Morgunblaðið - 16.04.2020, Page 47

Morgunblaðið - 16.04.2020, Page 47
MINNINGAR 47 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. APRÍL 2020 ✝ María Bærings-dóttir fæddist í Reykjavík 2. ágúst 1930. Hún lést á sjúkrahúsinu í Stykkishólmi 31. mars 2020. Foreldrar henn- ar voru Bæring El- ísson, bóndi Bjarn- arhöfn, síðar Borg, Stykkishólmi, f. 1899, d. 1991, og Árþóra Friðriksdóttir, hús- móðir, f. 1904, d. 1990. Systkini Maríu: Jón Lárus, f. 1927, d. 2010, Gróa H., f. 1933, d. 1999, Högni F., f. 1935 og Þorbergur, f. 1943. Uppeldissystkini Maríu: Guðný Jensdóttir, f. 1938, Svav- ar Jensson, f. 1953, Þórður Har- aldsson, f. 1951, d. 2011. sonur Haraldar frá fyrra hjóna- bandi. 2) Harpa, f. 1956, maki Gunnar Tryggvason, f. 1958, þau slitu samvistum. Börn Hörpu og Gunnars: a) Tryggvi, f. 1990, maki Inga Hildur Jóhannsdóttir, f. 1993. Dætur Tryggva og Ingu Hildar: Lóa og Ylva. b) María Borg, f. 1994. c) Ágúst Þór, f. 1974, sonur Hörpu frá fyrra sambandi. María ólst upp í Bjarnarhöfn í stórri fjölskyldu og á gestkvæmu heimili. María kynntist sveita- störfum og tók fullan þátt í þeim bæði inni og úti. Árið 1951 flutti fjölskyldan til Stykkishólms. María lauk námi frá Húsmæðra- skólanum að Staðarfelli, var hót- elstýra Sumarhótelsins í Stykk- ishólmi í 12 ár, vann skrifstofu- störf í Skipavík í 18 ár og hún rak heimagistingu í Stykkis- hólmi í 20 ár. Útför Maríu fer fram frá Stykkishólmskirkju í dag, 16. apríl 2020, og verður í kyrrþey í samræmi við reglur um sam- kombann. María giftist Ágústi Þórarinssyni sjómanni árið 1950, f. 1916, d. 1988. For- eldrar hans voru Ingibjörg S. Guð- mundsdóttir, f. 1891, d. 1922 og Þórarinn Jónsson, f. 1878, d. 1946, frá Bolungar- vík. Börn Maríu og Ágústs: 1) Árþóra, f. 1953, maki hennar Þorsteinn Gunnarsson, f. 1953. Börn þeirra: a) Huginn Freyr, f. 1978, maki Dagný Bolladóttir, f. 1979, börn Hugins og Dagnýjar: Bolli Steinn, Gunnar Bjartur, Freyja og Indriði Hrafn; b) Sól- veig, f. 1982, maki Haraldur F. Helgason, f. 1979. Börn Sólveigar og Haraldar: Ísold Thea, Andri Tíminn líður hratt og hann fær enginn stöðvað og áður en ráð- rúm gefst er komið að leiðarlok- um en samt er maður ekki tilbú- inn að segja skilið við sína nánustu. Elsku mamma, ég á eft- ir að sakna þín og það verður erf- itt að koma í Hólminn og þú ekki til staðar. Brosið og faðmlagið sem tók á móti mér og sagði vel- komin heim. Manni leið vel í ná- vist þinni því þú varst alltaf svo jákvæð og sást alltaf skærustu ljósin í tilverunni. Ekkert vanda- mál var svo stórt að það væri ekki hægt að leysa með dugnaði og út- sjónarsemi. Því dugnaður var einn af þínum mörgu kostum og þú vílaðir ekkert fyrir þér. Pabbi kom inn í líf þitt 1950 og þið áttuð 38 góð ár saman. Pabbi var sjómaður til margra ára og á meðan kom það í þinn hlut að tak- ast á við lífsbaráttuna í landi. Það verk fórst þér vel úr hendi enda bæði sjálfstæð og úrræðagóð. Þú tókst að þér ýmis verkefni og störf í gegnum tíðina, bæði veisluhöld, stjórnunar- og skrif- stofustörf. Sumarhótelið í Stykk- ishólmi rakst þú til tólf ára og varst með margt ungt fólk í vinnu. Stundum hitti ég þetta fólk í dag og það minnist þín með hlýju og virðingu. Þú varst nota- legur og ráðagóður gestgjafi og geislaði af þér þegar þú tókst á móti fólki og vildir allt fyrir gesti þína gera. Síðustu 20 árin á vinnumarkaði rakstu heimagist- ingu við góðan orðstír. Ekki tal- aðir þú erlend tungumál og þegar erlenda gesti bar að garði kom já- kvæðni og bjartsýni að góðum notum því þú notaðir bara lík- amstjáningu og þá skildu allir alla. Þú gerðir vel við gesti þína og á kvöldin bauðstu þeim til stofu og gafst þeim