Morgunblaðið - 16.04.2020, Síða 41
MINNINGAR 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. APRÍL 2020
✝ Sr. Einar GuðniJónsson, fyrr-
verandi sókn-
arprestur á Kálfa-
fellsstað, fæddist á
Kálfafellsstað í
Borgarhafn-
arhreppi, Austur-
Skaftafellssýslu
hinn 13. apríl 1941.
Hann lést á Land-
spítalanum, Landa-
koti, hinn 4. apríl
2020.
Foreldrar hans voru hjónin
sr. Jón Pétursson, sókn-
arprestur og prófastur á Kálfa-
fellsstað, og frú Þóra Ein-
arsdóttir, húsfreyja og síðar
formaður og framkvæmdastjóri
fangahjálparinnar Verndar í
Reykjavík og stofnandi Ind-
versku barnahjálparinnar.
Systkini hans eldri eru þau Pét-
ur viðskiptafræðingur og fyrr-
verandi borgarfulltrúi og Helga
Jarþrúður snyrtifræðingur.
Eftirlifandi eiginkona sr. Ein-
ars er frú Sigrún Guðbjörg
Björnsdóttir, kennari. Börn
lands og deildarfulltrúi hjá Fé-
lagsmálastofnun höfuðborg-
arinnar árin 1970-1972.
Sr. Einar vígðist til Söðuls-
holtsprestakalls (áður Mikla-
holtsprestakall) á Snæfellsnesi
hinn 11. júní 1972. Árið 1982 var
hann skipaður sóknarprestur í
Árnesprestakalli á Ströndum;
sleppti þar brauði 1989 og tók
við prestsþjónustu á fæðing-
arstað sínum, sem faðir hans, sr.
Jón Pétursson, og afi hans, sr.
Pétur Jónsson, höfðu setið sam-
anlagt í 52 ár. Sr. Einar lét af
embætti fyrir aldurs sakir árið
2011, er hann stóð á sjötugu.
Hafði hann þá verið prestur í 39
ár, þar af 22 á Kálfafellsstað. Á
ferli sínum stundaði hann
kennslustörf við Laugagerðis-,
Finnbogastaða- og Hrollaugs-
staðaskóla og sinnti bæði bók-
legri fræðslu og tilsögn í tónlist.
Hann var félagi í Karlakórnum
Jökli á Höfn og í Samkór Aust-
ur-Skaftfellinga.
Útför sr. Einars frá Fossvogs-
kapellu verður gerð í dag, 16.
apríl 2020, í kyrrþey.
hennar og stjúp-
synir sr. Einars
eru Bjarki, Brjánn
og Kristján Björn.
Fyrri eiginkona
sr. Einars var Jór-
unn Guðrún Odds-
dóttir, þau skildu,
hún andaðist árið
2018. Kjörsonur
þeirra er Sigurkarl
Einarsson.
Sr. Einar lauk
stúdentsprófi frá Mennta-
skólanum í Reykjavík 1961 og
guðfræðiprófi frá Háskóla Ís-
lands 1969 með hárri 1. ein-
kunn. Síðar öðlaðist hann
kennsluréttindi á framhalds-
skólastigi, stundaði nám í
kirkjusögu við Kaupmannahafn-
arháskóla 1975-1976 og í sál-
gæslu við Háskóla Íslands 1998-
1999. Þá var hann og við nám í
Tónlistarskólanum í Reykjavík.
Á háskólaárum sínum starfaði
hann í lögreglunni á sumrin og
lék á píanó með ýmsum dans-
hljómsveitum. Hann var um hríð
starfsmaður Landsbanka Ís-
Við hjónin kynntumst Einari
þegar Sigrún systir Bjargar og
Einar höfðu ákveðið að rugla sam-
an reytum. Þau höfðu verið í sama
árgangi í menntaskóla í fjögur ár
og rúmum aldarfjórðungi seinna
náðu þau saman fjölskyldum
beggja til ánægju. Þau áttu margt
sameiginlegt og höfðu þau bæði
gaman af að ferðast bæði innan
lands og utan. Þau voru mjög fróð
um sögu landsins, þekktu ógrynni
örnefna og komu víða við á ferð-
um innanlands því Einar átti sam-
starfsbræður og ættingja um allt
land sem þurfti jú að heimsækja.
