Fjölrit RALA - 10.10.1994, Blaðsíða 45
35
Smári
NORÐSMÁRI (132-9934).
Tilraun nr. 700-92. Samanburður á hvítsmárastofnum.
Bomir em saman 10 finnskir, 12 sænskir, 6 norskir og tveir íslenskir stofnar af hvítsmára. Eru
þetta allt norðlægir stofnar og em þeir einnig í prófun annars staðar á Norðurlöndunum.
Stofnunum er plantað út í gróið tún á Korpu. Hver reitur er 1 m2 og í hann var plantað 7x7
plöntum. Endurtekningar em þrjár.
Fræ af sænskum og finnskum stofnum kom frá Norræna genbankanum. Af hverjum
norsku stofnanna komu 50 lifandi plöntur. Islensku stofnamir eru annars vegar 30 bestu
arfgerðimar úr samanburðinum á Hesti (sjá 677-90), og hins vegar 100 arfgerðir sem safnað
var 1991 úr tilraun nr. 649-86, þar sem sáð hafði verið UNDROM hvítsmára vorið 1986.
Fræstofnunum var sáð í gróðurhúsinu á Korpu 22. mars 1993. Fræið spíraði seint og
illa og vöxtur var mjög hægur. Plöntum af norskum og íslenskum stofnum var skipt. Mikil
vinna var við fjölgun og vökvun. Plantað var út í 1. blokk um miðjan júlí en 2. og 3. blokk um
miðjan ágúst. Enn á eftir að planta út þremur stofnum og einum að auki í 3. blokk. Verður það
gert vorið 1994.
Tilraun nr. 690-91. Frumsamanburður á norrænum rauðsmára, Korpu.
Tilraunin er liður í samnorrænu verkefni -NORÐSMÁRA-, þar sem velja skal úr stofna og
víxla saman á hverjum stað. Einnig skal velja „besta“ stofninn. Velja skal 1994.
Sáð var 33 stofnum af rauðsmára frá norðurhéruðum Norðurlandanna 31.5. 1991 í
blöndu með Öddu vallarfoxgrasi í 1 m2 reiti. Endurtekningar eru 4.
Áburður var 20 kg N, 60 kg P og 83 kg K á ha.
Metnir eru nokkrir eiginleikar s.s. þekja, hæð, uppskera, blómgun og blómgunartími.
Aðalmatið var 9.7. 1993. Síðan var fylgst með blómgun og því ekki slegið fyrr en 22.7.
Endurvöxtur var því lítill, en uppskera var metin 3. 9. og metið hlutfall smára. Slegið 22.7. og
3.9. Tilraunin er falleg en nokkur stofnamunur.
Meðaltal fyrir uppruna - mat 9.7.1993
Uppruni (fj. stofna) Smáraþekja % Uppskera (0-9) Hæð, sm
Svíþjóð (14) 58,4 7,0 44,2
Finnland (7) 55,0 6,8 43,4
Noregur (10) 56,7 5,9 40,0
ísland (2) 53,7 5,9 42,5