kaffi og rjómavöfflur. Orðspor þitt breiddist út og alltaf var nóg að gera við að taka á móti gestum. Þér var margt til lista lagt og má þar m.a. nefna saumaskap og matargerð. Þú saumaðir á okkur systurnar þvílíka kjólana og dragtirnar og meira að segja hatta. Man alltaf þegar ég, á mín- um yngri árum, sprangaði með hatt um bæinn, saumaðan af þér eftir nýjustu tísku, og fannst ég vera eins og kvikmyndastjarna. Sjálf varstu alltaf vel tilhöfð bæði í klæðaburði og skarti. Eitt barnabarnið mitt sem hitti þig sl. sumar hafði á orði að Mæja amma væri svo sæt og krúttleg. Þú varst mikil spilakona og spilaðir bæði vist og pídró og á hátíðisdögum þegar stórfjöl- skyldan kom saman var gjarnan tekið í spil og gekk þá oft mikið á enda mikið keppnisfólk á ferð. Mamma, þú kenndir mér ým- islegt. Ég man þegar þú varst að láta uppeldisbróður þinn lesa og ég fékk að fylgjast með og þegar ég byrjaði í skóla varð ég fljótt læs. Þú bentir mér á bækur að lesa, þú kenndir mér matargerð, m.a. slátur- og pylsugerð. Pylsu- gerðin er mér sérstaklega minn- isstæð. Þú gerðir þitt besta til að gera mig að góðum kokki og þrátt fyrir góðan vilja gekk það hægt og þú hafðir á orði að þegar átti að gera eitthvað í eldhúsinu þurfti Árþóra alltaf að fara upp að lesa! Mamma þú gafst mér gott veganesti út í lífið og það er mér ómetanlegt og fyrir það verð ég alltaf þakklát. Já mamma mín, þú varst sér- stök kona og minningarnar um þig munu lifa með mér og veita mér hlýju og yl. Árþóra. Þá er komið að því að kveðja þig, kæra mamma. Við höfum í gegnum árin átt yndislegar stundir saman. Þú kenndir mér svo margt og þú varst alltaf til staðar. Þú varst jákvæðasta manneskja sem ég hef kynnst. Það má heldur ekki gleyma því hversu mikil baráttukona þú varst fyrir þig og þína. Þegar móðir þín dó þá sagðirðu við mig: „Harpa, ég sakna hennar svo mikið.“ Þar er ég í dag. Kæra mamma, ástarkveðja, þín er fal- lega minnst ég á margar góðar minningar sem lifa áfram. Takk fyrir allt. Þín dóttir, Harpa. Elsku amma, síðustu dagarnir þínir voru þér erfiðir og þú barð- ist hetjulega. Þú varst dugnaðar- forkur og leystir allt af mikilli vandvirkni sem þú tókst þér fyrir hendur. Það var erfitt að sitja hjá vitandi af þér í þessari baráttu á þessum tímum. En ég veit að þú varst tilbúin að fara og fórst sátt. Þú misstir Ágúst afa, manninn þinn, frá þér of snemma og sakn- aðir hans alla tíð mikið. Alltaf þegar ég heyrði í þér eða hitti þá sagði ég alltaf að þú værir drottn- ing Hólmaranna og þá tísti alltaf í þér. Þú varst lífsglöð, þakklát, hamingjusöm, jákvæð, bjartsýn og frumkvöðull. Þú rakst eina af fyrstu heimagistingunum í Hólm- inum og byrjaðir á því þegar þú fórst út af vinnumarkaði. Þú sagðir að þú þyrftir að hafa eitt- hvað að gera í ellinni. Heimagist- inguna rakstu þar til þú varðst áttræð. Það var margt sem þú kenndir mér og var það fyrst og fremst dug og þor. Einnig eigum við sama áhugamál þ.e. gull, glimm- er og bleikan lit. Við vorum dug- legar að punta okkur saman hér á árum áður. Þú varst alltaf stór- glæsileg, sama hvað þú varst að gera, þú hafðir þig alltaf til. Ég veit að amma setti svip sinn á bæinn og hafa nú Hólmarar misst drottninguna sína. Mig langar að þakka Hólmurum fyrir náungakærleik því þið báruð svo hlýjan hug til ömmu. Ég veit að fólk var að taka hana upp í bílinn og skutla henni upp á Dvaló þeg- ar göngutúrarnir hennar urðu lengri en hún ætlaði sér eða þeg- ar veður var orðið vont. Hún fékk góða aðstoð í búðinni eða bank- anum. Það var gott að vita af ömmu óhultri í Hólminum þar sem henni þótti best að vera. Takk fyrir allar stundirnar og hvíldu í friði, elsku amma. Góða