Morgunblaðið - 16.04.2020, Side 44
44 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. APRÍL 2020
✝ Kjartan LárusPálsson fædd-
ist í Keflavík 6.
október 1939. Hann
lést á Landspít-
alanum 3. apríl
2020.
Foreldrar Páll
Ebeneser Sigurðs-
son og Ingibjörg
Bergmann Ey-
vindsson.
Kjartan var elst-
ur af þremur systkinum. Systir
hans Herborg Bergmann Páls-
dóttir og hálfbróðir Sigurður
Páll Ebeneser Tómasson lifa
bróður sinn.
Þegar Kjartan var 6 ára fórst
faðir hans á sjó. Skömmu síðar
veiktist móðir hans og var lögð
inn á Vífilsstaðaspítala. Kjartan
flakkaði þá á milli ættingja
fram yfir fermingu og má segja
að hann hafi að mestu verið
sjálfala. Hann sótti nám við
Melaskólann í Reykjavík, en
þegar skólaskyldunni lauk og
Kjartan var 14 ára fékk hann
vinnu á togara. 16 ára réð hann
sig á norskt farskip og sigldi um
Írlandi, Hollandi og Taílandi.
Kjartan lét talsvert að sér
kveða í golfíþróttinni, en hann
fékk golfbakteríuna þegar hann
tók fyrst þátt í firmamóti blaða-
manna árið 1969. Hann var lið-
stjóri unglingalandsliðs karla í
golfi árið 1973 og á árunum
1979-1986 var hann einvaldur
og liðstjóri karlalandsliðsins í
golfi. Hann átti um tíma flestar
„holur í höggi“ á Íslandi, alls 6
skipti, og á því sæti í frægð-
arhöll Einherjaklúbbsins, þar
sem hann jafnframt gegndi for-
mennsku um árabil.
Kjartan lætur eftir sig eig-
inkonu, Jónínu Sigurlaugu
Kristófersdóttur, börnin Dag-
björtu Lilju Kjartansdóttur
Bergmann og Jón Bergmann
Kjartansson Ransu, barnabörn,
Helga Gunnar Vignisson,
Nönnu Láru Vignisdóttur, Sól-
eyju Lúsíu Jónsdóttur, Ólaf
Mikael Jónsson og Kjartan
Gabríel Jónsson, barna-
barnabörn: Jakob Skúla Helga-
son, Brynjar Kára Helgason og
Lárus Frey Helgason.
Sökum samkomubanns verð-
ur eingöngu nánasta fjölskylda
Kjartans viðstödd útförina. Hins
vegar verður henni streymt
beint á netinu á slóðinni https://
livestream.com/accou/
11153656/events/9078628/
player.
Evrópu, Asíu og
suður fyrir Afríku.
Hann hætti öll-
um siglingum tví-
tugur að aldri til að
stofna til fjöl-
skyldu. Hann tók
þá meirapróf og
starfaði í nokkur ár
sem stræt-
isvagnabílstjóri og
leigubílstjóri.
Kjartan var mik-
ill áhugamaður um íþróttir og
snemma á sjöunda ártugnum
hóf hann að skrifa íþróttafréttir
fyrir Vísi undir skammstöf-
uninni –klp-. Hann starfaði sem
blaðamaður í tvo og hálfan ára-
tug og skrifaði ýmist íþrótta-
fréttir eða almennar fréttir fyr-
ir Vísi, Tímann og DV.
Kjartan var flakkari í eðli
sínu og eftir að hann lét af
blaðamennsku starfaði hann
sem fararstjóri, fyrst samhliða
blaðamennsku en svo fastréð
hann sig í fararstjórn hjá Sam-
vinnuferðum Landsýn og síðar
hjá Úrvali Útsýn. Hann starfaði
við fararstjórn aðallega á Spáni,
Ég veit eiginlega ekki hvar ég
á að byrja því það er svo margt
sem hringsólar í huganum mín-
um. Pabbi hefur oft farið í burtu
enda fararstjóri en ekki svona
endanlega eins og núna. Lífið
hans var ekki auðvelt því pabbi
hans drukknaði þegar hann var 6
ára og síðan varð mamma hans
veik og gat ekki haft börnin sín.