Fyrstu búskaparárin bjuggu þau í
Árnesi í Trékyllisvík þar sem Ein-
ar var prestur. Einar var ekki að-
eins prestur í Árnesi, hann var
einnig orgelleikari og spilaði á
orgelið þegar við átti þegar hann
var að messa. Þegar prestakallið á
Kálfafellsstað í Austur-Skafta-
fellssýslu losnaði langaði Einar á
sínar bernskuslóðir og fékk veit-
ingu fyrir prestakallinu þar sem
faðir hans og afi höfðu áður verið
prestar. Þetta prestakall náði yfir
Öræfin, Suðursveit og Mýrarnar.
Hann hugsaði vel um þau prests-
setur sem honum var trúað fyrir,
sífellt að laga það sem miður fór. Í
tíð Einars á Kálfafellsstað var
byggt lítið safnaðarheimili hjá
kirkjunni. Einar teiknaði myndir
af bæjunum í Suðursveit og hanga
þær inni í safnaðarheimilinu og
eru þær staðarprýði. Einar fékk
margt í vöggugjöf, góðar gáfur,
tónlistarhæfileika og svo var hann
mjög vel drátthagur. Hann var
feikilega góður tónlistarmaður og
gat spilað á píanó og harmonikku
hvaða lag sem var án þess að lesa
nótur. Hann notaðist bara við þær
þegar hann var að æfa söng. Þeg-
ar hann varð sextugur hittumst
við fjögur á hótelinu í Freysnesi
til að halda upp á þennan áfanga.
Eftir kvöldmatinn settist Einar
við píanóið og spilaði hvert lagið á
fætur öðru. Hann hafði líka mjög
gaman af því að djassa lögin.
Þarna voru staddir nokkrir er-
lendir ferðamenn og voru þeir
óskaplega ánægðir með þessa
skemmtun sem þeir fengu og
spurðu okkur hvort þetta væri
ekki þekktur djasspíanóleikari.
Hann söng með Karlakórnum
Jökli á Höfn, Söngfjelagi Suður-
sveitar og nágrennis og svo Söng-
félagi Skaftfellinga eftir að þau
hjón fluttu til Reykjavíkur. Þá tók
að sér að stjórna almennum söng
á hjúkrunarheimilinu Eir einu
sinni í viku og spilaði hann á
harmonikkuna, texta laganna var
varpað upp á vegg og heimilisfólk
tók vel undir. Sigrún fór alltaf
með honum á þessar söngstundir
á Eir. Einar var stoltur maður,
hann var stoltur af sínu fólki og
forfeðrum og var vel að sér í ætt-
fræði. Eitt áhugamála hans var
lestur og var hann tíður gestur á
bókasöfnum eftir að hann flutti í
bæinn en hann hirti minna um að
eignast bækur. Fyrir rúmu ári fór
heilsu hans að hraka og í lok þorra
var hann lagður inn á Landakot.
Síðast þegar við ræddum við hann
í síma var hann með áætlanir um
það sem hann ætlaði að gera þeg-
ar hann útskrifaðist en af þeim
áætlunum verður ekki. Við send-
um Sigrúnu, sonunum, systkinum
Einars og fjölskyldum þeirra okk-
ar innilegustu samúðarkveðjur.
Blessuð sé minning Einars
Guðna Jónssonar.
Björg og Kjartan.