nótt. Sólveig Þorsteinsdóttir. Skemmtilegar minningar frá Stykkishólmi leita á mann nú þegar Mæja amma hefur kvatt okkur. Fallegir sumardagar þegar amma fór með mann út í garð og aðalspennan fólst í að at- huga hvort jarðarberin væru komin. Og amma þeystist um eins og hún gerði alltaf og þótti manni þessi kraftur í henni svo heillandi. Hún var af þeirri kyn- slóð sem vissi að eljan er það sem kemur hlutunum áfram. Þetta sýndi sig þegar hún opn- aði eigin heimagistingu á heimili sínu á Höfðagötunni. Hún fór sínar eigin leiðir. Talaði enga ensku en heillaði gesti með ís- lenskri gestrisni þannig að allir skildu að lokum hvernig lífið gekk fyrir sig. Þetta var löngu fyrir tíma internets og Air BnB. Bara landlína og trú á verkefn- inu. Og trúin á verkefninu skil- aði ávöxtum því bókunarstaðan var svo góð að Mæja amma svaf oft inni í þvottahúsinu ættingj- um hennar til mismikillar gleði. Allt lífið er dularfullt, dásamlegt þó, oss dylst ei þess eilífi kraftur. Að reika um torfæran tilveruskóg er töfrandi löngum, þó gatan sé mjó, er gaman að átta sig aftur. (Erla) En eins og í svo mörgu gaf amma ekki eftir þegar áhyggju- fullir ættingjar voru að ræða við hana um að beddi í þvottahúsi væri ekki góður íverustaður. Amma stóð nefnilega alltaf fast á sínu hvort sem það var á við- skiptahugmyndum sínum eða stjórnmálaskoðunum. En alltaf stutt í gleðina og hláturinn. Eft- irminnileg rússíbanaferð þar sem Mæja amma tók á sig meðal annarra að fara með barnabörn- in í hrikalega rússíbanareið. Ferðalangarnir voru allir felmtri slegnir eftir ferðina en það létti til þegar Mæja fór að hlæja. Þessi hlátur fyllti alla af gleði og maður minnist hversu skemmtilegt langömmubörnum hennar þótti að heyra hversu glöð hún var. Þessi gleði var til staðar þegar við fjölskyldan náðum að hitta hana í Stykkis- hólmi í fyrrasumar. Mæja amma var hress og krakkarnir áttu góða stund með henni og amma ljómaði þegar við töluðum um fegurðina í Stykkishólmi. Hvíl í friði, elsku amma. Huginn Freyr Þorsteinsson. María Bæringsdóttir ✝ Guðrún Sig-ríður Óskarsdóttir fæddist á Ak- ureyri 31. október 1929. Hún lést á öldrunarheimilinu Hlíð 8. apríl 2020. Foreldrar Guðrún- ar voru Óskar Stefánsson, f. 1907, d. 1977, og Vigdís Guðmunds- dóttir, f. 1909, d. 1989, sem þá voru búsett í Rauðumýri á Ak- ureyri. Hún var elst af átta systkinum. Systkini hennar voru: Aðalheiður, f. 1931, d. 2007, Kristinn, f. 1932, d. 1990, Ósk f, 1935, Grétar, f. 1938, Jón, f. 1941, Stefán, f. 1944, og Rósa, f. 1948. Guðrún giftist árið 1950 Ár- sæli Magnússyni, f. 13.10. 1928, d. 21.1. 2005. Foreldrar hans voru Magnús Þórðarson, f. 1884, d. 1945, og Sigrún Árnadóttir, f. 1890, d, 1955. Guðrún átti sex börn, elst er Svandís Gunnarsdóttir, f. 1947, gift Einari Árnasyni, þau eiga þrjú börn. Börn þeirra Guðrúnar og Ársæls eru: Ósk, f. 1950, gift Kjartani Heiðberg, þau eiga þrjú börn; Þorbjörg, f. 1952, gift Valdi- mari Sigurjónssyni, hún á þrjú börn frá fyrra hjónabandi; Vigdís Sigrún, f. 1957, gift Kristjáni Ármannssyni, hún á þrjú börn frá fyrra hjóna- bandi; Magnús, f. 1961, kvænt- ur Elísabetu Arnoddsdóttur, hann á tvö börn af fyrra hjónabandi; Hreggviður, f. 1974, unnusta hans er Berg- lind Ingólfsdóttir, þau eiga eitt barn og fyrir á Hregg- viður eitt barn. Guðrún lauk námi í Barnaskóla Íslands á Ak- ureyri. Á ung- lingsárunum vann hún ýmis störf og starfaði meðal annars á Neta- verkstæðinu á Akureyri. Leið hennar lá síðan suður þar sem hún kynntist Ár- sæli. Guðrún og Ársæll byggðu sér heimili á Þinghólsbraut í Kópavogi árið 1959. Þar starfaði hún ásamt því að sinna heimilisstörfum í Flat- kökugerðinni sem síðar fékk