Ég heyrði svo fallega en sorg-
lega sögu áðan frá frænku minni
að ég upplifði pabba allt í einu
sem lítinn strák. Hann var nýbú-
inn að missa pabba sinn og fór að
heimsækja föðursystur sína á
Flateyri. Hann var með fótbolta
sem pabbi hans hafði gefið hon-
um og hafði því mikið tilfinninga-
legt gildi. Hann sparkaði boltan-
um óvart út í sjó og var alveg
miður sín og fór að gráta. Vitandi
hvað boltinn var mikilvægur fékk
föðursystirin lánaðan árabát og
réri eftir boltanum.
Pabbi ól sig eiginlega upp
sjálfur því hann skiptist á að búa
hjá ættingjum hér og þar. Hann
var aðeins 14 ára þegar hann fór
á togara síðan á kaupskip og
sigldi um heimsins höf. Planið
var að verða skipstjóri og fékk
hann möguleika að fara í Stýri-
mannaskóla en vinnuslys breytti
þeirri áætlun.
Svo hitti hann mömmu og ég
mætti í heiminn. Þar sem hann
hafði ekki átt fjölskyldu lengi þá
var þetta hlutverk honum dýr-
mætt.
Hann vann á tveimur stöðum
til að sjá fyrir fjölskyldunni og
tók svo ákvörðun að leigja
mömmu sinni og sambýlismanni
herbergi til að hafa mömmu sína
hjá sér líka. Þetta auka álag var
mikið fyrir mína móður og þau
skildu. Síðar fékk pabbi berkla
og mamma fór að fara með mig í
heimsókn til hans og að lokum
giftu þau sig í annað sinn og ég
eignaðist lítinn bróður. Karlinn
hafði gaman af því þegar ég var
flutt af heiman og kom í heim-
sókn að segja við gesti „Þetta er
dóttir mín úr fyrra hjónabandi“
og fólkið rak upp stór augu og
spurði „Er ekki Nanna mamma
hennar?“ Jú svaraði sá gamli og
þagði á meðan gestirnir klóruðu
sér í hausnum yfir þessum
skrítnu tengslum.
Það er ótrúlegt hvað hann
karl faðir minn náði að gera úr
lífinu sínu með eigin baráttuvilja
og dugnaði. Ég er virkilega stolt
af honum og hvernig hann var
þrátt fyrir erfitt uppeldi. Þvílík
barnagæla og manngæska sem
var undir þessu hrjúfa yfirborði.
Snobb var ekki á hans borði því
allir voru undir sama hatti hvort
sem það voru forstjórar eða
heimilislausir fíklar. Maður
lærði mörg góð gildi sem eru
gott veganesti að hafa í lífinu.
Stattu með sjálfum þér, vertu þú
sjálfur, vertu kurteis og þakk-
látur við fólk sem kemur vel
fram við þig. Þetta er aðeins
brot af því sem situr í manni og
hann yfirfærði einnig til minna
barna. Auðvitað var hann ekki
fullkominn, það er enginn en
kostirnir voru margfalt fleiri en
gallarnir. Hláturinn, húmorinn,
skemmtilegu sögurnar, gjaf-
mildin á sjálfan sig til okkar og
gæskan er eitthvað sem ég kem
til með að sakna alveg hrikalega
mikið og ég veit að börnin mín
koma til með að sakna hans mik-
ið líka
Elsku pabbi minn. þú varst
hetja og ljós í lífinu. Ég veit að
þínir góðu straumar halda áfram
að vera til í kringum okkur að ei-
lífu.
Þín dóttir
Dagbjört L. Kjart-
ansdóttir Bergmann.
Elsku bróðir, það er sjónar-
sviptir að þér. Það má segja að
við höfum átt langt líf hér á þess-
ari jörð, en stutt kynni. Það var
stórt skarð höggvið í líf okkar
systkina þegar við vorum ung
börn, þegar faðir okkar, Sigurður
Páll Ebeneser Sigurðsson frá
Skáladal á Hornströndum, fórst
með mb. Geir frá Keflavík 12.
febrúar 1946.
