Morgunblaðið - 16.04.2020, Síða 35

Morgunblaðið - 16.04.2020, Síða 35
9,9% fretta- bladid.is 14,0% Fréttablaðið 8,8% visir.is 9,7% ruv.is 6,1% RÚV: útvarp/ sjónvarp 2,8% Bylgjan/ Stöð 2 4,2% DV 6,4% dv.is 38,0% 38,0% allra frétta frá tíu stærstu fréttamiðlum landsins koma frá fréttastofu Morgunblaðsins og mbl.is. Þessi elsta fréttastofa landsins er mönnuð reynslumiklu fagfólki sem hefur aðeins eitt markmið — að miðla vönduðum fréttum og fjölbreyttu efni til lesenda á hverjum degi. Ekki missa af því sem skiptir máli. Komdu í áskrift strax í dag Sím i 569 1100 m bl.is/a s kri ft Við skrifum fleiri fréttir Heimild: Creditinfo - Fjölmiðlavaktin 2020 18,8% Morgun- blaðið 19,2% mbl.is Umræðan MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. APRÍL 2020 Í aldaraðir hefur stjórnvöldum verið nákvæmlega sama um velferð fólks með sjúkleika og fötlun. Þegar fólk var komið í nauð vegna heilsu- fars eða fötlunar og ættingjar gátu ekki framfleytt viðkom- andi tóku hrepparnir við og aðstoðin nefnd hinu lýsandi nafni fátækrafram- færsla og fólkið hreppsómagar. Rétturinn til að lifa með reisn var hunsaður, rétt eins og nú en í raun og veru er það samfélagið sem fatl- ar fólk með viðhorfum sínum og að- gerðaleysi. Nú eru hreppsómag- arnir orðnir að öryrkjum. Þegar líða tók á 18. öldina, upplýsingaöld- ina, tóku vindar hennar að blása um Evrópu sem og meginstefin mann- réttindi, jafnrétti og frelsi. Ríkið tók við framfærslunni á fjórða ára- tug síðustu aldar en viðhorfin í sam- félaginu og á meðal ráðamanna þau að enn er ekkert skeytt um réttinn til grunnþarfa eins og matar, klæða og skjóls þrátt fyrir örlítið mann- úðlegri lagaramma. Samningur SÞ um réttindi fatlaðs fólks Ísland hefur fullgilt samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Í samningnum er m.a. fjallað um kjör öryrkja og hvernig þau skuli vera. Þar segir að réttindi og frelsi, mannleg reisn og verð- leikar skuli í hávegum höfð. En fell- ur örorkulífeyrir sem er undir op- inberum framfærsluviðmiðum undir það? Nei, og það langt í frá. Upp- hæð lífeyrisins, sem er mjög lág, og tekju- skerðingar hinda þvert á móti samfélagsþátt- töku til jafns við aðra. Þátttaka í samfélaginu er eitt meginstefið í samningnum og er hluti af mannréttindum. Al- mennt höfum við ekki marga kosti þegar kem- ur að samfélagsþátt- töku og enn minni á tímum kórónuveirunnar en höfum sömu þarfir og aðrir hvað varðar skjól, klæði og mat. Við þurfum einnig að gæta enn betur að okkur vegna undirliggj- andi sjúkdóma sem hrjá mörg okk- ar og gera það að verkum að við er- um í áhættuhópi. Öryrkjar og COVID-19 C0VID-19 hefur enn sýnt hvers við erum megnug sem samfélag en líka hvað við erum smá í heiminum gagnvart hamförum. En hvað koma bjargráð ríkisstjórnarinnar við COVID-19, öryrkjum við. Jú, í fyrsta lagi hafa stjórnvöld við- urkennt að atvinnuleysisbætur, sem eru aðeins hærri en örorkulífeyrir, séu ekki nægilega háar til að hægt sé að lifa af þeim, jafnvel ekki til skemmri tíma. Alþingi hefur sam- þykkt rétt til greiðslu samhliða minnkuðu starfshlutfalli vegna tímabundins samdráttar. Lögin fela í sér að laun sem greidd eru sam- hliða minnkuðu starfshlutfalli koma ekki til skerðingar á atvinnuleys- isbótum. Þessar hlutabætur eru frá 400 þúsundum til rúmlega 700 þús- unda króna. Óskertur örorkulífeyrir er rúmar 255 þúsund og er um 80 þúsund krónum lægri en lágmarks- laun sem voru á