Fjölrit RALA - 10.10.1994, Blaðsíða 23
13
Túnrækt
SPRETTA OG FÓÐURGILDI TÚNGRASA (132-1167).
Tilraun nr. 715-92. Spretta og fóðurgildi túngrasa, Korpu.
Vorið 1992 var sex grastegundum sáð í 12x15 m2 reiti (nema língresisreitimir vom 12x10 m2
vegna skorts á fræi) í tveimur blokkum. Eftirtöldum tegundum var sáð:
Vallarfoxgrasi (Adda)
Vallarsveifgrasi (Fylking)
Háliðagrasi (Oregon)
Túnvingli (ísl. 0305)
Snarrótarpunti (úr Flóanum)
Língresi (N010 frá Svalöv)
Sáð var 15. - 17. júní. Þann 14. júní var flagið úðað með Roundup eftir að hafa verið
óhreyft í þrjár vikur og þann 11. ágúst var það úðað með dichlorin efni.
Reitirnir vom allir kalkaðir fyrir sáningu með skeljasandi. Língresisreitimir fengu 2
tonn á ha, háliðagrasreitirnir 6 tonn á ha, en aðrir reitir 4 tonn.
Reitimir vom slegnir haustið 1992.
Borið var á reitina 22. maí 1993, 100 kg N í Græði 6 (20-10-10).
Vorið 1993 var fylgst með byrjun sprettu og byrjað að klippa reitina strax og það var
hægt, og eftir það vom þeir klipptir fjórða hvem dag (frá 25. maí - 25. ágúst). í hvert skipti
vom klipptar tvær 2 m langar rendur í hverjum reit, þroskastig var metið, hæð grasanna mæld
og sýni tekin til efnagreininga. Allt illgresi var hreinsað úr sýnunum. í þessar klippingar var
helmingur hvers reits notaður, hinn helmingurinn var meðhöndlaður eins og önnur tún og
verður notaður í klippingar sumarið 1994.
BYRJUN VORGRÓÐURS (132-9211).
Tilraunir nr. 685-90 og 701-90. Byrjun vorgróðurs, Korpu og Möðruvöllum.
Vorið 1990 fór af stað verkefni þar sem fylgst er með byrjun vorgróðurs og sprettu fyrstu
vikumar á vorin. Byrjað er að fylgjast með gróðrinum strax og hann fer að lifna. Þekja
nýgræðings er metin og hœð hans mæld vikulega frá því gróður byrjar að lifna þar til hann er
orðinn 15-20 sm á hæð. Uppskera er mæld, þegar hægt er að klippa gróðurinn. Klipptar em 10
sm breiðar rendur niðri við jörð, 2 m á lengd.
A Korpu vom 6 rendur klipptar á meðferðarlið í hvert skipti, en 3 á Möðravöllum.
Grasið úr hverri rönd var þurrkað og vegið sér. Jafnmargar mælingar liggja að baki metnu
þáttunum. A Korpu em tvær tilraunir, hvor með 3 endurtekningum. I annarri er vallarfoxgras,
en í hinni blandaður gróður. Einnig em mismunandi áburðartímar í tilrauninni, þ.e. tveir á
vorin og einn á haustin. í tilrauninni á gömlu túni er enn fremur liður án áburðar, en á vallar-
foxgrastúni liður með litlum áburði ( 30 kg N á ha). Á Möðravöllum vom eingöngu ábomir
reitir, tveir talsins, annars vegar reitur með ríkjandi snarrót en hins vegar reitur með ríkjandi
háliðagrasi, borið á í byrjun gróandans á vorin, þegar um 20% þekja nýgræðings var orðin á
reitunum.
Reitimir á Hvanneyri og Sámsstöðum vom ekki skoðaðir í ár.