Fjölrit RALA - 10.10.1994, Blaðsíða 32
Kal o. fl.
22
ÍSÁNING (185-1175).
1. Isáning með vél Landgræðslunnar frá 1992.
Enginn árangur sást af ísáningunni frá 28. júlí 1992 á Efstumýri, Möðruvöllum, hvorki þar
sem úðað hafði verið með gjöreyðingarlyfi eða ekki.
2. Isáningartilraun á Miðmýri, Möðruvöllum.
Vorið 1993 var lögð út ný tilraun, þar sem notuð var nýinnflutt norsk ísáningarvél af gerðinni
Futura. Var sáð á mismunandi tímum í gegnum kalskellu og upp á óskemmda hæð á Miðmýri.
Sáð var vallarfoxgrasi með svolitlu af sumarrýgresi 21. maí (vorsáning) en A-blöndu 7. júlí
(sumarsáning) og 18. september (haustsáning). Þann 7. júlí virtist mega greina bæði rýgresi og
vallarfoxgras frá vorsáningunni, en plöntumar vom litlar. Rýgresisplöntumar virtust
hressilegar, en vallarfoxgrasplöntumar vom ræfilslegar og oft með visna blaðodda. Þann 17.
september mátti greina bæði rýgresi og vallarfoxgras frá vorsáningunni, en ekkert sást frá
sumarsáningunni.
3. Isáning hjá bændum.
Vegna mikilla kalskemmda vorið 1993 var sáðvélin send víða um Norður- og Austurland og
var sáð alls í um 200 hektara, aðallega kalskellur. Um vorið var sáð í Eyjafirði og S-
Þingeyjarsýslu, en um haustið á Austurlandi og í A-Húnavatnssýslu. I ágúst vom nær allar
vorsáningamar skoðaðar hjá bændum og lagt mat á árangur. Niðurstaðan var eftirfarandi:
Árangur: Ágætur-góður Sæmilegur Lélegur Enginn
Fjöldi bæja 18 15 15 9
Árangur mun væntanlega koma betur í ljós sumarið 1994.
4. Pottatilraun.
Þann 28. maí vom teknir 9 hnausar á mismunandi stöðum, um það bil 20 sm í þvermál og 40
sm þykkir og settir í potta. í kalskellum vom tekin sýni bæði þar sem sinan var ljósleit og
dökkleit. Ristar vom rásir í kross þvert yfir hnausana og sáð þar 10 fræjum af Bjursele
rauðsmára í aðra rásina en 10 fræjum af Öddu vallarfoxgrasi í hina rásina. Pottarnir vom settir
við 10°C í frystikistu og óx talsvert af grasi í þeim. Grasið var klippt 7. júlí. Þá sást smárinn
víðast í pottunum, en vallarfoxgras varð ekki greint frá öðmm grösum. í tveimur pottum óx
lítið af varpasveifgrasi (Baldursheimi dökk lægð og Miðmýri ljós lægð) og þar mátti greina
vallarfoxgrasið, en það virtist visið í oddinn. Þann 28. ágúst var spímnin metin, en örðugt
reyndist að meta vallarfoxgrasið og var það því ekki talið. Þurrkur hamlaði spímn smárans í
einum potti svo að niðurstöðu vantar.