Morgunblaðið - 16.04.2020, Qupperneq 25
FRÉTTIR 25Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. APRÍL 2020
Leikurinn lá fyrir Helga og hann
fór í Leiklistarskóla Íslands, hvaðan
hann útskrifaðist 1983. Sama sumar
byrjaði hann að syngja með hljóm-
sveitinni Grafík samhliða því að hann
sinnti leiklistinni. „Ég var í fjögur ár
í leiklistarskólanum og þá mátti ég
ekki syngja með hljómsveitum sam-
kvæmt reglum skólans, var í sam-
komubanni fyrir utan verkefni sem
tengdust náminu. Á þessum tíma
fékk ég tilboð um að syngja með
hljómsveitum en gat ekki þekkst
þau.“
Strax eftir útskrift byrjaði Helgi
að leika í leikhúsum á veturna og
kvikmyndum á sumrin. „Ég vann í
leikhúsunum, meðal annars hjá
Leikfélagi Reykjavíkur, Leikfélagi
Akureyrar og í Þjóðleikhúsinu, í tíu
ár og eftir því sem á leið var ákveðin
togstreita á milli tónlistarlífsins og
leikhússins. Tækifærin urðu æ meiri
með hljómsveitinni SSSól og svo fór
að ég setti leikhúsið svolítið á hill-
una.“
Með marga hatta
En Helgi lét til sín taka á fleiri
sviðum, meðal annars í rekstri
skemmtistaðar við Lækjartorg í
Reykjavík um miðjan tíunda áratug-
inn. Hann segir að álagið með hljóm-
sveitinni hafi verið mjög mikið. Hún
hafi komið fram öll fimmtudags-,
föstudags- og laugardagskvöld í um
sjö ár og það hafi tekið sinn toll.
„Ég var orðinn svolítið þreyttur á
þessu og mig langaði til þess að
breyta til,“ segir hann um skemmti-
staðinn Astro sem varð til við sam-
runa tveggja staða hlið við hlið, Pisa
og Berlínar, 1995. „Ég setti hljóm-
sveitina í frí og þegar mér bauðst að
reka annan staðinn fékk ég þá hug-
mynd að slá þeim saman og útbúa
nýjan stað. Þetta var mjög skemmti-
legt verkefni, mikil sköpun. Ég fékk
Hall Helgason með mér og síðan Pál
Hjaltason arkitekt og Sigga Hall í
eldhúsið. Astró sló strax í gegn og
þessi tími er mjög eftirminnilegur.“
Skömmu síðar fluttu Helgi og Vil-
borg Halldórsdóttir, eiginkona hans,
til Ítalíu með fjölskylduna og hann
seldi sinn hlut í Astró. Þegar þau
komu aftur heim tók hann upp þráð-
inn þar sem frá var horfið, lék meðal
annars í Rocky Horror, fyrsta verk-
inu sem var sett upp í Loftkast-
alanum, og fór á fullt í tónlistina. „Ég
tók líka smá hliðarskref og vann fyr-
ir eigendur sjónvarpsstöðvarinnar
Skjás eins, þegar hún var sett á lagg-
irnar,“ bendir hann á. „Það var mikil
upplifun en síðan fórum við í víking
til Berlínar, þar sem við opnuðum
leikhús 2006. „Það er efni í heila bók
að segja frá því rosalega ævintýri.“
Í kjölfarið hófst nýr kafli. „Þá
byrjaði ég með þetta reiðmanna-
ævintýri,“ segir Helgi, en fyrsta
plata Helga og Reiðmanna vindanna,
Ríðum sem fjandinn, kom út sumarið
2008 og seldist í um 7.000 eintökum.
„Hún sló heldur betur í gegn,“ rifjar
Helgi upp, en síðan fylgdu nokkrar
frábærar plötur með þeim á næstu
árum.
Breytt landslag
Landslag tónlistarmanna hefur
breyst undanfarin misseri. Plötur
eru varla gefnar út lengur heldur er
öllu efni streymt á netið. Afkoman
byggist fyrst og fremst á tónleikum.
„Þetta snýst fyrst og fremst um lif-
andi spilamennsku, skemmtanir eins
og til dæmis árshátíðir og afmæli
fyrir utan sérstaka tónleika,“ áréttar
Helgi.
