Samtökin '78 - 30 ára Afmælisrit Samtakanna '78 - 01.06.2008, Síða 76

Samtökin '78 - 30 ára Afmælisrit Samtakanna '78 - 01.06.2008, Síða 76
Upp úr 1990 breyttust viöhorfin hratt og þrír höfundar vöktu mikla eftirtekt fyrir djarfar og litrfkar lýsingar á hinsegin viðfangsefnum. Kristín Ómarsdóttir sendi frá sér skáldsöguna Dyrnar þröngu árið 1995, þar sem sögusviðið er eins konar draumaheimur þar sem allt getur gerst - og gerist. Þórunn Björnsdóttir er stödd á Sikiley f ferðalagi með eiginmanni sínum, en þegar hann veikist skyndilega fer hún í ferðalag til borgarinnar Dyrnar þröngu, þar sem kynlegar persónur, losti og freistingar mæta henni á hverju götuhorni. Geir Svansson bókmenntafræðingur kemst svo að orði að skoðunarferð Þórunnar um borgina verði „eins konar rannsókn á (ófullnægðri/ ófuiinægjanlegri) þrá, hvort sem hún er gagn-, sam-, eða tvíkynhneigó." Kennslukonan fröken Hrís er ein þeirra sem haldin er óstjórnlegri þrá eftir Þórunni, og gegnum alla bókina gerir höfundur sér að leik aó skjöna kyngervi og „gera kynusla" á eftirminnilegan hátt. Z: Ástarsaga eftir Vigdísi Grímsdóttur kom út 1996 og var fyrsta íslenska skáldsagan sem fjaiiaði á opinskáan hátt um ástarsamband tveggja kvenna. Bókin hlaut mikla athygli ogvar með söluhæstu skáldsögum árið sem hún kom út. í blaöadómi kallaði Bergljót Davíðsdóttir Z: Ástarsögu „tímamótaverk sem hugsanlega brýtur blað í bókmenntahefð okkar og trúlega lengra en sjóndeildarhringur okkar nær.“ Sagan gerist á einni nóttu og segir frá Önnu, sem er dauðvona og fiýr af sjúkrahúsi til að ráða eigin dauðdaga. í samtölum og leit aðstandenda hennar, ástkonunnar Z, systurinnar Arnþrúðar og sambýlismanns hennar, rifjast upp fortíð þeirra allra. Eins og Geir Svansson hefur bent á er Z einmitt „úthýsti bókstafurinn" og á því greinilega samsvörun með félagslegri stöðu söguhetjunnar sem lesbíu. Geir bendir einnig á að Vigdís stilli upp samböndum systranna sem algjörum andstæðum; lesbíska sambandið erdauðadæmt en hið gagnkynhneigða er það hins vegar ekki. Þegar Z ákveður að viðurkenna ást sína á annarri konu og yfirgefur sambýlismann sinn kostar það hana fordæmingu vina, vandamanna og í raun þjóðfélagsins alls. Ástleitnar konur eru áberandi í Ijóðabók Vigdísar Grímsdóttur, Lendar elskhugans (1991), en mun opinskárri og meira „hinsegín" er Ijóðabók Böðvars Björnssonar frá árinu 1993, Dagbók Önnu Frík. Það hefur lítið farið fyrir þessari óvenjulegu bók sem er eins konar „coming out“-frásögn í bundnu máli, eða „ort undir rokkhætti" eins og höfundur tekur sjálfur fram í formála. í bókinni segir frá Önnu Frík, ungum homma sem kemur út úr skápnum og heldur á vit ævintýranna í útlöndum. „Gay Guide: Kaupmannahöfn aftanfrá" er heiti eins Ijóðsins, og í „Berlin Alexanderplatz" selur Anna sig á götuhornum og lestarstöðvum Berlínar. Guðbergur Bergsson er eitt frumlegasta og uppátektarsamasta „hinsegin" skáld íslendinga. Stærsta verk hans um hinsegin efni er skáld- sagan Sú kvalda ást sem hugarfylgsnin geyma, sem kom út 1993. Þar er sagt frá manni sem lifir að því er virðist vammlausu lífi, er eiginmaður og faðir og starfar í menntamálaráðuneytinu. Þegar hann hellir sér út í ástarsamband meó öðrum giftum manni verður útkoman flókinn vefur tilfinninga og spurt er spurninga um ástina, tilgang hennar og möguleika. Dagbókarskrifarinn reynir ítrekaó að negla sig fastan á ástmann sinn, en hefur ekki árangur sem erfiði. Dauðinn er sífellt nálægur í sögunni, og í greiningu sinni á bókinni í tímaritinu Skírni bendir Geir Svansson á að strax í formála fái lesandinn vitneskju um að dagbókarskrifarinn sé með alnæmi, og líklega ástmaður hans einnig. „Dauðinn vofir því yfir frásögninni eftir það og getur ekkí annað en litað hana." En Guðbergur hefur sent frá sér fleiri eftirminnilega texta þar sem reynsla samkynhneigðra er í brennidepli. í safnbókinni Tundurdufl - Erótískar sögur skrifaði Guðbergur lítinn þátt sem nefnist „Um endurtekna fundi." Þar segir frá skyndikynnum tveggja karlmanna, og Ifkt og í skáldsögunní er dregin upp mynd af ást í leynum, innantómri fullnægingu skyndikynnanna. í lokin stendur sögumaður frammi fyrir því að dýpri Maður verður að vera óhræddur við ástina hvert sem hún kann að stefna, hún er stöðugt á réttri leið, hún villist aldrei af vegum sínum og hún fer heldur ekki mannavillt. -- Guðbergur Bergsson (Sú kvalda ást sem hugarfylgsnin geyma) Mikið skelfilega eru kynvillingar kynvilltir og þeir kunna bara hreint ekkert annað svo ku þeir vera öfugir allir með tölu þó þeir eigi að vita það er stranglega bannað svo klæmast þeir líka og káfa á þér og öllum og kyssast jafnvel og margt verra þeir reyna netsokkum blúndunærbuxum mínípilsum úr næloni undir gráum tvídfötum leyna svo lifa þeir í dauðasyndunum saman og satans eldaðri blessun ákaft fagna ofurseldir erginnar lævísum losta uns logarnir þá sleikja upp til agna Böðvar Björnsson (Dagbók Önnu Frík)
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Samtökin '78 - 30 ára Afmælisrit Samtakanna '78

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtökin '78 - 30 ára Afmælisrit Samtakanna '78
https://timarit.is/publication/1493

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.