Morgunblaðið - 16.04.2020, Síða 24
24 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. APRÍL 2020
Við framleiðum lausnir
Sími 577 6700 / islandshus@islandshus.is / www.islandshus.is
DVERGARNIR
Þungar og öflugar undirstöður
DVERGARNIR R
HNERRIR
DURGURJÖTUNN
DRAUPNIR
ÞJARKUR
Þessir dvergar henta vel sem
undirstöður þar sem þung og
öflug festing er aðalatriði.
fyrir mér, að það hefðu komið fram
alvarlegar ásakanir á hendur mér frá
samstarfskonu og það væri „Me too“-
mál. Mér var gefinn kostur á starfs-
lokasamningi og málið yrði þá látið
niður falla og ekki rætt frekar en að
öðrum kosti fengi ég formlega
áminningu og mér sagt upp störfum í
kjölfarið. Þetta var vondur fundur og
ásökunin kom mér í opna skjöldu,“
segir Pétur Þór.
„Me too“-byltingin svokallaða var
þá í hámarki og Pétri fannst hann
varnarlaus. „Þetta hafði skelfileg
áhrif á mig, konu mína og börn. Sem
betur fer gekk ég strax í það að boða
fjölskyldufund til að segja fólkinu
mínu frá þessum ásökunum og fá
mér lögmann til að ráðfæra mig við.
Það kom í ljós þegar lögmaður minn
fékk, eftir mikla eftirgangsmuni,
bréfið sem samstarfskona mín hafði
skrifað stjórninni að þar kom ekkert
fram um kynferðislega áreitni.
Raunar reyndu stjórnarmennirnir
að þræta fyrir það síðar að hafa
komið fram með þessa ásökun en
frásögn mín var staðfest í vitna-
leiðslum í dómsal eftir að ég höfðaði
málið, bæði af trúnaðarmanninum
sem var með mér á fundinum og af
öðrum sem fengið hafði þessa skýr-
ingu á brottrekstri mínum,“ segir
Pétur.
Hann hefur engar skýringar á því
að þessar ásakanir komu fram aðrar
en þær að þarna hafi fundist auðveld
leið til að koma honum frá. Í hans
huga styður það kenninguna sem
staðfest hafi verið við vitnaleiðslur að
fyrrverandi formaður Eyþings, Guð-
mundur Baldvin Guðmundsson, hafi
beðið samstarfskonuna um að skrifa
stjórninni bréf um samstarfsörðug-
leika við Pétur þannig að stjórnin
hefði eitthvað í höndunum til að
koma honum frá. Pétur segist hafa
átt náið og að því hann taldi gott
samstarf við Guðmund á meðan þeir
störfuðu saman. Tekur hann fram að
komið hafi upp ágreiningur á milli
sín og samstarfskonunnar. Hann hafi
talið sig hafa leyst þau mál fyrr um
sumarið og meðal annars beðið hana
afsökunar á framkomu sinni. Hún
hafi lýst sig mjög sátta með þá niður-
stöðu og samstarfið verið með ágæt-
um eftir það. Þess vegna hafi verið
sérkennilegt að fá þetta framan í sig.
Kostaði á fjórða tug milljóna
Athygli vekur hversu mikið lá á að
koma Pétri frá. Eðlileg starfslok
voru að nálgast hjá honum. Hann tók
þátt í undirbúningi að sameiningu
Eyþings og tveggja atvinnu-
þróunarfélaga í ein samtök. Var
nokkuð ljóst að þá yrði fram-
kvæmdastjórum sagt upp og sjálfur
segist Pétur Þór hafa reiknað með að
hverfa úr starfi framkvæmdastjóra á
þeim tímamótum. Sameiningin kom
síðan til framkvæmda um síðustu
áramót þegar stofnuð voru Samtök
sveitarfélaga og atvinnuþróunar á
Norðurlandi eystra (SSNE).
Málið varð Eyþingi og sveitar-
félögunum sem að því standa dýrt.
