. Umsóknum skal fylgja greinargott yfirlit um nám og störf (ferilskrá), leyfisbréf til kennslu, kynn- ingarbréf og meðmæli. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Við hvetjum bæði konur og karla til að sækja um starfið. Upplýsingar um starfið veitir Tryggvi Harðarson, sveitarstjóri Reykhólahrepps, í síma 430-3200 eða í gegnum netfangið sveitarstjori@reykholar.is Umsóknarfrestur er til og með 20. mars 2020. Umsóknum skal skilað til sveitarstjóra Reykhólahrepps á netfangið sveitarstjori@reykholar.is Söngkennari Tónlistarskóli Kópavogs auglýsir stöðu söngkennara frá og með skólaárinu 2020-21. Við leitum að einstaklingi/einstaklingum með söngmenntun á háskólastigi og reynslu af flutningi og kennslu í klassískum söng. Áhugasamir sendi umsókn ásamt ferilskrá á netfangið tonlistarskoli@tonlistarskoli.is eða skili á skrifstofu skólans fyrir 20. mars. Nánari upplýsingar gefur skólastjóri í síma 570-0410. __________________________________________ Tónlistarskóli Kópavogs er vel búinn mannafla og býr við fyrirtaks aðstöðu. Í skólanum er boðið upp á nám í hljóðfæraleik, söng, tölvutónlist og tónfræðagreinum í samræmi við aðalnámskrá tónlistarskóla. Í söngdeildinni hefur á liðnum árum verið lögð rækt við að þjálfa nemendur í að taka reglulega þátt í uppsetningum á óperusýningum. SECURITY GUARDS SHIFT SUPERVISOR Sendiráð Bandaríkjanna auglýsir stöðu Security Guards Shift Supervisor lausa til umsóknar. Umsóknarfrestur er til og með 13. mars 2020. Frekari upplýsingar er að finna á heimasíðu sendiráðsins: https://is.usembassy.gov/embassy/jobs/ Umsóknir skulu sendar í gegnum Electronic Recruitment Application (ERA) The U.S. Embassy in Reykjavik is seeking an individual for the position of Security Guards Shift Supervisor. The closing date for this postion is March 13, 2020. Application instructions and further infor- mation can be found on the Embassy’s home page: https://is.usembassy.gov/embassy/jobs/ Applications must be submitted through Electronic Recruitment Application (ERA) Tæknifræðingur Kælismiðjan Frost ehf. óskar eftir að ráða tæknifræðing til starfa • Æskilegt er að viðkomandi sé véltæknifræðingur af orkusviði. • Hafi góða færni í notkun Autodesk Inventor og Autocad. • Hafi góða færni í mannlegum samskiptum. • Hafi góða færni í ensku. • Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Kælismiðjan Frost ehf. er með höfuðstöðvar á Akureyri og starfsstöð í Garðabæ, hjá fyrirtækinu starfa u.þ.b. 60 starfsmenn. Frost fæst aðallega við hönnun og uppsetningu á frysti- og kælikerfum til iðnaðarnota, bæði land- og skipakerfa, auk þess að sinna viðhaldi slíkra kerfa. Íslensk og erlend sjávarútvegsfyrirtæki eru mikil- vægustu viðskiptavinir Frosts. Undanfarin ár hefur yfir helmingur af veltu fyrirtækis- ins verið vegna verkefna erlendis. Áhugasamir vinsamlega sendið ferilskrá og aðrar upplýsingar á gunnar@frost.is Viðgerðarmaður óskast á bifreiðaverkstæði í Keflavík. Reynsla af húsbílaviðgerðum æskileg Áhugasamir hringi í síma 771 3040

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.