Tónleikar eru helsta lifibrauð tón-
listarfólks og Helgi segir að þeir hafi
að mörgu leyti tekið við af böllum.
„Þó fólk sé fimmtugt, sextugt eða
eldra er það enn í stuði og drífur sig
á tónleika, þar sem það skemmtir
sér. Það er auðvitað frábært. Það eru
því mikil viðbrigði fyrir alla þegar
allt er slegið af. Það er mjög sérstakt
og skrýtið og ástandið er sérstaklega
erfitt fyrir tónlistarmenn sem lifa af
tónlistinni án þess að vera með fastar
og fyrirfram ákveðnar tekjur. Fót-
unum er kippt undan þeim og finna
þarf einhverja lausn gagnvart þess-
um listamönnum sem á svipstundu
hafa enga vinnu og eiga enga mögu-
leika á að sækja sér opinberan stuðn-
ing.“
Ævintýraheimur á heim ofan
Ísfirðingurinn Helgi Björns söngvari eitt helsta sameiningartáknið í samkomubanninu
Ljósmyndir/Mummi Lú
Syngjum og dönsum Söngvararnir Helgi Björns og Sigga Beinteins fóru á kostum síðastliðið laugardagskvöld og náðu vel saman.
Stuð Veiran gleymist á meðan Helgi Björns skemmtir.
VIÐTAL
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Sjónvarpsþátturinn Heima með
Helga var með 70% áhorfshlutdeild
á myndlyklakerfi Símans síðastliðið
laugardagskvöld. „Þetta er mesta
áhorf sem hefur mælst á dagskrárlið
síðan Sjónvarp Símans varð til árið
2016,“ segir Kári Jónsson, sérfræð-
ingur í fjölmiðlamælingum hjá Sjón-
varpi Símans.
Ísfirðingurinn Helgi Björnsson sá
þetta ekki fyrir, þegar hann var í fót-
bolta alla daga frá morgni til kvölds
á sjöunda áratug liðinnar aldar,
hugsanlega með þann draum í
brjósti að verða afreksmaður í grein-
inni eins og pabbinn, Björn Helga-
son. „Þegar ég
var í 5. flokki
spiluðum við
til úrslita í Ís-
landsmótinu,“
rifjar hann
upp, en á með-
al samherja
hans voru
meðal annars
Ómar Torfa-
son, Jón Oddsson og Magni Guð-
mundsson, sem áttu eftir að láta að
sér kveða með stórliðum í Reykja-
vík.
„Leiksvæðið, sem ég hafði til um-
ráða sem strákur, var líka alveg
magnað,“ segir Helgi og dásamar
frjálsræðið sem ríkti. Börn hafi mátt
valsa um atvinnusvæði að vild og
ekki hafi verið amalegt að vera niðri
á bryggju og fylgjast með löndun.
„Hrefnan var skorin á vörubílspall-
inum fyrir framan mann og maður
gekk sæll í burtu eftir að hafa keypt
tvö kíló á bryggjusporðinum fyrir
mömmu.“ Hann segir líka eftir-
minnilegt að hafa unnið við að reka
fé, sem kom með bátum innan úr
Djúpi, inn í sláturhús. „Lífið var allt í
kringum mann,“ heldur hann áfram
og minnist margra góðra og
áhyggjulausra stunda. „Ég var far-
inn að róa út á Poll á sumrin og
stunda jakahlaup þar á veturna sem
polli. Engum dytti í huga að leyfa
börnum þetta núna.“
Byrjaði að skemmta
í barnaskóla
Helgi segir að strax í barnaskóla
hafi hann ásamt öðrum verið valinn
til að skemmta á skólaskemmtunum
og sérstökum hátíðum, eins og sum-
ardaginn fyrsta og 17. júní. Hann
hafi síðan byrjað í skólahljómsveit í
gangfræðaskóla. „Þegar við Hörður
Ingólfsson vorum um 13 ára byrj-
uðum við að semja lög og fluttum
þau. Það þótti merkilegt að svona
ungir strákar frumflyttu eigin lög á
skólaskemmtunum.“
MHelgi allar helgar »Baksíða
Mörkin 6 - 108 Rvk.
s:781-5100
Opið: Mán-fös: 12-18.
Lau: 12-15.
Alltaf opið í netverslun.
VELKOMIN
í NÝJA
NETVERSLUN
FRÍ HEIMSENDING!
www.spennandi-fashion.is