Morgunblaðið - 16.04.2020, Blaðsíða 43
MINNINGAR 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. APRÍL 2020
✝ Bjarni Andr-ésson fæddist í
Ásgarði í Dalasýslu
24. júní 1938. Hann
lést á Líknardeild
Landspítalans í
Kópavogi 2. apríl
2020. Foreldrar
hans voru Andrés
Magnússon bif-
reiðastjóri, f. 29.10.
1904, d. 26.6. 1962,
og Jóna Sigríður
Sigmundsdóttir, f. 3.7. 1908, d.
2.8. 1989. Systkini Bjarna voru
Erna Kristín Andrésdóttir, f.
21.10. 1934, d. 30.8. 1936, Sig-
mundur Magnús Andrésson, f.
14.8. 1939, Guðrún Sigurbjörg
Andrésdóttir, f. 21.11. 1942, d.
24.11. 1942.
27. október 1963 kvæntist
Bjarni eftirlifandi eiginkonu
sinni Sigrúnu Helgu Guðlaugs-
dóttur, f. 7.8. 1942 frá Stóra
Laugardal í Tálknafirði. For-
eldrar Sigrúnar voru Guðlaugur
G. Guðmundsson, f. 29.1. 1900, d.
28.2.1988 og Hákonía J. Páls-
dóttir, f. 4.8. 1907, d. 24.5. 1998.
Börn Bjarna og Sigrúnar eru:
sínum. Hann lauk námi í vél-
smíði frá Iðnskólanum í Reykja-
vík og fluttist til Tálknafjarðar
eftir nám þar sem hann hóf störf
hjá Hraðfrystihúsi Tálkna-
fjarðar við vélgæslu. Áður en
Bjarni hóf rekstur Vélsmiðju
Tálknafjarðar síðar Skandi, sem
varð hans ævistarf, sinnti hann
ýmsum störfum, svo sem akstri
rútubíla og sjómennsku. Sam-
hliða rekstri Vélsmiðju Tálkna-
fjarðar hóf hann útgerð með vini
sínum Ársæli Egilssyni og réð-
ust þeir félagar í smíði á togar-
anum Sölva Bjarnasyni BA-65
sem sjósettur var á Akranesi
1980 og gerður var út frá Bíldu-
dal.
Bjarni var settur slökkviliðs-
stjóri á Tálknafirði og sinnti
þeirri skyldu sinni í mörg ár
ásamt ýmsum störfum fyrir
sveitafélagið.
Bjarni hafði mikinn áhuga á
flugi og lét gamlan draum ræt-
ast á fimmtugsaldri. Hann tók
einkaflugmannspróf og var
stofnfélagi í flugklúbbnum BYR.
Eftir að Bjarni lauk störfum
dvöldu þau hjónin á Tálknafirði
á sumrin og í Reykjavík á vet-
urna.
Útför Bjarna fer fram í Fella-
og Hólakirkju 16. apríl 2020.
1) Stúlka Bjarna-
dóttir, f. 11.6. 1964,
d. 11.6. 1964, 2)
Andrés Bjarnason,
f. 8.6. 1965, maki
Kristjana Pálsdótt-
ir, f. 1.5. 1960, börn
þeirra: a) Sigrún
Helga, sambýlis-
maður Andrei Cris-
tea, dóttir þeirra
Alexandra, b) Andr-
ea Ruth og c) Agla
Bettý, 3) Björk Bjarnadóttir, f.
2.9. 1967, maki Sölvi Steinarr
Jónsson, f. 2.5. 1957, börn
þeirra: a) Bjarni, sambýliskona
Katrín Viktoría Leiva, dóttir
þeirra Aþena Þöll, b) Jón Stein-
ar, c) Ösp, unnusti Piero Raisi ,
og d) Hákon Ingi, 4) Jens Bjarna-
son, f. 3.12. 1969, maki G. Sigríð-
ur Ágústsdóttir, f. 24.1. 1974,
börn þeirra Una Mattý, Ágúst,
Hekla Björk og Bjarni Gunnar,
5) Hilmar Bjarnason, f. 8.6. 1973,
maki Anna Björk Sverrisdóttir,
f. 22.4. 1971, börn þeirra Sindri
Már, Katrín Unnur og Konráð.