Langafi sr. Einars var Jón há-
yfirdómari, sonur þess góðfræga
prófasts sr. Péturs á Víðivöllum
Péturssonar og konu hans frú
Þóru Brynjólfsdóttur gullsmiðs
Halldórssonar biskups á Hólum
Brynjólfssonar. Kona háyfirdóm-
arans var Jóhanna Soffía Boga-
dóttir stúdents og fræðimanns á
Staðarfelli höfundar Sýslumanna-
æva ættföður Staðarfellsættar.
Háyfirdómarinn var bróðir
Brynjólfs Fjölnismanns og Péturs
biskups en faðir sr. Péturs á
Kálfafellsstað föður sr. Jóns, föð-
ur sr. Einars.
Frú Þóra móðir sr. Einars var
dóttir Einars verkstjóra Jónsson-
ar á Akranesi og Guðbjargar
Kristjánsdóttur frá Bár í Eyrar-
sveit. Jón föðurafi frú Þóru var
bróðir sr. Hjörleifs á Undornfelli
Einarssonar föður Einars H.
Kvaran rithöfundar. Móðir Jóns
var Þóra Jónsdóttir Schjöld
bónda á Kórreksstöðum Þor-
steinssonar ættföður Vefaraætt-
arinnar sem rakin verður til sr.
Hjörleifs prófasts Þórðarsonar á
Valþjófsstað.
Sú hneigð í fari sr. Einars og
gætti frá unglingsárum var löng-
un til að leika á hljóðfæri, teikna
og mála. Hann var í prédikun
sinni ljós og gagnorður án orða-
prjáls og tilgerðar. Meðfram
stundaði hann kennslustörf og var
ástsæll meðal nemenda svo ríku-
lega sem hann var búinn spaug-
greind og fullkomlega laus við
smámunasemi.
Það er varla að taka of djúpt í
árinni þótt sagt sé, að alla ævi hafi
músík verið líf hans og yndi. Ung-
ur lærði hann á píanó og efldi með
sér tónlistarskyn. Bar frá hve
leikinn hann var að spila eftir eyr-
anu sem kallað er; þar voru ekki á
ferð nein vinnukonugrip eða
klökkir hljómar heldur ævinlega
þeir kórréttu. Var unun að horfa á
sr. Einar við hljóðfærið; hann
hafði slíka ánægju af íþróttinni að
hann brosti með öllu andlitinu.
Sr. Einar hélt fast við þann sið
gömlu prestanna að taka hús hver
á öðrum þegar þeir voru á ferð-
inni, þiggja beina, dveljast nætur-
sakir. Þau frú Sigrún voru líka að
sínu leyti viðbrigða gestrisin.
Hann var ekki skrafinn og fyrir-
leit slúður. En hann var eldfljótur
að taka við sér í ávarpi og var þó
stundum hlustandi að hófi; ef til
vill var hann uppgefinn á tali í
fólki og kann að hafa verið orsök
þess að það fór stundum að ymja í
honum á meðan misvitrir viðmæl-
endur létu dæluna ganga.
Frændrækinn var sr. Einar og
svo frábærlega sinnti hann frú
Betu móðursystur sinni að sjald-
gæft er; óþreytandi að vitja henn-
ar og voru þeir dagar færri að
hann næði ekki fundi þeirra sr.
Fjalars eða hefði tal af öðru hvoru
þeirra hjóna og ekki síður eftir að
frú Beta lagðist veik á spítala.
Þótt sr. Einar nyti sín uppi á
pallinum var hann frábitinn því að
trana sér fram. Oft fór hann með
latneskt máltæki við mig: Bene
vixit, qui bene latuit (sá lifði vel
sem leyndist). Hann var ljúfmenni
og ég hygg að hann hafi „viljað að
allir færu fegnir af hans fundi“
eins og Eysteinn konungur forð-
um. Hafi hann þökk og veri kært
kvaddur. Ástvinum innileg sam-
úð. Guð blessi minningu góðs
drengs.
Gunnar Björnsson,
pastor emeritus.
Látinn er í Reykjavík sr. Einar
G. Jónsson, f. 13. apríl 1941, sonur
hjónanna sr. Jóns Péturssonar á
Kálfafellsstað í Suðursveit, A-
Skaft., og Þóru Einarsdóttur.