Dómsáttin sem gerð var 27. janúar
sl. kostaði 14,8 milljónir og hefur
Pétur áætlað að kostnaðurinn hafi í
heildina orðið á fjórða tug milljóna
þegar við bæturnar samkvæmt dóm-
sáttinni er bætt kostnaði á þeim tíma
sem honum var meinað að mæta til
vinnu og áætluðum kostnaði lög-
manns Eyþings.
Þegar dómsáttin hafði verið gerð
sendi stjórn Eyþings sveitarfélög-
unum bréf með ósk um viðbótar-
framlag til að standa straum af sátt-
inni. Í bréfinu, sem Morgunblaðið
hefur undir höndum, kemur fram að
rétt sé að fara með gögnin sem trún-
aðarmál og bóka um afgreiðslu er-
indisins í trúnaðarmálabók. Sveit-
arfélögin fóru flest eftir þessu en
sum brugðust við með öðrum hætti.
Til dæmis var trúnaðinum mótmælt
af sveitarstjórn Svalbarðsstrand-
arhrepps og þá kom fram í fund-
argerð bæjarráðs Akureyrar að
þetta væri mál fyrrverandi fram-
kvæmdastjóra Eyþings en aðeins
vegna þess að fulltrúi minnihlutans
lét það koma fram í bókun þar sem
hann vakti athygli á málinu. For-
menn Eyþings komu úr röðum
meirihlutans á Akureyri. Meginhluti
kostnaðarins lendir einmitt á skatt-
greiðendum þar, rúmar níu milljónir
króna, vegna þess að flestir íbúarnir
eru þar. Þá hafa fulltrúar minnihlut-
ans í sveitarstjórn Eyjafjarð-
arsveitar skorað á formann og stjórn
Eyþings að axla ábyrgð á mistökum
sínum með viðeigandi hætti, eins og
það er orðað.
Kórónar undarlega stjórnsýslu
Í svörum við fyrirspurnum og at-
hugasemdum sem Einar Brynjólfs-
son, útsvarsgreiðandi á Akureyri,
hefur sett fram í greinum í Vikudegi
hefur komið fram að stjórnendur
bæjarins og Eyþings telji sig ekki
hafa heimild til að tjá sig nema að
litlu leyti opinberlega um málið, þar
sem það sé starfsmannamál. Um
ástæður uppsagnarinnar er það eitt
sagt að trúnaðarbrestur hafi orðið
milli framkvæmdastjóra og stjórnar
og ekki náðst samkomulag um
starfslok. Því hafi verið nauðsynlegt
að segja framkvæmdastjóranum
upp störfum. Síðast kom þessi synj-
un um upplýsingar fram í yfirlýs-
ingu stjórnar SSNE og fyrrverandi
fulltrúa í stjórn Eyþings sem birtist
í rafrænni útgáfu Vikudags 2. apríl.
Pétur Þór vekur í þessu sambandi
athygli á að þinghaldið í dómsmáli
hans hafi verið opið. Það sem þar
hafi komið fram geti því ekki verið
trúnaðarmál. „Ég hlýt að vera sá
starfsmaður sem rætt er um. Ég
heyrði að það væri vitnað til mín, að
ég hefði óskað eftir trúnaði og að
málið færi ekki í fjölmiðla. Það hef
ég aldrei gert enda ekki á mínu færi
að stöðva upplýsingar úr opnu þing-
haldi. Að senda beiðni um auka-
fjárveitingar með þeim skilaboðum
að trúnaður skuli ríkja um tilefni
þeirra er ekki í takt við opna stjórn-
sýslu sem allir tala um að viðhafa,
hvað þá vandaða stjórnsýslu. Mér
finnst yfirlýsing stjórnarmanna
SSNE og Eyþings kóróna þessa
undarlegu stjórnsýslu. Ég trúi því
ekki að fólkið hafi hugsað málið til
enda. Þessi afstaða þess gengur
þvert gegn upplýsingalögum og rétti
fólks til upplýsinga úr stjórnsýsl-
unni.“
Kennsluefni um málsmeðferð
Pétur Þór segir að málinu hefði
átt að ljúka gagnvart sér með dóm-
sáttinni. Hún kom þannig til að eftir
vitnaleiðslur mat dómarinn stöðuna
þannig að hann ráðlagði lögmönnum
að ræða saman um möguleika á
dómsátt. Pétur Þór metur niður-
stöðuna þannig að með henni hafi
falist viðurkenning á rétti hans til
skaðabóta og miskabóta auk máls-
kostnaðar vegna þess að ekki hafi
verið staðið að uppsögn hans með
lögmætum hætti.
