Morgunblaðið - 16.04.2020, Síða 64
af öllum
sumarvörum
og 20% af öllum vörum
í vefverslun
VEFKóði: verumheima
ILVA Korputorgi, s: 522 4500 - www.ILVA.is
Mánudaga - Sunnudaga 12-18
Frí heimsending
Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU
FYRIR ÞÁ SEM VERSLA
FYRIR 5.000 EÐA MEIRA
WWW.ILVA.IS
GILDIR Í VEFVERSLUN Í APRÍL
25%Sparadu-
SELVA garðstóll. Ýmsir litir. 14.900 kr. Nú 11.175 kr.
Samkoma nefnist netsýning átta listnema sem opnuð
verður í dag kl. 17 á vefsvæðinu samkoma.cargo.site.
Þar mætast ólíkar aðferðir og miðlar í verkum átta al-
þjóðlegra meistaranema á myndlistarbraut Listahá-
skóla Íslands og er sýningin samstarf þeirra og meist-
aranema við Háskóla Íslands í hagnýtri menningar-
miðlun og safnafræði. Sýningin átti upphaflega að vera
í Veröld – húsi Vigdísar en vegna kórónuveirufaraldurs-
ins og samkomubannsins var tekin sú ákvörðun að
færa hana yfir á netið. Sýningartitillinn var valinn
nokkrum vikum fyrir upphaf samkomubanns og sóttu
nemarnir m.a. innblástur í merkingu orðsins veröld.
Samkoma listnema á netinu
FIMMTUDAGUR 16. APRÍL 107. DAGUR ÁRSINS 2020
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 697 kr.
Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr.
PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr.
Bjarki Már Elísson, landsliðsmaður í handknattleik, var
markahæstur í efstu deild í Þýskalandi þegar keppni var
slegið á frest eftir að hafa farið mikinn með Lemgo á
sínu fyrsta tímabili hjá liðinu. Ekki hefur verið tekin
ákvörðun um framhaldið. Fari svo að staðan verið látin
gilda þá fetar hann í fótspor Sigurðar Sveinssonar sem
einnig varð markakóngur í Þýskalandi með Lemgo á sín-
um tíma. Ef svo færi að tímabilið yrði strikað út segir
Bjarki að það yrðu mestu vonbrigði sem hann hefði lent í
í handboltanum en rætt er við Bjarka í blaðinu. »55
Gæti orðið markakóngur með
Lemgo eins og Siggi Sveins
ÍÞRÓTTIR MENNING
ur en samkomubannið skall á og í
kjölfarið kynnti ég Pálma Guð-
mundssyni, dagskrárstjóra Sjón-
varps Símans, hugmyndina.“
Tónleikar Helga og félaga hafa
verið fastur punktur í tilverunni rétt
eins og upplýsingafundir þríeykisins.
Hann segir að vinnan hafi verið mjög
skemmtileg og gefandi. „Það er auð-
vitað frábært að hafa eitthvað fyrir
stafni og geta einbeitt sér að því að
skapa alla vikuna auk þess sem það
gefur lífinu lit að fá tækifæri til þess
að hitta félagana og aðra vini um
helgar, þó að í pólitískri fjarlægð sé,“
segir hann og vísar í tveggja metra
viðmiðið. „Þetta hefur verið dásam-
legur tími og viðbrögðin sýna að
þetta skilar sér heim í stofu. Öllum
finnst gaman að hittast og vera hluti
af tónlistinni.“
Gott efni þarfnast mikillar skipu-
lagningar og Helgi segir að hugsað
sé fyrir hverju smáatriði. „Hluti
vinnunnar er að finna út hvaða gest-
ir henti best hverju sinni, hverjir
geti sungið ákveðin lög og svo fram-
vegis. Miklu máli skiptir að skipu-
leggja hlutina rétt, blanda rétta fólk-
inu saman og svo framvegis. Það er
engin tilviljun heldur allt fyrirfram
ákveðið.“
Guðrún Nordal sagði í pistli í
Mogganum sl. laugardag að stofu-
tónleikarnir sköpuðu nútímabað-
stofustemningu. Ragnar Freyr
Ingvarsson, „Læknirinn í eldhús-
inu“, hefur birt uppskriftir að þrem-
ur brauðréttum, Klassískum Helga,
Lúxus-Helga og Helga kóngi. „Ég
missti þetta út úr mér með aspas-
brauðið, sem minnir á gamla tíma,
og svo verður þetta að mun stærra
máli en ég ætlaði mér,“ segir Helgi.
„En það er gaman hvað þetta hefur
slegið skemmtilegan tón inn í þjóð-
arsálina og gert okkur kleift að vera
öll saman á sama tíma. Ákveðin sam-
kennd skapast og hún er nauðsynleg
í þessari annars miklu einangrun.“
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Um 70% þeirra sem horfðu á línulegt
sjónvarp hérlendis síðastliðið laugar-
dagskvöld horfðu á þáttinn Heima
með Helga á Sjónvarpi Símans. Helgi
um hverja helgi er lýsandi dæmi um
viðbrögð almennings við þáttum
Helga Björns og félaga undanfarin
fjögur laugardagskvöld og hann er
þakklátur fyrir stuðninginn. „Þetta
hefur heppn-
ast vel.“
Hjónin
Helgi og Vil-
borg Halldórs-
dóttir eign-
uðust marga
vini á Ítalíu,
þegar þau
bjuggu þar, og
hafa haldið
góðu sambandi við þá. Helgi segist
hafa fylgst með því hvernig þeir tók-
ust á við breytt landslag í kjölfar kór-
ónuveirunnar sem herjaði þar í landi
áður en hún barst til Íslands. „Þeir
brugðust meðal annars við með því
að streyma tónlist að heiman frá sér
og vera með ljóðalestur og þar kvikn-
aði hugmyndin að stofutónleik-
unum,“ upplýsir Helgi, en Vilborg
hefur flutt ljóð með eftirminnilegum
hætti í þáttunum. „Ég sá fyrir mér
hvernig þetta gæti orðið hjá okkur og
var farinn að leggja höfuðið í bleyti
nokkru áður en fyrstu tónleikarnir
urðu að veruleika.“
Hugmyndinni vel tekið
Helgi Björns og Reiðmenn vind-
anna voru með tónleika á Græna
hattinum á Akureyri helgina 6. og 7.
mars. Þá lá samkomubann í loftinu
og sem þeir voru á Öxnadalsheiði á
leiðinni suður viðraði Helgi hug-
myndina við strákana. „Þeir tóku vel
í hana enda var byrjað að fresta eða
hætta við viðburði. Við áttum til
dæmis að spila á árshátíð lögregl-
unnar á Akureyri en hún fékk tilmæli
frá ríkislögreglustjóra þess efnis að
hún gæti ekki haldið árshátíðina í
ljósi ástandsins. Þetta var helgina áð-
Helgi um hverja helgi
Um 70% horfðu
á þáttinn Heima
með Helga í línu-
legri dagskrá
Ljósmynd/Mummi Lú
Gleði Helgi Björns nýtur sín vel í stofunni og syngur til þjóðarinnar.
MÆvintýraheimur »25