Kjartan, eða Kiddi eins og
hann var kallaður, var mjög fal-
legt barn með þykkt svart hrokk-
ið hár. Hann þótti líka mjög
skemmtilegur, fyndinn og uppá-
tækjasamur. Þriggja ára fór hann
upp á sitt eindæmi út í búð, og
þegar hann var spurður hvort
hann væri einn á ferð og hvar hún
mamma hans væri, þá svaraði
hann: „Hún mamma, hún er svo
löt að hún nennir ekki einu sinni
niður tröppurnar.“ Hann var nú
aðallega að fara í búðina til þess
að fá aðdáun eins og hann var
vanur. Húmorinn og tilsvörin
hafa fleytt honum langt til þess
að lifa af.
Leiðir okkar Kidda skildi þeg-
ar við vorum ung að árum. Móðir
okkar, Ingibjörg Bergmann Ey-
vindsdóttir frá Keflavík, veiktist
um það leyti sem faðir okkar
fórst, þá urðu þáttaskil í lífi okkar
systkina. Hann ól sig eiginlega
upp sjálfur, með aðsetur hjá móð-
urömmu okkar, Dagbjörtu Berg-
mann Jónsdóttur frá Hópi í
Grindavík, og Eyvindi Bergmann
frá Fuglavík á Suðurnesjum.
Kiddi var mjög elskaður af þeim,
en það var búið mjög þröngt í litla
húsinu þeirra í Keflavík og síðar í
Reykjavík, og Kiddi bróðir svaf
víst mest á dýnu undir eldhús-
borðinu. Ég var aftur á móti send
vestur á Ísafjörð til langömmu,
föðurömmu sem hét Herborg
Ebeneser, frá Hesteyri og bjó á
Sæbóli í Aðalvík á Hornströndum
með langafa Árna Sigurðssyni
stórbónda. Pabbi okkar ólst upp
hjá þeim þar til þau fluttu til Ísa-
fjarðar með síðustu ábúendum á
Hornströndum. Síðar var ég sett
í fóstur hjá hjónunum Gísla Jó-
hannessyni, skipstjóra frá Gauks-
stöðum í Garði, og Sigríði Skúla-
dóttur í Vesturbæ Reykjavíkur.
Það var lítið sem ekkert samband
á milli fjölskyldna þannig að við
Kiddi misstum því miður hvort af
öðru þar til við höfðum bæði
stofnað okkar fjölskyldur. Börnin
okkar voru í góðu sambandi þeg-
ar þau voru ung, þá hittust þau
helst hjá ömmu sinni eða heima
hjá Kidda og Nönnu.
Kiddi var lánsamur að hitta
sinn lífsförunaut mjög snemma,
hana Nönnu, dásamlega mann-
eskju og börnin þeirra og barna-
börn eru öll yndisleg.
Guð verndi þig og blessi, elsku
bróðir minn. Ég sakna þín og á
eftir að sakna þess að fá þig ekki í
heimsókn fyrir jól með fallega
skreytingu og jólakort frá ykkur
Nönnu. Ég votta ykkur mína
dýpstu samúð, elsku Nanna mín
og elsku Dabba og Nonni og fjöl-
skyldur.
Herborg María Pálsdóttir
(Heddý).
