Fjölrit RALA - 10.10.1994, Blaðsíða 31
21
Túnrækt
GRÓÐURFAR OG NÝTING TÚNA Á ÍSLANDI (132-9242).
Árin 1990-1993 var gerð úttekt á gróðurfari og ástandi túna á landinu. Farið var í einn
landshluta á hverju sumri, fyrst Austurland, þá Vesturland og Vestfirði, Suðurland, og
síðastliðið sumar var farið um Norðurland. Tilgangur verksins var eftirfarandi:
1) Að athuga hversu lengi sáðgresi endist í túnum.
2) Að athuga hvaða gróður kemur í staðinn þegar sáðgresið hverfur.
3) Að kanna hvaða þættir hafa áhrif á gróðurbreytingarnar.
4) Að kanna hvemig túnin era nýtt.
5) Að spyrjast fyrir um helstu vandamál í túnrækt.
Niðurstöður þessarar úttektar hafa verið birtar í fjölritum Rala nr. 148, 153, 157 og 164.
SÁÐGRESI í NÝRÆKTUM (132-1165).
Markmið þessa verkefnis er að fylgjast með endingu sáðgresis í nýræktum bænda og reyna að
finna skýringu á mislangri endingu þess. Sumarið 1993 vora valdar 25 nýræktir í Ámessýslu
sem allar höfðu heppnast vel, þ.e. hlutdeild vallarfoxgrass í þeim var á bilinu 75-100% þegar
þær vora skoðaðar. Til þeirra flestra var sáð árið 1991, en nokkrar era þó eldri. Fylgst verður
með gróðurbreytingum í þessum túnum og upplýsingum um meðferð þeirra safnað.
FLUTNINGUR ÁNAMAÐKA í TÚN Á SKÓGASANDI (132-9243).
Sumarið 1993 vora fluttir ánamaðkar úr frjósömu graslendi undir Eyjafjöllum í reiti í 40 ára
gömlu túni á Skógasandi. Þetta eru tvær tegundir ánamaðka, en hvorag þeirra hafði numið
land í sandtúninu. Könnuð verða áhrif þeirra á frjósemi og eiginleika jarðvegs og fram-
leiðslugetu túnanna.
ÚTTEKT Á JARÐVEGI OG ÁBURÐARÞÖRF TÚNA Á VESTFJÖRÐUM (132-9257).
Haustið 1993 vora tekin jarðvegssýni á 50 bæjum á Vestfjörðum, samtals 250 sýni. Fyrr um
sumarið vora tekin grassýni úr sumum þessara túna og sýni úr nokkram túnum til
dýralífsrannsókna. Markmið rannsóknarinnar er að fá mynd af efnainnihaldi jarðvegs,
sýrastigi og fleiri þáttum. Ennfremur að skoða þessa þætti í tengslum við gróðurfar,
efnainnihald grassýna og dýralíf í jarðvegi. Auk þess að vera rannsóknaverkefni er verkefnið
liður í endurmenntun Sigurðar Jarlssonar ráðunauts á Vestfjörðum.