Bjarni ólst upp í Ásgarði og
síðar í Búðardal hjá foreldrum
Þegar ég kvaddi Bjarna
tengdapabba daginn fyrir heim-
sóknarbann á Landspítala var það
hversdagsleg kveðja, þessi hefð-
bundna sjáumst aftur kveðja …
en við sáumst ekki aftur. Mig
langar því að skrifa nokkur
kveðjuorð til hans. Bjarni var ein-
stakur maður. Allt frá því ég
kynntist honum fyrst, fyrir 23 ár-
um, hef ég borið gríðarlega virð-
ingu fyrir honum. Hann var fróð-
ur, staðfastur, rökræðinn, verk-
laginn, framsækinn í hugsun,
tækjaáhugamaður, rólegur, já-
kvæður, umhyggjusamur, traust-
ur og einstaklega góður maður –
bara svona rétt til að telja upp
brotabrot af hans góðu eiginleik-
um. Sporin sem hann skilur eftir í
lífi okkar eru ótalmörg. Kaffi-
spjall, matarboð, bíltúra-innlit,
samvera á Tálknafirði og í Gauks-
hólum – allt voru þetta hversdags-
legar athafnir sem í dag öðlast
nýja merkingu og verða að dýr-
mætum minningum. Sum sporin
sem hann skilur eftir eru dýpri en
önnur. Eitt slíkt er flugtúrinn –
það var ekki hversdagsleg athöfn.
Ætli þetta hafi ekki verið með
fyrstu skiptunum sem ég fór í
heimsókn til Tálknafjarðar.
Bjarni flaug með okkur Hilmar
frá Reykjavík og vestur. Áður en
hann lenti vélinni mjúklega á Pat-
reksfjarðarvelli flaug hann yfir
Miðtúnið á Tálknafirði þar sem
tengdamamma beið okkar, lét
hana þannig vita að við værum al-
veg að koma. Mögnuð upplifun og
yndisleg minning sem gleymist
seint. Þessi flugtúr er skýrt dæmi
um hversu mikið traust ég bar til
Bjarna strax í upphafi. Fyrir ferð-
ina snerist minn eini stressfaktor
um það hvort ég gæti keypt mask-
ara fyrir vestan ef ég skyldi nú
gleyma mínum fyrir sunnan (!).
Ég veit, gefur ekki bestu myndina
af mér en ég var ung … ja, ok
yngri – en sko, málið er að ég hafði
aldrei áhyggjur af því að fljúga í
lítilli rellu með honum. Ástæðan
er svo ofureinföld – hann bar þetta
djúpstæða traust utan á sér og að
sjálfsögðu flaug hann líka listavel.
Það var hans helsta einkenni – að
gera hlutina vel og af vandvirkni.
Já, sporin sem Bjarni skilur eftir
sig eru mörg og hvað greinilegust
þegar kemur að Hilmari, syni
hans. Samband þeirra feðga var
einstakt og það var ósjaldan sem
síminn var tekinn upp til að leita
ráða hjá pabba eða bara til að
spjalla og fá annað sjónarhorn.
Missir Hilmars og fjölskyldunnar
er mikill. Mig langar að telja upp
fleiri minningarbrot því þau eru
svo ótalmörg – morgunte á
Tálknafirði, tækjaáhuginn og allt
það jákvæða sem honum fylgdi,
hádegisfréttir í botni – en það
væri bara til að reyna, í lengstu
lög, að fresta hinni óumflýjanlegu
stund sem nú er runnin upp,
kveðjustundinni. Elsku tengda-
pabbi, takk fyrir allar dýrmætu
stundirnar. Þær létu nú ekki mik-
ið yfir sér margar hverjar en það
eru einmitt þær sem mér þykir
svo vænt um og skilja eftir sig fal-
legar minningar. Ég veit að það
var ætíð hápunktur sumarsins hjá
Sindra Má, Katrínu Unni og Kon-
ráði að heimsækja afa og ömmu á
Tálknafirði – þá var lífið svo ein-
falt og svo ljúft því það snerist um
það sem gefur lífinu gildi – nær-
veru og samveru með þeim sem
okkur þykir vænt um. Það er þeim
erfið lífsreynsla að þurfa að kveðja
þig, afa sinn, með svona stuttum
fyrirvara og á þessum fordæma-
lausu tímum sem nú eru. Ég ætla
að halda mig við okkar síðustu
kveðju, þessa hversdagslegu
sjáumst aftur kveðju – því að ég
mun sjá þig aftur og aftur í öllum
þeim minningabrotum sem ég er
svo endalaust þakklát fyrir að
eiga. Minning þín lifir í hjörtum
okkar.