Foreldrar sr. Jóns voru fyrri
prestshjón á Kálfafellsstað, sr.
Pétur Jónsson og Helga Skúla-
dóttir.
Þegar sr. Jón lét af embætti og
fluttist til Reykjavíkur 1944 tók
fjölskyldan sér bólfestu á Laufás-
vegi 79 þar sem hún átti eftir að
búa næstu áratugi.
Prestsfjölskyldan bjó á efri hæð
hússins en á neðri hæðinni bjuggu
þau Jarþrúður, systir sr. Jóns, og
eiginmaður hennar, Sigfús John-
sen, fv. bæjarfógeti í Vestmanna-
eyjum. Ég var þarna tíður gestur
á námsárum okkar Einars og
aldrei skorti umræðuefni, en við
hneigðumst báðir til róttækni,
bókmennta og lista. Oft var glatt á
hjalla og á ég margar góðar minn-
ingar frá þeim áhyggjulausu
æskudögum.
Það var óvænt ánægja er ég
gerðist heimagangur á Laufás-
vegi 79 að kynnast hinum gömlu
embættismönnum Jóni prófasti
og Sigfúsi fógeta og hlusta á þá
miðla okkur skólapiltunum af
fróðleik sínum og lífsreynslu. Þeir
voru ógleymanlegir menn, hvor
með sínum hætti, merkir fulltrúar
aldamótakynslóðarinnar. Þóra,
móðir Einars, varð síðar lands-
þekkt fyrir félagsmálastörf sín,
einkum réttindabaráttu kvenna
og málefni fanga.
Leiðir okkar Einars lágu fyrst
saman í Gagnfræðaskóla Austur-
bæjar, en eftir það tók landsprófið
í Vonarstræti við og síðar
Menntaskólinn í Reykjavík þaðan
sem við lukum stúdentsprófi 1961.
Þá var vor í lofti og björt og fögur
framtíð blasti við, full af fyrirheit-
um. Ég innritaðist í lagadeild en
Einar fetaði í fótspor föður síns og
afa og lauk embættisprófi frá guð-
fræðideild Háskóla Íslands 1969.
Síðar dvaldist hann um skeið við
framhaldsnám í Kaupmannahöfn
og Danmörk var honum kær,
enda átti hann þar frændfólk sem
hann lét sér annt um og heimsótti
oft.
Sr. Einar vígðist til Söðuls-
holtsprestakalls í Snæfellsnes-
sprófastsdæmi 1972 en tók við
Árnesprestakalli á Ströndum
1982. Þar þjónaði hann til 1989 er
hann gerðist sóknarprestur á
Kálfafellsstað, fæðingarstað sín-
um. Við embættislok hans var
prestakallið lagt niður. Auk
prestsstarfanna var Einar félags-
málafrömuður og barnakennari í
sóknum sínum. Hann gat sér
hvarvetna gott orð vegna vinsam-
legrar framgöngu og hæfni til
prestsstarfa.
Einar fékk snemma áhuga á
tónlist, lærði á píanó og lék í dans-
hljómsveitum, auk þess sem hann
var drátthagur vel, teiknaði og
málaði. Hann átti líka auðvelt með
að koma fyrir sig orði, eins og best
kom í ljós í ræðugerð hans síðar á
ævinni. Hann var áhugasamur um
búskap og rak um tíma sauðfjár-
bú í Söðulsholti. Einar varð þeirr-
ar gæfu aðnjótandi að kvænast
mætri konu, Sigrúnu G. Björns-
dóttur, sem lifir mann sinn.
Enda þótt Einar byggi lengst
af úti á landi en ég í Reykjavík
rofnaði vinátta okkar aldrei og
ræddum við síðast saman aðeins
nokkrum dögum áður en hann
lést. Var þá mjög af honum dregið
og ljóst hvert stefndi.
