Fjölrit RALA - 10.10.1994, Blaðsíða 83
73
Veðurfar og vöxtur
Heildaruppskera, þ.e. korn og hálmur, er alveg óháð hita sumars (r=0,04). Helst er
heildaruppskera háð hita næstu tveggja sumra á undan (r=0,84). Kornþroski, mældur sem
hlutfall koms af heildaruppskeru, fylgir hins vegar náið hita sprettutímans (r=0,96), a.m.k.
innan þeirra hitamarka, sem hér er von á. Af þessu tvennu má sjá, að komuppskera fylgir
hitafari ekki nákvæmlega (r=0,88).
Hlutfall koms af heildamppskeru vex um 16 prósentustig við hækkun meðalhita um
1°C og komuppskera eykst um 970 kg á ha við sömu hlýnun. Kom nær ekki að myndast, ef
meðalhiti fjögurra mánaða sprettutíma er 7,9 °C eða lægri.
Niðurstöður úr búveðurathugun á Korpu 1981-1993.
UaAolHIII f|ðgurro mðnoðo iprollullmo C
Áhrif hita á hlutfall koms af
heildaruppskeru 1981-’93.
VAXTARATHUGUN Á KARTÖFLUM (132-1169).
Tilraun nr. 4601-93.
í aldarfjórðung, eða allt frá árinu 1967, hefur verið fylgst með þroskaferli kartöflustofna á
tilraunastöðinni að Korpu. Vaxtarmælingamar má nota til samanburðar við veðurfarsmælingar
á staðnum. Flest árin hefur útsæðið verið sett niður í garðlandið, sem er moldarborinn melur, í
fjórðu viku maímánaðar, þegar hiti í 10 sm jarðvegsdýpt hefur náð um 6°C. Lengst af hefur
afbrigðið Helga verið í tilrauninni. Hver stofn er settur niður í 24 reiti, sem mynda tvær
endurtekningar. Átta útsæðiskartöflur (35 g) em í tveimur röðum í hverjum reit, þannig að 30
sm bil er á milli plantna og 60 sm milli raða. Borinn hefur verið á garðáburður sem samsvarar
2,7 tonnum á hektara, og oftast hefur illgresiseyði verið úðað á reiti áður en kartöflugrös koma
í ljós. Yfir sumarið er hæð kartöflugrasa mæld vikulega og uppskera grasa og kartaflna vegin
og þurrefni ákvarðað.