Samtökin '78 - 30 ára Afmælisrit Samtakanna '78 - 01.06.2008, Page 4

Samtökin '78 - 30 ára Afmælisrit Samtakanna '78 - 01.06.2008, Page 4
6-7 nisyfirlit: Ávarp Jóhönnu Sigurðardóttur félagsmálaráðherra á afmæli Samtakanna ‘78. Yngsti homminn, elsta lesbían eftir Þóru Kristínu Ásgeirsdóttur. Það skilja þau að sjötíu ár í aidri. Mikiö vatn hefur runnið til sjávar síðan lítil strákastelpa bögglaöist ein með óskiljanlegar tilfinningar í Miðbæjarskólanum á fjórða áratugnum og þar til fjórtán ára strákur kom í fylgd pabba síns á fund ungliöahreyfingar Samtakanna '78 árið 2007. 8-15 Úr grasrót I griðastað eftir Veturlióa Guönason. Saga félagsskaparins lceland Hospitality, sem var fyrirrennari Samtakanna '78 og stofnaöur tveimur árum fyrr. Þetta afsprengi hippakynslóðarinnar á sér verðugan arftaka sem enn starfar af fullum krafti, nefnilega leðurklúbbinn MSC Island. 16-19 Eini homminn í Klaustrinu eftir Þóru Kristínu Ásgeirsdóttur. Frosti Jónsson erformaður Samtakanna ’78. Hann lýsir viðhorfi sínu til félagsins og framtíöar þess. Þá lýsir hann unglingsárum í Menntaskólanum á Akureyri þar sem hann vaknaði til vitundar um sjálfan sig í skugga umræðunnar um alnæmi. 20-21 Þrjátíu ára stríðið, eftir Þóru Kristínu Ásgeirsdóttur. Saga Samtakanna ‘78 rakin í máli og myndum; allt frá uppreisn Harðar Torfasonar, baráttunni við Ríkisútvarpið, ótrúlegum fordómum og litríkum félagsheimilum til gleðiganga, sorga og sigra. 22-44 Alnæmisfaraldurinn-þröngi vegurinn til sigurs, eftir Böðvar Björnsson. Plágan sem kvaddi dyra þegar baráttu- hugurinn var í algleymingi. Ungir menn sem sneru heim úr sjálfskipaðri útiegð til að deyja. Dimmasti og sorglegasti tíminn í sögu samkynhneigðra á íslandi. 45-49 Drottningar á djamminu eftir Hilmar Magnússon. Hinsegin fólk á það sameiginlegt að kunna að sletta úr klaufunum svo um munar. Skemmtanalíf borgarinnar hefur ekki fariö varhluta af hinsegin menningu. Rifjuð er upp djammsaga homma og lesbía á mölinni. 50-69 Blessað barnalán eftir Ragnhildi Sverrisdóttur. Öðruvísi fjölskylda í Reykjavík. Tveir nýbakaðir pabbar og tvær nýbakaðar mömmur kusu að feta nýjar slóðir við að stofna fjölskyldu. Obbolítill strákur á nú tvö sett af foreldrum sem deila með sér forsjánni. 70-73 Með pennann að vopni eftirÁrna Heimi Ingólfsson. íslenskar bókmenntir eiga nú orðiö nokkra hefð fyrir hinsegin bókmenntum. Sú hefð er þó ekki löng. í fyrra lést Elías Mar rithöfundur sem fyrstur höfunda lýsti ástum karla opinskátt f íslenskri sögu. 76-84

x

Samtökin '78 - 30 ára Afmælisrit Samtakanna '78

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samtökin '78 - 30 ára Afmælisrit Samtakanna '78
https://timarit.is/publication/1493

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.