Ég kveð Einar vin minn með
trega og eftirsjá. Hann skilur eftir
sig skarð sem seint verður fyllt.
Blessuð sé minning hans.
Guðjón Albertsson.
Það voru engin bönd í fyrstu
milli mín og séra Einars Jónsson-
ar, prests í Söðulsholti, síðar í Ár-
nesi og loks á fæðingarstað hans,
Kálfafellsstað, önnur en þau að í
kirkjubókum prófastsins var
hann fráfarandi og ég viðtakandi
prestur í Söðulsholti á Snæfells-
nesi fyrir margt löngu. Og
kannski sá hann í þessum unga
guðfræðingi sjálfan sig í sömu
sporum að koma, en nú var hann
að fara. Hann hafði verið þar
prestur í áratug þegar hann ákvað
að sækja um norður í Árnesi.
En eftir því sem hvert árið leið
þá kom skýrar í ljós sá þráður
sem var okkur sameiginlegur, og
það var prestsþjónustan við Snæ-
fellinga. Sóknarbörnin prýðisfólk,
gott fólk í raun eins og allir eru
þegar öllu er á botninn hvolft.
Þessu fólki reyndist hann ætíð
trygglyndur.
Það var ætíð traustvekjandi ró-
lyndissvipur yfir honum og nettur
strókurinn upp úr pípunni árétt-
aði þá tilfinningu. En þrátt fyrir
rólyndisfasið hafði hann oftast
hratt á hæli sem gaf til kynna ein-
hverja innri ólgu. Það var alltaf
eitthvert erindi sem hann var að
reka og ekki haft orð á því enda
það hans mál. Kannski var það
bara þetta erindi sem við teljum
okkur öll þurfa að reka, að lifa.
Hann var maður hins fámenna
samtals og þar var hann glaður og
naut sín – eða þá hann sat og sagði
fátt, kumraði í honum og ef öld-
ungis sammála öðrum þá upp-
ljómaðist langt og grannt andlit
hans og hlý orð fylgdu. En hann
var líka listamaður og naut sín við
hljóðfærið. Síðast sá ég hann í
stofunni á Þverá í Eyjahreppi fyr-
ir tveimur árum. Hamingjusamur
maður með harmonikku í fanginu.
En lífið býður okkur mannfólk-
inu oft upp á ýmsar óvæntar
krækjur og ný kynni. Atvikin hög-
uðu því svo að viðtakandi séra
Einars í Söðulsholti þjónaði Snæ-
fellingum í rúman áratug og hvarf
svo að öðru embætti kirkjunnar
sem var fangaþjónusta.
Ekki var hinn gamli viðtakandi
Söðulsholts búinn að vera lengi í
þjónustu kirkjunnar við fanga þá
þeirri spurningu fór að skjóta
upp: Þekktir þú ekki Þóru Ein-
arsdóttur í Vernd? Og einhverjir
sem voru ættfróðir sögðu: Hún
var jú móðir hans séra Einars.
Tókst þú ekki við af honum fyrir
vestan?
Næsta verkefni var að lesa
minningar Þóru í Vernd. Þar er
merk saga rakin, saga sérstakrar
atorku- og hugsjónakonu sem var
potturinn og pannan á bak við
fangahjálpina Vernd. Prestskona
í sveit með miklar mannúðarhug-
sjónir sem sveitin fagra fyrir aust-
an, sjálf Suðursveitin og Kálfa-
fellsstaður, var of lítill vettvangur
fyrir því að hún var stórhuga
kona. Síðar stofnaði fyrrverandi
sveitaprestsfrúin skóla á Ind-
landi, en það er önnur saga. Já,
hún mamma, sagði séra Einar,
þegar ég spurði hann um eitthvað
tilheyrandi Vernd eftir að vera
orðinn sjálfur formaður þeirra
samtaka. Í rödd hans leyndist að-
dáun og virðing – og dulin spenna
fyrir því hvað hún myndi taka sér
fyrir hendur næst enda þótt hún
væri horfin af heimi þessum.
