Fjölrit RALA - 10.10.1994, Blaðsíða 49

Fjölrit RALA - 10.10.1994, Blaðsíða 49
39 Landgræðsla MELGRESI (132-1174). Dúnmelur er í ræktun á Geitasandi og fræi hefur verið safnað af honum. Melgresi frá Síberíu er þar og í forprófun. Tvær valdar arfgerðir af íslensku melgresi em í samanburðarreit á Geitasandi. Önnur arfgerðin er með stutt strá og heldur fræi í axi verulega lengur en samanburðararfgerðin. Dúnmelurinn og melurinn með stutta stráið hafa farið inn í kynbótaverkefni nr. 132-9224. Tilraun nr. 680-88. Samanburður á íslenskum mel og dúnmel frá Alaska, Geitasandi. Hafist var handa um að kanna erfðabreytileika í íslenskum erfðahópum af mel (Leymus arenarius) og í dúnmel frá Alaska (Leymus mollis) árið 1989. Melgresi vex í öllum landsfjórðungum, aðallega á söndum og með ströndum fram. Það þrífst best ef hreyfing er á sandinum og myndar þá sandhóla og nýtist því vel til landgræðslu þar sem binda þarf foksand. Dúnmelur býr yfir öðmm eiginleikum. Hann myndar t.d. ekki þúfur, en þær skapa vandamál við fræframleiðslu. íslenska melnum (25 stofnum) var safnað víða um land árin 1986-87 á vegum Norræna genbankans og sést uppmni hans í meðfylgjandi töflu. Dúnmelnum var safnað í Alaska 1985 og vora tíu stofnar í þessari athugun. Auk þess var tekinn með dúnmelur, sem sáð var fyrir um 40 ámm í Múlakoti í Fljótshlíð. Melnum var plantað í tveimur endurtekningum á Geitasandi í júlí 1988. Af 36 stofnum vom 8 þó aðeins í annarri blokkinni (nr. 15, 16, 17, 32, 33, 36, 37 og 38). Af hverjum stofni vom 20 plöntur í röð í hvorri blokk og 1 m hafður milli raða. Við útplöntun vom 10 g af blönduðum áburði borin á hverja plöntu og síðan á hverju vori til 1993. Haustið 1989 var melurinn metinn m.t.t. vaxtarlags, útbreiðslu og þróttar og hverri plöntu gefin einkunn frá 1-5 og er einkunnin 5 hæst. Einnig var mæld lengd og breidd blaðs og fjöldi sprota á hverri plöntu talinn. Haustið 1991 var melurinn metinn á ný og þá var gefin einkunn (1-5) fyrir útbreiðslu, þéttleika, þrótt og hæð, og skráð hvort stofninn bæri punt. Breytileiki innan erfðahópa reyndist ekki marktækur, svo að meðaltal hvers eiginleika var reiknað. Stofnunum er raðað í lækkandi röð eftir heildareinkunn. Niðurstöður helstu eiginleika era sýndir í meðfylgjandi töflu. Stofnar með hátt gildi og punt em þeir sem era áhugaverðir til frekari prófunar. Mikill munur er á erfðahópunum, en áberandi er hve Alaskamelurinn kemur vel út. Dúnmelurinn frá Múlakoti er þó með hæstu einkunnina og hefur hann einnig punt. Eins og sést í töflunni em fæstir af erfðahópum íslenska melsins með punt. íslenski melurinn er seinþroska og má gera ráð fyrir að haustið 1991 hafi plönturnar ekki verið orðnar nógu gamlar til að þroska punt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Fjölrit RALA

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.