Morgunblaðið - 16.04.2020, Síða 34

Morgunblaðið - 16.04.2020, Síða 34
34 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. APRÍL 2020 Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum MESTA úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum Hlauparar: Arnar Pétursson og Hulda Guðný Kjartansdóttir. 20% afsláttur DAGAR Í OPTICAL STUDIO Oakley-umboðið á Íslandi Á dögunum var matartímanum hér á mínum bæ þannig háttað að eigin- maðurinn sat inni í eldhúsi, ég sat á ganginum og dóttir okkar sat inni í stofu. Ég var í sóttkví og mátti því ekki vera nálægt þeim, eiginmaðurinn var með flensu og mátti því ekki vera nálægt okkur og þetta var niðurstaðan. Sem betur fer búum við í þannig rými að þetta var gerlegt. Þessir dagar mínir í sóttkví hafa vakið mig til umhugsunar um mismunandi að- stæður fólks. Það sem hefur lífgað upp á dag- ana er göngutúrar. Í þá hef ég farið með ströng fyrirmæli í huga, að hlaupa út þegar stigagangurinn er tómur, halda mig í fámenni og hafa lágmark tveggja metra fjarlægð frá því fólki sem ég mæti. Smá saman hefur mér farið að líða, og þar með hagað mér eins og ég væri „eitruð og að frá mér stöfuðu eiturgufur“. Í hvert sinn sem manneskja nálgaðist tók ég á stökk og leitaði leiða til að taka stóran krók framhjá henni. Ef það var ekki hægt valdi ég stað eins langt frá henni og ég gat, t.d. þrýsti mér upp að grindverki og sneri and- litinu frá fólkinu meðan það gekk framhjá. Ekk- ert augntillit og engin kveðja. Ég sem venjulega geng upplitsdjörf á móti fólki, horfi til þess, tek vel eftir því og heilsa. Göngurnar hafa minnt mig á líðan þeirra sem bera með sér skömm og brotna sjálfsmynd. Þar sem ég hef það hlutverk alla morgna að setja inn orð dagsins á www.netkirkja.is settist ég einn morguninn við tölvuna til þess að sinna því verkefni. Ég lít á það sem mikil forréttindi að gera þetta, því þetta verk gefur mér tíma til þess að lesa Biblíutextann sem er iðulega uppörvandi og hvetjandi. Það nærir andann og er gott inn- legg inn í daginn. Texti þessa tiltekna dags sem ég er að vísa til var einstaklega fallegur og fjallaði um það þegar Jesús stóð upp frá máltíð sinni með lærisvein- unum og fór að þvo fætur þeirra. Hann sat þarna í makindum en ákvað að standa upp og þjóna þeim, þvo og þerra skítuga fætur. Þetta gerði hann ekki af því þeir væru ófærir um það sjálfir og ekki þurfti hann að gera þetta til þess að öðlast viðurkenningu þeirra. Nei, þarna ákvað hann að gefa þeim gjöf. Gefa þeim dæmi til eftir- breytni. Hann sem var meistari þeirra stóð upp til þess að þjóna þeim. Jesús sýndi með fordæmi sínu að lærisveinarnir ættu að þjóna hver öðrum. Þar sem ég sat við lesturinn runnu hugsanir mínar saman, hugs- anir um mismunandi aðstæður fólks, hugsanir um líðan þeirra sem upplifa sig „minni en“ aðra og telja sig útskúfuð og hugsanir um þessa stormasömu önn. Vorönn þessa árs hefur reynt á marga, vond veður, snjófljóð, erfið slys, óróleiki í jörðu, kórónufaraldur sem hefur haft í för með sér ýms- ar skuggamyndir og ótímabær dauðsföll. Fréttir af heimilisofbeldi, vanrækslu og andlegu álagi barna, atvinnuleysi, yfirvofandi efnahagshruni og aukinni drykkju og vímuefnaneyslu. Hugsanir mínar fengu mig til þess að líta út um gluggann, til fjallanna, og spyrja hvaðan okkur kemur hjálp. Þá rifjuðust upp sögur af björgunarafrekum og ósérhlífni alls þess góða fólks sem hefur með dugnaði og fallegu hjartalagi komið að málum með styrka hönd, hlýja nærveru og græðandi að- ferðir. Fólk sem hefur staðið upp og verið tilbúið að þjóna öðrum. Líkt og Jesús. Boðskapurinn í frásögninni um fótaþvottinn varð eitthvað svo nærri. Kærleikurinn. Það að við séum tilbúin að gefa og þiggja, hlúa að hvert öðru og láta okkur aðra varða. Vera samtaka, snúa bökum saman, horfast í augu við þörfina þegar hún blasir við og gera okkar til þess að mæta henni. Þjóna hvert öðru. Ég leit yfir orð dagsins og sá ég hafði ekki klár- að lesturinn og þegar ég las síðustu orðin gat ég ekki annað en brosað og þakkað Guði, en þar stóð: „Nýtt boðorð gef ég yður, að þér elskið hvert annað. Eins og ég hef elskað yður skuluð þér einnig elska hvert annað.“ Jóh. 13:34. Kirkjan til fólksins Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Heilsubót Útivist og göngur geta létt lund. Hvaðan kemur mér hjálp? Hugvekja Díana Ósk Óskarsdóttir Höfundur er sjúkrahúsprestur, handleiðari og doktorsnemi við HÍ. Hún er annar stofnandi og frumkvöðull að rekstri netkirkja.is sem er fyrsta rafræna kirkjan á Íslandi. Díana Ósk Óskarsdóttir Vorönn þessa árs hefur reynt á marga, vond veður, snjófljóð, erfið slys, óró- leiki í jörðu, kór- ónufaraldur…

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.