„Ég hélt að stjórnin myndi kynna
þetta fyrir sveitarstjórnunum á eðli-
legan hátt, segja að henni hefðu orð-
ið á mistök við málsmeðferð sem hún
harmaði og bæðist velvirðingar á. Þá
hefðu engin eftirmál orðið af minni
hálfu,“ segir Pétur. Með leyndinni
hafi væntanlega átt að reyna að
breiða yfir það sem úrskeiðis fór.
Pétur telur að í máli hans kristall-
ist skortur á þekkingu sveitar-
stjórnarfólks, að minnsta kosti
norðanlands, á reglum stjórnsýsl-
unnar. Hann hefur haft nógan tíma
eftir að honum var sagt upp störfum.
Athyglisvert er að eitt af því sem
hann hefur tekið sér fyrir hendur er
að skrifa kennsluefni fyrir sveitar-
stjórnir um málsmeðferð í áþekkum
málum, út frá málsmeðferðar-
reglum. „Ég á svo sem ekki von á því
að mér gangi vel að koma þessu efni
á framfæri, eftir það sem á undan er
gengið,“ tekur Pétur Þór fram.
Vildu leyna ástæðum útgjalda
Eyþing óskaði eftir að leynd ríkti um dómsátt sem gerð var við fyrrverandi framkvæmdastjóra
Aðgerðir við að koma honum frá kostuðu útsvarsgreiðendur á Norðurlandi á fjórða tug milljóna
Morgunblaðið/Margrét Þóra
Við Hof Pétur Þór Jónasson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Eyþings, býr á Akureyri. Menningarhúsið í baksýn.
VIÐTAL
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
„Þetta var áfallaár í lífi mínu. Um
sumarið greindist ég með slæmt
krabbamein og þurfti að fara í stóra
aðgerð. Ég var í krabbameins-
meðferð og veikindaleyfi þegar ann-
að áfall dundi yfir, ennþá þyngra því
það var af mannavöldum. Ég var
kallaður á fund formanns og vara-
formanns Eyþings og ranglega sak-
aður um kynferðislega áreitni gagn-
vart samstarfskonu, að því að mér
virðist í þeim eina tilgangi að bola
mér úr starfi á sem stystum tíma,“
segir Pétur Þór Jónasson, fyrrver-
andi framkvæmdastjóri Eyþings,
sem var samtök sveitarfélaga í Eyja-
firði og Þingeyjarsýslum. Hann ræð-
ir um mál sem komu upp á árinu
2018.
Það vakti athygli þegar það spurð-
ist út, þrátt fyrir ósk stjórnar Ey-
þings um trúnað, að gerð hefði verið
dómsátt við framkvæmdastjórann
fyrrverandi í janúar sl. og hann fengi
tæpar 15 milljónir kr. í bætur vegna
ólögmætrar uppsagnar ári fyrr.
Stjórn Eyþings sendi reikninginn á
sveitarfélögin með ósk um að þau
færu með erindið sem trúnaðarmál.
Pétur Þór hefur látið það koma fram
opinberlega að leyndin hafi ekki ver-
ið að hans ósk og að hann hafi ýmis-
legt við stjórnsýslu sveitarfélaganna
að athuga, bæði við eftirleik málsins
og málið sjálft sem lauk með dóm-
sáttinni.
Alvarlegar ásakanir
Fundurinn afdrifaríki var í byrjun
október 2018. Ný stjórn hafði þá ný-
lega tekið við hjá Eyþingi og for-
maður og varaformaður, Hilda Jana
Gísladóttir og Kristján Þór Magnús-
son, boðuðu hann á fundinn til að
ræða stöðuna og hvað væri fram
undan hjá honum og vinnustaðnum.
Pétur segist hafa tekið trúnaðar-
mann með sér á fundinn og hrósar
happi yfir því í ljósi þess sem síðar
gerðist. „Það var bara eitt mál kynnt