Sjálfur var hann ætíð nokkuð
jarðbundinn sveitamaður með
guðlegan neista og félagsmála-
vafstur á borgar- og heimsvísu
var honum framandi. Sveitin var
hans staður.
Guð blessi minningu séra Ein-
ars Guðna Jónssonar.
Hreinn S. Hákonarson.
Kvaddur er sr. Einar G. Jóns-
son, sem var trúr sínu lífsstarfi,
við þessi skil milli jarðar og him-
ins, vonar og fullvissu trúarinnar
og veiru og ógnar, sem í dag
meina nálægð fylgdar svo margra
við jarðaför, sem vildu kveðja
sóknarprestinn sinn, ættingja, vin
og kollega.
Myndir minninga kallast fram,
fyrst um þennan hávaxna dökk-
hærða nemanda í guðfræðideild
Háskólans, sem leyndi á sér með
sinni hógværð, en þegar hann tók
til máls, var hann kjarnyrtur og
ákveðinn, sem sá einnig það
spaugilega, þó alvara fagnaðarer-
indisins væri þar undirliggjandi. Í
kirkjusögu sló hann okkur öllum
við og virtist kunna meira en bæk-
ur okkar hinna sögðu. Afsökun
okkar var að hann kynni söguna
betur sem prestssonur frá Kálfa-
fellsstað, þar sem föðurafi hans
hafði einnig verið prestur.
Síðar kynntist ég nákvæmni
hans og víðtækri þekkingu á svo
mörgum sviðum, sem hann naut á
starfsdegi sem prestur, bóndi,
kennari, listamaður og hljómlist-
armaður með Guðs náð. Listin
birtist í teikningum hans, gjarnan
af gömlum sveitabæjum sem lifn-
uðu við. Hljómlistin kom frá sálu
hans, hvort sem hann lék á harm-
ónikku, orgel eða píanó eða með
hljómsveitum. Aldrei af nótum.
Ég gleymi ekki kveldi á presta-
stefnu þegar nokkrir höfðu fengið
sér léttvín og sr. Einar var kall-
aður að píanóinu í gríni með
hlátri. Hann varð sem annar þeg-
ar hann settist. Stækkaði í stóln-
um og lögin streymdu fram, hvert
af öðru af meistaranæmni í túlk-
un, hvort sem það var frá gömlu
meisturum tónlistarinnar eða
jass. Við þögnuðum og hlustuðum
í auðmýkt.
Ekki gleymist barátta hans
fyrir gömlu kirkjunni í Árnes-
prestakalli, elstu byggingu sýsl-
unnar, sem hann taldi að varð-
veita yrði, sem varð þrátt fyrir
ágreining og hafði þær afleiðingar
m.a. að hann flutti heim að Kálfa-
fellsstað.
Þar sýndi hann kirkjunni,
staðnum og prestssetrinu sömu
alúð, trúnað og umhyggju eins og
á fyrri stöðum í Söðulsholti og í
Árnesi. Í prestsstarfi með boðun
og sálusorgun, í trúnaðarstörfum
samfélagsins og í kennslu í skól-
um, í verndun og umhirðu húsa
og kirkju með litla safnaðarheim-
ilinu við Kálfafellsstaðarkirkju,
sem hann hvatti til byggingar á
og vann að. Hann vann hörðum
höndum við umhirðuna, málaði,
smíðaði og gróf með haka og
skóflu. Það var ekki tíundað allt
til verðs, eins og viðgengst hjá
flestum öðrum, heldur höfðaði til
ábyrgðar á því, sem honum hafði
verið trúað fyrir í köllun til starfs
og lífs.