nafnið Ömmubakstur. Hún starfaði í Kvenfélagi Kópa- vogs og var þar meðal annars í Ömmukórnum sem spilaði og söng fyrir ýmsar stofnanir í Kópavogi. Þau fluttu norður á Akureyri árið 1976 þegar Ársæll tók við umdæm- isstjórastöðu Pósts og síma. Á Akureyri vann hún í versl- uninni Hagkaupum og gegndi þar einnig starfi trún- aðarmanns þar til hún hætti að vinna. Guðrún var um árabil í kvenfélaginu Framtíðinni, formaður 1985-1990, ritari 1981-1983, meðstjórnandi 1979-1980. Á þessum tíma stóð félagið meðal annars að byggingu á Öldrunar- heimilinu Hlíð (Vesturhlíð) þar sem fyrsta skóflustunga að nýju vistrými fyrir 28 manns var tekin 27. ágúst 1983 og vígsluhátíð 31. maí 1988. Útför Guðrúnar fer fram í kyrrþey í ljósi aðstæðna. Í dag kveðjum við úr fjarlægð hana Gunnu frænku, Guðrúnu Sigríði Óskarsdóttur, þessi merkiskona snerti líf okkar allra á sinn kraftmikla og skemmtilega hátt. Ákveðin í skoðunum, sterk í söng sínum og alltaf gaman að vera í kringum. Við Öllu stelpur, makar og fjölskyldur sendum ykkur öllum hlýhug og samúðar- kveðjur. Vigdís, Bjarney og Sigurrós. Guðrún Sigríður Óskarsdóttir Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÞORKELL GUÐMUNDSSON, Eir, Hlíðarhúsum 3, lést á Landakoti föstudaginn 3. apríl. Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Sérstakar þakkir til starfsfólks á Eir öryggisíbúðum og þeirra sem önnuðust hann á B6 og B4 í Fossvogi. Einnig þakkir til starfsmanna á K2 Landakoti sem hjúkruðu honum af mikilli nærgætni í erfiðum veikindum og heimsóknabanni. Erna K. Þorkelsdóttir Ágúst Guðmundsson Hildur Þorkelsdóttir Atli Viðar Jónsson Gerður Þorkelsdóttir Torfi Emil Kristjánsson Fanney Þorkelsdóttir Hafsteinn Þór Hilmarsson barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, DANIEL G. BJÖRNSSON löggiltur leigumiðlari, Mávatjörn 17, Njarðvík, sem lést 8. apríl, verður jarðsunginn 17. apríl frá Ytri-Njarðvíkurkirkju klukkan 14.15. Streymt verður frá athöfninni. Blóm og kransar eru afþökkuð en þeim sem vildu minnast hins látna er bent á Alþjóðahjálparsjóð Lions, LCIF Childhood Cancer. Banki: 0516-26-7722 Kennitala: 640572-0869 Merkt: Daniel Björnsson Jórunn J. Guðmundsdóttir Margrét K. Danielsdóttir Kristinn Þór Einarsson Guðrún Berta Danielsdóttir Anna María Danielsdóttir afabörn og langafabörn Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýjar kveðjur vegna andláts og útfarar okkar ástkæru ELÍNAR S. JÓNSDÓTTUR, Hraunvangi 3, Hafnarfirði. Sveinn H. Georgsson Jón Kr. Sveinsson Katrín Ólafsdóttir Albert Sveinsson Elísabet Guðmundsdóttir Ásmundur Sveinsson Vilborg Benediktsdóttir ömmu- og langömmubörn Samkomubann og óvenjulegar aðstæður í þjóðfélaginu hafa leitt til þess að útfarir eru nú með breyttu sniði. Morgunblaðið hefur brugðist við með því að rýmka reglur um birtingu á minningargreinum. Minningargreinasíður blaðsins standa opnar öllum þeim sem vilja minnast ástvina eða sýna aðstandendum samúð og samhug. Í ljósi aðstæðna hefur verið slakað á fyrri verklagsreglum hvað varðar útfarir í kyrrþey. Ekkert er því til fyrirstöðu að birta minningargreinar sama dag og útför einstaklings er gerð hvort sem hún er háð fjöldatakmörkunum eða gerð í kyrrþey. Starfsfólk greinadeildar Morgunblaðsins er boðið og búið að aðstoða þá sem hafa spurningar um ritun minningar- greina eða hvernig skuli senda þær til blaðsins. Ekkert gjald er tekið fyrir birtingu minningagreina. Þær eru einnig birtar á www.mbl.is/minningar. Birting minningargreina Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstandendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formál- anum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.