Meira: mbl.is/andlat
Anna Björk Sverrisdóttir.
Nú er góður maður genginn,
sagði afi við mig þegar ég tilkynnti
honum að minn ástkæri tengda-
faðir væri farinn. Hverju orði
sannara. Hann tengdafaðir minn
var einstakur maður, með hjarta
úr gulli, tryggur og blíður. Alltaf
til staðar fyrir fólkið sitt og ráða-
góður. Það er líka svo lýsandi fyrir
tengdapabba hvað hann tók alltaf
öllum vel. Hann hafði svo mikinn
áhuga á fólki og lífinu.
Það er ekki erfitt að ferðast aft-
ur í tímann og rifja upp allar góðu
og fallegu samverustundirnar sem
fylgdu honum.
Ég var 13 ára þegar ég átti mín
fyrstu kynni af tengdaforeldrum
mínum þegar þau réðu mig í vinnu
til að dreifa auglýsingum um
þorpið mitt, en ég bjó í næsta
þorpi á Bíldudal. Þetta glaðlega og
trausta fólk átti síðan eftir að spila
stórt hlutverk í lífi mínu.
Það er í raun ábyrgð sem fylgir
því að taka á móti svo ungri stel-
pusnót sem ég var þegar hann og
Sigrún buðu mig svo fallega vel-
komna í fjölskylduna. Ég eignað-
ist líka auka pabba þegar ég
kynntist Jenna mínum, því Bjarni
var mér alltaf svo góður og trygg-
ur. Studdi mig áfram og hafði allt-
af áhuga á því sem maður var að
gera. Hann hafði líka sterkar
skoðanir og það var skemmtilegt.
Hægt að ræða allt fram og til
baka. Ég á eftir að sakna þess að
rökræða við hann um femínískar
spekúlasjónir og
vegaframkvæmdir. Það var svo
sannarlega gæfa mín að eignast
þau sem aukasett af foreldrum.
Hann Bjarni Andrésson var í
raun engum líkur. Hann var sam-
félagslega ábyrgur og vildi fólki
sínu og þorpi allt það besta, hann
var framsýnn og fróður, barðist
oft fyrir framförum með hugsjón.
Ég áttaði mig snemma á því að
hann væri frumkvöðull og hug-
sjónamaður með mikla réttlætis-
kennd, og stundum langt á undan
sinni samtíð. Hugmyndir sem
voru stundum ræddar við matar-
borðið voru oft fyrir unga stúlkus-
nót töluverð heilabrot. Ég gekk
með tvö fyrstu börnin okkar fyrir
vestan og var það mikil gæfa að fá
að upplifa þessi ár, kynnast
smiðjutímanum og lífsorkunni
sem fylgdi þessum tíma.
Það var alveg sama hvað maður
bað hann um, alltaf var hann boð-
inn og búinn að hjálpa.
Þeir sem þekktu Bjarna vissu
að hann var með ástríðu fyrir flugi
og ég var svo heppin að fá að fara
stundum með honum í flug og það
voru dásamlegar ferðir.
Árið 1994 um vorið ákváðum
við Jenni að gifta okkur og var ég
þá ófrísk að öðru barni okkar.
Þetta var svolítið bras fyrir unga
konu sem var í vexti og brúðar-
kjóll var klárlega áhættuverkefni.
Eitthvað var ég áhyggjufull að ég
myndi ekki passa í kjólinn þegar
að brúðkaupsdeginum kæmi og
var að kvarta við eldhúsborðið í
Miðtúni þegar tengdafaðir minn
segir, sem svo oft áður, að þetta sé
nú lítið mál og lausnin augljós. Ég
sperri upp eyrun og horfi með að-
dáun á hann og hlusta. Nú, hann
skreppur bara með mig á flugvél-
inni til mátunar og breytinga á
kjól þegar ég þarf.
Og þar við sat, við fórum nokkr-
ar ferðir eftir hádegi í maímánuði
til að laga kjól og græja, leigubíll
tekinn til saumakonu og allt gert
með gleði. Og svo aftur heim fyrir
kvöldmat eins og í Kardashians-
ævintýri, svona eftir á að hyggja.