Ekki gleymist heldur hvernig
hann reyndist fjölskyldu og ætt-
ingjum, ferðaðist um erlendis og
um allt land með Sigrúnu sinni,
oft á gamla húsbílnum og þegar
hún veiktist síðar, hvernig hann
hugsaði um hana og nú síðast
sjálfur veikur. Þó gaf hann sér
alltaf tíma til að fara á elliheimili
og spila þar fyrir fólkið. Þannig
var hann trúr allt til enda þeim
hæfileikum, sem Drottinn hafði
gefið honum.
Við þessi skil milli himins og
jarðar, finnst mér eins og talað til
sr. Einars með orðum ritningar-
innar: „Gott, þú góði og trúi
þjónn, yfir litlu varstu trúr, yfir
mikið mun ég setja þig. Gakk inn
til fagnaðar herra þíns.“
Halldór Gunnarsson.
Á ofanverðri síðustu öld var
prestaköllum í landinu víða á ann-
an veg skipað en nú er. Víða voru
þau fámenn, en sóknirnar marg-
ar. Þjóðkirkjan leitaðist enda við
að styrkja byggðirnar í viðleitni
þeirra til þess að lifa af. Það var
ekki öllum hent að þjóna við þær
aðstæður. Kirkjurnar og staðirn-
ir stóðu að sínu leyti vörð um
byggðirnar, sýnileg lifandi tákn
um lífsbaráttu þjóðarinnar um
aldirnar. Víða voru staðirnir setn-
ir af vel menntuðum, hæfileika-
ríkum prestum, sem kosið höfðu
sjer að standa vörðinn um helgi-
staðina. Síra Sigurður Pálsson
vígslubiskup skilgreindi þá svo,
að „helgistaðir þjóðarinnar eru
inn til dala og út til nesja og á
miðunum við landið, hvarvetna
þar sem þjóðin hefur helgað land-
ið með lífsbaráttu sinni um ald-
irnar“. Hlutur Fagnaðarerindis-
ins og hins postullega embættis í
þeirri lífsbaráttu er samofinn öllu
því streði; við orfið og rekuna og
pálinn, yfir hlóðunum og við
þvottabalann, við árina og færið;
frá heiði til hafs. Þeir lögðu lið þar
sem til liðsemdar var kallað, enda
tilheyrðu þeir sínum sóknum.
Síra Einar G. Jónsson, pastor
emeritus, var í mörgu verðugur
fulltrúi þessarar nú bráðum
horfnu aldar presta. Hafði marga
kosti og suma prýðilega: Fjöl-
menntaður, víðlesinn, söngvinn
og góður hljóðfæraleikari. Glaður
lífsnautnamaður, en þó hógvær
og hófsamur og kyrr, prúðmenni
sem hvergi tranaði sjer fram.
Námsferill hans greinir, hversu
hann bjó sig til þjónustunnar. Að
loknu embættisprófi nam hann
kirkjusögu við Kaupmannahafn-
arháskóla, uppeldis- og kennslu-
fræði við HÍ, bætti við sig kirkju-
sögu og sálgæzlu við sama skóla
auk tónlistarnáms við Tónlistar-
skólann í Reykjavík.
Ekki verða fjölbreytt störf
hans og trúnaðarstörf rakin hjer
frekar þó þau ykju í mynd þess
sem hann var.
Öll eru þau niður lögð prests-
setrin sem hann sat: Söðulsholt,
Árnes og Kálfafellsstaður. Þó lifa
byggðirnar fyrir Guðs miskunn.
Mjer er minnisstæð vörn hans og
rökfærsla fyrir rjetti staðanna og
safnaðanna til að njóta þeirra,
enda eru þeir sjálfseignarstofn-
anir, þótt nú sje það tízka að láta
efni þeirra ala þjónustuna í
mannmergðinni víðs fjarri
byggðunum, sem þeir voru um
aldir efldir að fjármunum til að
þjóna.
Megi hann njóta fyrirheita
Drottins í fögnuði himnanna.
Fólkinu hans votta eg samúð og
bið minningu hans blessunar.
Geir Waage,
sóknarprestur í Reyk-
holti í Borgarfirði.
Einar Guðni Jónsson