Morgunblaðið - 16.04.2020, Síða 53

Morgunblaðið - 16.04.2020, Síða 53
DÆGRADVÖL 53 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. APRÍL 2020 Lág kolvetna PURUSNAKK „ÉG TEK EINGÖNGU VIÐ REIÐUFÉ - TIL AÐ STANDA STRAUM AF REKSTRARKOSTNAÐI.” Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann ... að gæta orða sinna. ROP! VÁ! VAR ÞETTA ÞRUMA?! NEI, ÞETTA VAR ÉG ÆÐI, KOMDU MEÐ ELDINGU LOKSINS ER ÉG KOMINN HEIM! ÞÚ KEMUR ÞREMUR VIKUM OF SEINT! VAR SJÓFERÐIN SKELFILEG? MAMMA ÓTTAÐIST HIÐ VERSTA! ÞÚ SNERIR AFTUR! JÁ – LEIÐINLEGT AÐ VALDA ÞÉR VONBRIGÐUM! „SKO, VANDINN LIGGUR I ÞESSU. ÞÚ ÁTT EKKI AÐ BORÐA MÚSINA.” Braga eru 2) Ingi Þór Jónsson, f. 30.4. 1982, tölvunarfræðingur, búsett- ur á Svalbarðseyri; 3) Gunnar Björn Jónsson, f. 26.11. 1987, múrarameist- ari, búsettur í Reykjavík. Maki: Þóra Dögg Jónsdóttir, nemi í grafískri hönnun. Sonur þeirra er Aron Bragi Franz Gunnarsson, f. 2014; 4) Magnús Pálmar Jónsson, f. 5.11. 1992, stýrimaður og sigmaður hjá Landhelgisgæslu Íslands, búsettur í Hafnarfirði. Maki: Íris Dóra Kristins- dóttir, nemi í hjúkrunarfræði. Dóttir þeirra er Ísabella Lára Magnús- dóttir, f. 2017. Systkini Önnu Kolbrúnar eru Jón Heiðar Árnason, f. 4.8. 1967, raf- magnstæknifræðingur, búsettur á Akureyri; Katrín Árnadóttir, f. 22.4. 1980, markaðs- og kynningarstjóri Háskólans á Akureyri, búsett á Akur- eyri. Foreldrar Önnu Kolbrúnar eru hjónin Árni V. Friðriksson, f. 20.11. 1949, var lengst af framkvæmdastjóri Raftákns á Akureyri, og Gerður Jónsdóttir, f. 18.11. 1950, húsmóðir. Þau eru búsett á Akureyri. Anna Kolbrún Árnadóttir Agnes Plumm húsfreyja í Kiel Valdemar Plumm bjó í Kiel í Þýskalandi Sonja Emma Kristinsson húsfreyja í Ytra-Felli Jón Heiðar Kristinsson bóndi í Ytra-Felli í Eyjafirði Gerður Jónsdóttir húsmóðir á Akureyri Jóna Kristín Þorsteinsdóttir húsfreyja í Möðrufelli Kristinn Ó. Jónsson bóndi í Möðrufelli í Eyjafirði Jónas Einarsson forstjóri Radiumhospitalets forskningsstiftelse Gerður Kristín Kristinsdóttir kennari í Larvik í Noregi Friðný Sigurjónsdóttir húsfreyja á Fjöllum Ólafur Jónsson bóndi á Fjöllum í Kelduhverfi Anna G. Ólafsdóttir húsfreyja í Sunnufelli Friðrik J. Jónsson deildarstjóri KNÞ, bjó í Sunnufelli á Kópaskeri Kristín Helga Friðriksdóttir húsfreyja í Sandfellshaga Jón Sigurðsson bóndi í Sandfellshaga í Öxarfirði Úr frændgarði Önnu Kolbrúnar Árnadóttur Árni V. Friðriksson fyrrv. framkvæmdastjóri á Akureyri Alþingismaðurinn Anna Kolbrún. Helgi R. Einarsson gefur heil-ræði á páskum: Á veröld nú dynur háskahregg, því hugmynd til bóta af gáska legg: Meðan heimsbyggðin grætur farðu á fætur og fáðu þér lýsi og páskaegg. Á páskadagsmorgun segist Sig- urlín Hermannsdóttir hafa vaknað við skammvinnt sólskin og sá mikið líf í garðinum: Á sunnudegi sínum geislum sólin hellir. Grænka taka vorsins vellir veturinn í burtu hrellir. Lýs og orma fuglar finna og framtíð tryggja að búskapnum þeir byrja að hyggja brauðið mitt ei lengur þiggja. Úr kaldri moldu krókus sé ég kíkja feiminn loksins fær að líta heiminn litagleðin eykur dreyminn. Og norðan úr Skagafirði skrifaði Jón Gissurarson Leirverjum: „Þennan fagra páskadagsmorgun er hér léttskýjaður himinn. Aðeins örþunnar skýjaslæður eru á víð og dreif um himinhvolfið, sem sólin nær auðveldlega að skína í gegn- um. Norðanandvari líður um landið og hitastigið er um frostmark“: Glampar sólin gegnum ský gyllir hól og rinda vermir skjólin væn og hlý veðruð ból og tinda. Og á 2. í páskum skrifar Pétur Stefánsson: „Loksins langþráður hiti og vorregn“: Vetrarlætin víkja af jörð, vors mun kætin óma. Langþráð væta lífgar svörð, lifna rætur blóma. Þannig var hljóðið í honum á þriðjudagsmorgun: Þó gefi njóla grið og skjól geng ég úr bóli mínu. Úti er gjóla, engin sól, allt á róli fínu. Ólafur Atli Sindrason á Gróf- argili í Skagafirði yrkir á páskum: Fuglinn segir bí, bí, bí blandað vorsins gáska. Góðu vinir – gleðjist því og gleðilega páska. Steinn Steinarr orti: Margt er það sem miður fer, mikinn þótt ég rói. Ekki má ég unna þér, álfakroppurinn mjói. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Sól á páskum og breytilegt veður

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.