Fjölrit RALA - 10.10.1994, Blaðsíða 85
75
Fræ
FRÆRÆKT (132-1144).
f Fræverkunarstöðinni í Gunnarsholti, sem er sameiginlegt verkefni RALA og Landgræðsl-
unnar, er frærækt stunduð sem búgrein. Þar em beringspuntur, snarrót og lúpína í ræktun á um
400 ha. Fylgst var með fræþroska í öllum þessum fræökram með skráningu á blómgun,
þurrefnismælingum í fræi og fræuppskera. Með þessu er reynt að finna besta sláttutíma fyrir
hvem einstakan fræakur. A árinu 1993 vora fáeinir bændur einnig byrjaðir á frærækt lúpínu og
var á sama hátt fylgst með ökrum þeirra.
Sáð var stofnfræi af nýjum línum af beringspunti, snarrót og vallarsveifgrasi í
fjölgunarreiti. Fræ af þessum línum er væntanlegt sumarið 1994-95 og gæti farið í
fræframleiðslu árið 1996 eða 1997.
Melgresisfræakri sem sáð var til árið 1991 var haldið við, en enn er þar ekkert fræ að
hafa.
FRÆVERKUN (132-1170).
Fylgst var með fræverkunaraðferðum í Fræverkunarstöðinni í Gunnarsholti með sýnatöku og
áhrif þeirra á fræspíran mæld. Reynd vora nokkur hjálparefni við húðun fræs. Áhrif af
mismunandi meðferðum í fræverkun melgresis vora mæld.
Fjöldi fræsýna var hreinsaður og vora þá gerðar tilraunir með fræhreinsunaraðferðir.
Trjáfræ var hreinsað fyrir Tilraunastöð Skógræktar ríkisins, Mógilsá. í ljós kom að í fræhreinsi-
vélum má flokka fræ í gæðaflokka með mismunandi spíran.
Dæmi um áhrif flokkunar á fræspíran:
Hreinsun á lerkifrœi, Imatra 930025.
Óhreinsað fræ: spírun 56 %, fjöldi fræja/g 90.
Hreinsað fræ: Hlutfall Spíran (%) eftir
% Fræ/g 7 d. 10 d. 14 d. 21 d.
1. flokkur 2 61 31 76 81 84
2. flokkur 27 68 55 78 81 83
3. flokkur 51 94 31 47 51 53
4. flokkur 20 105 22 37 41 43
5. flokkur 1 - ekki prófað
(Spírunarpróf gert af Þórami Benedikz, Mógilsá).