Fjölrit RALA - 10.10.1994, Blaðsíða 36
Kal o. fl.
26
VETRARÞOL (185-9909).
Vetrarþol túnjurta, NGB-rannsókn.
Sáð hafði verið tólf stofnum af vallarfoxgrasi, vallarrýgresi og rauðsmára bæði árið 1991 og
1992 á Möðruvöllum og Hvanneyri (vallarrýgresi var ekki sáð á Hvanneyri 1992). Reitastærð
var 0,5 x 4 m og endurtekningar 3. Hugmyndin var að meta vetrarskemmdir og leggja einnig
mat á sprettu án þess að mæla uppskeru nákvæmlega. Sams konar tilraunir eru í Noregi,
Svíþjóð og Finnlandi.
Tilraun frá árinu 1991 á Möðruvöllum skemmdist verulega af svellkali og var hún
einungis metin um vorið, 21. maí, og síðan plægð. A Hvanneyri var tilraunin metin 25. maí en
þar var enginn rauðsmári sýnilegur, enda hafði hann ekki náð að smitast við sáningu.
Tilraunir frá árinu 1992 litu ágætlega út á báðum stöðum, en þó var nokkurt svellkal á
Möðmvöllum. Á Möðmvöllum var hula og kal metið 21. maí og uppskera og skrið (blómgun
hjá rauðsmára) 19. júlí og hula aftur 21. september. Tilraunin var áborin 1. júní, slegin 21. júlí
og 21. september. Á Hvanneyri var hula og kal metið 25. maí, en hún var síðan slegin seint
um haustið. Þar var einungis vallarfoxgras lifandi.
Sumarið 1993 var svo sáð til nýrrar tilraunar á Möðruvöllum 26. maí og hún slegin 21.
september. Nokkur arfi kom í reitina með rauðsmára og vallarfoxgras, en hula sáðgresis var
metin 21. september.
Á kalstofu var mælt svellþol þeirra stofna og tegunda sem prófuð vom á túnum á
Möðruvöllum og Hvanneyri. I Noregi, Svíþjóð og Finnlandi er á rannsóknastofum mælt
frostþol, rotþol og svellþol sömu stofna. Hugmyndin er að bera saman aðferðimar og
mismunandi þol túnjurtanna. Búið er að mæla þolið þrisvar hjá vallarfoxgrasi og vallarrýgresi
og tvisvar hjá rauðsmára, en endurtekningum verður bætt við næsta vetur. Uppgjöri er ekki
endanlega lokið, en meðaltöl em sýnd í seinni töflunni hér á eftir.