Við systkinin viljum með örfá-
um orðum minnast Kidda móð-
urbróður okkar. Kiddi frændi var
yndislegur maður, skemmtilegur,
hjálpsamur, áhugasamur, mikill
húmoristi, ákveðinn og sterkur
karakter. Við dáðumst að frænda
fyrir hæfileikana og einnig
hversu vinmargur og vinsæll
hann var. Hann lá ekki á skoð-
unum sínum og lét það flakka ef
Kjartan Lárus
Pálsson
Elsku yndislega amma mín
sagðist oft eiga átta og hálft
barn af því að ég væri í raun
barnið hennar og afa líka enda
ólst ég að miklu leyti upp hjá
þeim og flutti þangað aftur full-
orðin með tvær litlar dætur. Ég
og amma höfum alltaf átt náið,
fallegt og traust samband og
mikil væntumþykja ríkt okkar á
milli. Við höfum líka gert hvor
aðra vitlausa. Þannig er víst líf-
ið. Væntumþykjan dvínaði þó
ekki við það og kannski þvert á
móti. Amma sýndi ótrúlegt um-
burðarlyndi og þolinmæði þegar
ég átti mín erfiðu og átakamiklu
unglingsár. Í dag tekur það mig
sárt að hafa ekki alltaf sýnt
henni það umburðarlyndi og
þolinmæði sem hún átti þó svo
sannarlega skilið frá mér. Ég
hef alltaf dáðst að henni og allir
vinir mínir telja sig þekkja hana
mjög vel – líka þeir sem hafa
aldrei hitt hana. Ég segi nefni-
lega sögur af henni. Margar
sögur og ólíkar, fyndnar, fal-
legar, rómantískar og drama-
tískar. Hún átti nefnilega alveg
ótrúlega ævi og það er fallegt
og dýrmætt ferðalag að kynnast
hennar sögu betur og betur og
þar með henni sjálfri. Eftir því
sem ég kynnist henni betur fyll-
ist ég meiri aðdáun, virðingu og
skilningi í hennar garð. Ég átti
Jóhanna Unnur Giss-
urardóttir Erlingson
✝ Jóhanna UnnurGissurardóttir
Erlingson fæddist
16. janúar 1932.
Hún lést 29. mars
2020.
Útför Jóhönnu
fór fram í kyrrþey
en minning-
arathöfn verður
haldin þegar að-
stæður leyfa.
fallegt samtal við
dýrmæta vinkonu
um ömmu nýlega
þar sem fram kom
að amma var ein-
stæðingur frá níu
ára aldri, kynntist
afa þegar þau voru
bæði 16 ára og þau
eignuðust fyrsta
barnið þegar þau
voru 17 ára. Hún
fékk mjög tak-
markaða menntun þó að hún
hafi þráð það mjög og hafði
augljósa hæfileika til. Hún
samdi fallega texta og þýddi úr
ensku og dönsku. Vinkona mín
spurði mig hvernig kona með
svona sögu hefði lært erlend
tungumál. Ég svaraði því til að
hún hefði bara kennt sér þau
sjálf eins og svo margt annað.
Enskuna lærði hún af Shake-
speare en hún eyddi nánast
aleigunni í safn af Shakespeare-
verkum þegar hún var 16 ára
því hún vildi læra ensku. Vin-
konan spurði mig gáttuð hvort
ég gerði mér grein fyrir því
hversu ótrúleg saga þetta væri
og hversu yfirburðagáfuð þessi
kona hlyti að hafa verið.
Skömmustulega neyddist ég til
að viðurkenna að ég hefði í raun
ekki gert mér fyllilega grein
fyrir því. Ég sé það þó alltaf
betur og betur hvernig hún og
afi, nánast börn að aldri og án
nokkurs baklands þegar þau
stofna sína fjölskyldu, hljóta að
hafa unnið óteljandi kraftaverk.
Afkomendurnir, sem eru á
sjötta tug, voru stolt þeirra og
yndi og bera þessum krafta-
verkum ýmis merki. Þau gáfu
okkur ekki bara lífið sjálft held-
ur ótalmargar undurfallegar
gjafir. Ást á tónlist, tungumál-
inu okkar, sögum og hefðum
eru dæmi um slíkar gjafir og,
ekki síst, ástin sem þau báru til
okkar og hvort til annars.
Amma kunni betur en nokkur
að koma orðum að hlutunum og
uppáhaldsljóðið mitt úr hennar
smiðju er einmitt ástarjátningin
sem hún samdi til afa. Loka-
erindið er mér hugleikið núna
og ég ylja mér við það að ást
ömmu verði alltaf hér og verði
alltaf mín og okkar. Elsku
amma, hjartans engillinn minn.