Ég er þakklát fyrir einstakan
vinskap foreldra minna og tengda-
foreldra, fyrir okkur Jenna var
þetta guðsgjöf, því við höfum verið
svo heppin að fá að fara ótal ferðir
með þeim, hlæja og gleðjast. Ég
er líka svo endalaust þakklát fyrir
að hafa fengið að fara í gegnum
mótunarár mín í lífinu með svona
sterka fyrirmynd eins og tengda-
föður minn hann Bjarna Andrés-
son.
Elsku Sigrún, við munum um-
vefja þig þeirri ást sem hann vafði
þig og geyma hann í hjarta okkar
að eilífu.
Minning um einstakan mann
lifir áfram í hjörtum okkar.
G. Sigríður Ágústsdóttir.
Við minnumst ástkærs afa og
þökkum fyrir hlýjar og góðar
minningar. Við munum sakna
faðmlagana og hvernig lyktin af
rakspíranum hans fylgdi okkur út
í daginn, færandi okkur bros á vör
og hlýju í hjarta þegar hún bloss-
aði upp annað slagið. Núna finn-
um við ekki lengur lyktina af rak-
spíranum en minningarnar höfum
við alltaf í hjartanu okkar. Minn-
ingar um góðan afa sem var mikil
fyrirmynd og sterkur maður.
Við elskum þig og söknum þín.
Blessuð sé minning þín.
Una Mattý Jensdóttir,
Ágúst Jensson, Hekla
Björk Jensdóttir, Bjarni
Gunnar Jensson.
Mitt í heimsfaraldrinum kvaddi
Bjarni föðurbróðir minn þetta líf
eftir stutta banalegu.
Á sjöunda áratugnum átti ég
því láni að fagna að fá að dvelja hjá
honum og Sigrúnu eiginkonu hans
á Tálknafirði hluta úr sumri í
nokkur ár. Ég var aðeins 7 ára
þegar ég kom þangað fyrst með
tárin í augunum af heimþrá strax
á leiðinni vestur, en það átti eftir
að breytast. Bjarni og Sigrún tóku
vel á móti mér og fljótlega fann ég
öryggi hjá þeim og heimþráin
hvarf eins og dögg fyrir sólu.
Bjarni ávarpaði mig alltaf sem
frænku, hallaði undir flatt og
horfði á mig með þessu hlýja og
glettnislega augnaráði. „Sæl
frænka, hvað segir þú frænka,
hvernig hefur þú það frænka“, ég
var Frænka með stóru F-i og mér
fannst ég einstök, það hlyti að
vera bara ein Frænka.
Bjarni og Sigrún bjuggu í miðju
þorpinu í litlu húsi. Bjarni vann í
vélsmiðjunni sem hann rak, Sig-
rún sá um heimilið og börnin voru
að fæðast eitt af öðru. Fyrst Addi
og síðan Björk á þeim tíma sem ég
dvaldi hjá þeim. Það var ekki bara
ég sem var utanaðkomandi á
heimilinu. Amma mín, Helga syst-
urdóttir Sigrúnar og Magga systir
Sigrúnar voru þarna einnig um
tíma. Allar tókum við þátt í heim-
ilisstörfum að því marki sem aldur
og geta leyfði. Þarna lærði ég að
vaska upp, hengja upp þvott og
brjóta saman, gæta barna og taka
þátt í umræðum. Það voru bak-
aðar kleinur, ástarpungar og
hjónabandssæla til að eiga með
kaffinu, því oft var ansi mann-
margt við eldhúsborðið í litla hús-
inu, ekki bara heimilisfólkið held-
ur einnig stafsmenn úr smiðjunni.
Ég veiddi minn fyrsta fisk, lærði
að snúa heyi í Stóra-Laugadal þar
sem foreldrar Sigrúnar voru með
búskap og ég lærði að synda. Öll
börn urðu að læra að synda í sjáv-
arþorpum úti á landi á þessum
tíma. Ég fór því á sundnámskeið,
en það gekk ekki alveg nógu vel
því ég vildi alls ekki fara í kaf, þó
ég elskaði sundið að öðru leyti.
Þetta þótti alveg ótækt. Stelpan
yrði að geta farið í kaf. Bjarni og
Sigrún fengu því sundkennarann
heim, það var látið renna vatn í
bala í eldhúsvaskinum og nú
skyldi frænka æfa sig að fara með
andlitið í kaf. Það var ekkert gefið
eftir. Fyrir utan þorpið var Poll-
urinn sem var heitavatnsupp-
spretta sem hægt var að baða sig
í. Bjarni fór þangað stundum á
kvöldin og leyfði mér að koma
með. Það var mikil upplifun.