pari árið 2007 en eru í dag 335 þúsund. Atvinnuleys- isbætur eru tæpar 290 þúsund. Ör- yrkjar eru því að heltast heldur betur úr lestinni eins og flestir vita. Afleiðingin er sú að við þurfum að reyna að draga fram lífið á ómann- úðlegri fátæktarframfærslu eins og alltaf. Lífskjör almennings eru var- in, sem er vel, en ekki öryrkja. En ég þakka samt 20 þúsund kallinn þó að hann bjargi ekki málum, til þess þarf framfærslulífeyririnn að hækka almennt og gegnumgang- andi. Efnahagsaðstæður eins og nú ríkja herða mjög að því fólki sem veikast er fyrir og fátækast. Til- hneiging stjórnvalda er of oft að skilja eftir jaðarsetta hópa sam- félagsins við ákvarðanatöku sína. Sú staða sem nú er uppi kallar á, þegar öldur faraldursins hafa lægt, algjöra uppstokkun á almanna- tryggingakerfinu, sem fyrir löngu er gengið sér til húðar. Öryrkjar hafa það nógu gott Bjarni Benediktsson fjár- málaráðherra telur óljóst hvort staða þeirra sem hafa bágust kjör á Íslandi hafi „tekið breytingum í ein- hverjum grundvallaratriðum vegna heimsfaraldursins“ þótt vissulega verði að huga að öllum í samfélag- inu. Hækkun atvinnuleysisbóta og breytingar á bótakerfum í þágu þeirra sem lakast standa séu ekki á meðal þeirra skrefa sem ríkis- stjórnin kynnir nú vegna efnahags- áhrifa heimsfaraldurs kórónuveiru. Valdið hefur talað og það hefur sagt að almennt séu atvinnuleysisbætur of lágar og öryrkjar hafi það bara nógu gott. Ágætu ráðherrar Bjarni, Katrín og Ásmundur: Kallast þetta ekki að skilja útundan eða eftir? Er ykkur kannski alveg sama eins og þið haf- ið sýnt á þessu kjörtímabili? Það er langt í frá að öryrkjar búi við mannúð í núverandi almannatrygg- ingakerfi og það sést best í svona árferði. Því þarf að breyta sem fyrst. Við erum ekki að biðja um mis- kunn heldur mannréttindi sem fela í sér samkennd, jafnrétti og frelsi. Slagorð Heimsmarkmiða Samein- uðu þjóðanna „leave no one behind“ eða skiljum engan eftir kveður á um ár- angur sem stefnt er að því að ná fyrir árið 2030 og er þar átt við jað- arhópa sem búa við mismunum vegna búsetu sinnar, efna- hags, félags- legrar stöðu, þá sem búa við varnarleysi vegna áfalla eða vegna stjórn- arhátta. Stjórn- völd – pælið í því. Stjórnvöld – skiljið engan eftir Eftir Unni H. Jóhannsdóttur » Valdið hefur talað og það hefur sagt að almennt séu atvinnu- leysisbætur of lágar og örykjar hafi það bara nógu gott. Unnur H. Jóhannsdóttir Höfundur er kennari, blaða- maður og öryrki. Skegglaus maður hefur sápað skeggstæði sitt daglega og skafið með sápu og því lágmarkað hættu á smiti. Enginn veit hve vel og oft skeggjaður maður hefur þvegið sér um kjálkana og er hann að anda inn og út svona 10 sinnum á mínútu, stund- um hnerrað og af og til hóstað og snýtt sér, sem festist óhjákvæmilega í skegginu og hjá þeim fúlskeggjuðu bætast kannski matarleifar við fyrri óhrein- indi. Á svo að bjóða viðkvæmri húð kon- unnar að klína þessu á hana? Er ekki æskilegt að hvatt sé til þess að þessir smitberar taki fram sköfu og hreinsi með sápu kjamma sína hvern dag, því þetta er jú eina smitleiðin, þ.e. um vitin og augun. Vonandi munu einhverjir láta sér segjast og konur gera auknar kröf- ur um hreinlæti. Kveðjur, Ragna Garðarsdóttir. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12. Skeggið burt Skegg „Á svo að bjóða viðkvæmri húð konunnar að klína þessu á hana?“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.