Þótt sökkvi lönd í sæ
þótt hrynji fjöll og farist allt sem
jarðneskt er
þótt sortni himinn verður ást þín
ávallt hér
sem guðalogi hún um alla eilífð skín
og verður mín.
Ragna Bjarnadóttir.
Mér er bæði ljúft og skylt að
minnast ömmu minnar elsku-
legrar, Jóhönnu G. Erlingson, í
örfáum orðum. Og þegar þre-
faldur afi á sextugsaldri kveður
ömmu sína er þakklæti sann-
arlega efst í huga.
Einhvern tímann hélt ég því
fram að vorvindar ár hvert
þeyttu frjókornunum fyrst yfir
Karfavoginn, enda barnalán
fjölskyldunnar með eindæmum.
Pabbi elstur átta systkina og ég
fyrsta barnabarnið í nú gríð-
arstórum og fjölbreyttum hópn-
um. Amma var svo innilega
stolt af afkomendum sínum
enda vorum við öll umvafin
hennar ást og hlýju.
Það var dýrmætt að hafa átt
Karfó sem fastan punkt í tilver-
unni í öll þessi ár. Þetta athvarf
fjölskyldunnar var akkerið,
sökkullinn sem við öll sóttum í.
En athvarfið var auðvitað ekki
húsið eða staðurinn, athvarfið
var amma. Að geta deilt með
henni sigrum sem og ósigrum
hefur reynst mér og að ég veit
öllum í fjölskyldunni ómetan-
legt. Í mínu söngbrölti var það
regla að hringja í ömmu þegar
nýtt spennandi atvinnutækifæri
bauðst. Hún gladdist svo inni-
lega þegar vel gekk, enda
þekkti hún manna best at-
vinnuóöryggið sem starfinu
fylgir, og svo stappaði hún í
mann stálinu þess á milli. Hún
var klettur hún amma, ekkert
minna.
En við gátum líka karpað og
deilt. Alveg er ég viss um að
bera ábyrgð á talsverðum fjölda
grárra hára á hennar höfði enda
gat ég argast í henni út og suð-
ur á mínum unglingsárum. Það
hefur þurft stáltaugar að hafa
húsið stútfullt af fólki, daginn
út og inn, og þar að auki síröfl-
andi unglinga í pilsfaldinum. En
hún hafði lag á okkur, öllum.
Minningarnar úr Karfavogin-
um hrannast upp enda var líka
mikið hlegið. Það var ekki lítið
sem gekk á þegar fimm föð-
ursystur voru að hafa sig til út
á lífið á eina baðherbergi heim-
ilisins, með ömmu fremsta í
flokki. Maður lifandi það sem
var gaman.
Það er aumt fyrir okkur
Berlínardeild fjölskyldunnar að
komast hvorki lönd né strönd í
núverandi ástandi. Ég veit að
Fjölnir minn syngur Kvöld-
stjörnuna yfir langömmu sinni á
sinn einstaka hátt og þar hljóm-
ar um leið kveðjan frá mér.
Minningin lifir!
Ólafur Kjartan.
Í dag kveðjum við elsku lang-
ömmu og langalangömmu
Hönnu. Árið 2014, eftir að hafa
búið erlendis í fjögur ár, flutt-
um við aftur heim til Íslands.
Eins og svo margir í fjölskyld-
unni enduðum við í Karfavog-
inum, þar sem langamma bjó á
efri hæðinni og við litla fjöl-
skyldan í kjallaranum. Þar tók
hún á móti okkur með opnum
örmum og vorum við þar í tæp-
lega fimm ár. Það var ákaflega
dýrmætur tími, ekki síst fyrir
börnin okkar en þau eru víst
ekki mörg sem fá að njóta jafn
innilegra samvista við langa-
langömmu sína eins og þau
Bragi og Sigríður Salka fengu.
Þau leituðu gjarnan upp á efri
hæðina og þá heyrðist oft:
„Ertu kominn engillinn minn?“
Hjá ömmu var alltaf tími fyr-
ir spjall og heitt á könnunni,
enda gerði hún að eigin sögn
besta kaffi í heimi! Þá var alveg
sérstaklega gaman að segja
henni gleðifregnir, sama hvort
þær væru stórar eða litlar, þar
sem hún samgladdist alltaf svo
innilega.