Seinnipart sumars var farið í
berjamó. Það voru tínd krækiber
og aðalbláber og búin til saft og
sulta. Í minningunni var eldhúsið
eins og verksmiðja, afraksturinn
var svo mikill. Ég fékk tvær flösk-
ur af saft með mér heim um haust-
ið og mikið var ég stolt, ég hafði jú
tekið þátt í þessari framleiðslu.
Fyrir borgarbarnið var þetta mik-
ill og kærkominn ævintýraheim-
ur.
Ég er Bjarna og Sigrúnu ævar-
andi þakklát fyrir þennan tíma og
allar þessa fallegu og góðu minn-
ingar sem ég á frá æsku minni.
Þau voru aðeins tæplega þrítug og
opnuðu heimili sitt fyrir mér og
öllu þessu fólki. Það lýsir þeim vel,
þar sem er nóg hjartarými er ætíð
nóg húspláss.
Elsku Sigrún, Addi, Björk,
Jenni og Hilmar, ég sendi ykkur
og fjölskyldum ykkar mínar
dýpstu samúðarkveðjur.
Erna Jóna Sigmundsdóttir.
Bjarni Andrésson
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
RAGNAR GUNNARSSON,
Forsölum 1, Kópavogi,
lést sunnudaginn 5. apríl á líknardeild
Landspítalans.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Þökkum auðsýnda samúð.
Ólöf Gestsdóttir
Jórunn Ella Þórðardóttir Magnús Óskar Hákonarson
Gunnar Hólm Ragnarsson Sigrún Jónsdóttir
Ólafur Diðrik Ragnarsson Bryndís Böðvarsdóttir
Íris Guðrún Ragnarsdóttir Júlíus Þór Júlíusson
barnabörn og barnabarnabörn
Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi,
GÍSLI GUNNARSSON
prófessor emeritus,
lést á heimili sínu þriðjudaginn 7. apríl.
Jarðarförin fer fram í kyrrþey.
Minningarstund verður auglýst síðar.
Sigríður Ingileif Sigurbjörnsdóttir
Birna Bragadóttir
Málfríður Gísladóttir Byrial Rastad Bjørst
Þórunn Ingileif Gísladóttir Michael Cramer Andersen
Sigríður, Jens, Thorvald Gisli, Júlíus, Úlrik og Lauritz
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
ELÍN KLARA DAVÍÐSDÓTTIR,
lést 9. apríl á hjúkrunarheimilinu Grund.
Útförin fer fram í kyrrþey mánudaginn 20.
apríl. Aðstandendur vilja þakka starfsfólki
Minni-Grundar góða umönnun.
Svava Ásdís Sigurðardóttir Oddur R. Oddsson
Kristín R. Sigurðardóttir
Davíð Logi Sigurðsson Sigrún Erla Egilsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
SIGURJÓN ÞORBERGSSON,
lést miðvikudaginn 1. apríl.
Jarðarförin fer fram frá kirkju Jesú Krists
hinna síðari daga heilögu á Ásabraut 2,
Garðabæ, 17. apríl. Vegna aðstæðna í þjóðfélaginu verður fjöldi
takmarkaður við 20 manns. Jarðarförin verður tekin upp og
streymt síðar á netinu. Minningarathöfn verður haldin síðar
þegar aðstæður í þjóðfélaginu leyfa.
Þórunn Gunnþórsdóttir
Þorbergur Pétur Sigurjónsson, Amy Sigurjónsson
Jóhannes Elías Sigurjónsson, Mitzi G. Sigurjónsson
og barnabörn
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
ÚLFUR SIGURMUNDSSON
hagfræðingur,
Kópavogstúni 10, Kópavogi,
lést 11. apríl á hjúkrunarheimilinu Sóltúni.
Minningarathöfn verður haldin síðar.
Sigríður Pétursdóttir
Þóra Sæunn Úlfsdóttir Jóhann Ísak Pétursson
Einar Úlfsson
og fjölskyldur
Elskulegur sonur minn, faðir okkar
og bróðir,
GÍSLI MÁR SIGURJÓNSSON,
lést 13. apríl.
Gyða Richter
Kári Gíslason
Alex Birgir Gíslason
Eiríkur Steinarsson
Unnur Atashi Steinarsdóttir