Eftir sitja ótal góðar minn-
ingar og sögur sem fyllt gætu
heilu bækurnar án nokkurra
vandkvæða. Efst í huga okkar
er þakklæti fyrir að hafa fengið
að eiga hana ömmu Hönnu.
Fjölnir, Vala, Bragi og
Sigríður Salka.
Brostin vinar böndin
blessuð minning lifir
Kveðjustund okkar Jóhönnu
var einlæg og kærleiksrík.
Þremur dögum fyrir andlát
hennar náðum við mjög innilegu
samtali. Þar renndum við yfir
lífshlaupið og einstaka snerti-
fleti lífs okkar frá því er ég sá
hana fyrst 13 ára stelpuskott
hjá ömmu sinni Jóhönnu Linnet
vorið 1945 og fram til þessa
dags. Það var indælt að láta
hugann reika saman og renna
yfir ferilinn. Tal okkar barst að
umbreytingu þeirri sem fram-
undan væri. Hún sagðist hafa
verið ferðbúin fyrir nokkru og
að ferðin framundan væri fagn-
aðarefni hvað sig snerti.
Allt frá því er þau systkinin
Ólöf, kona mín, og Jón eigin-
maður Jóhönnu misstu föður
sinn sr. Sigurð, óx upp órjúf-
anlegur kærleikur og samstaða
milli allra systkinanna. Þessi
kærleikur og samhugur átti sér
engin takmörk. Hann náði út
yfir alla sjálfselsku og eigin-
girni. Þar sem Ólöf var elst í
systkinahópnum kom það í
hennar hlut að vera sterkasta
reipið innan systkinahópsins og
að hjálpa til á tánings- og frum-
býlingsárum systkinanna. Það
var mér síðar mikil ánægja að
fylgjast með uppvexti og gef-
andi lífshlaupi fjöruga barna-
hópsins þeirra Jóns og Jóhönnu
en í þeim hópi var einnig að
finna lífsþráðinn í hamingjuvef
hjónabands okkar Ólafar. En
hver var stóra gjöfin til okkar
Ólafar? Hamingjusól sem veitti
okkur vaxandi gleði og birtu
sem hefur staðið í 60 ár. For-
senda fyrir slíkri gjöf var ekki
sjálfgefin en byggðist á þeirri
næmu tilfinningu Jóhönnu og
Jóns að bregðast við þegar þau
vissu að okkur yrði ekki barna
auðið. Með nokkurra mánaða
fyrirvara sögðu þau frá barninu
okkar sem von var á í ágúst-
mánuði 1960. Þegar okkur barst
upp í hendurnar nýfædd stúlka
reis upp ársól hamingju okkar
Ólafar. Þetta næstum fordæma-
lausa kærleiksverk vil ég minn-
ast á umfram allt annað þegar
komið er að kveðjustund og
þökkum fyrir liðna ævislóð og
samferðaleið okkar Jóhönnu og
fjölmennu fjölskyldu hennar.
Það er ánægjuleg tilfinning
að minnast þess að hafa staðið á
hliðarlínunni eða í miðjum
hópnum hjá fjölskyldu Jóhönnu
og Jóns og jafnframt finna sig
sem aðila að stórfjölskyldunni.
Börnin þeirra hafa tileinkað
mér þá elskulegu nafnbót fóstri
eða Hjörtur pabbi. Kveðju-
stundin er samofin innilegu
þakklæti og virðingu fyrir ein-
stakri persónu og kærleika sem
einkenndi Jóhönnu alla tíð.
Drottins hjálpar höndin
heilög vaki yfir.
Hjörtur Þórarinsson.
Ég var unglingur þegar ég
kynntist Jóhönnu G. Erlingson,
þessari einstöku konu sem ég á
svo margt að þakka. Árið 1963
var ég kominn í slagtog með
elsta syni hennar, tónlistarsnill-