Fjölrit RALA - 10.10.1994, Blaðsíða 93
83
Veður
Skil milli vikna á Korpu eru kl. 9 að lokinni veðurmælingu. Tölur eiga því að jafnaði
við næstu 7 daga á undan. Sólskinsstundir og geislun reiknast þó til kvölds þess dags, er vikan
endar. Jarðvegshiti og lofthiti í 2 m hæð, þar með talið hámark og lágmark, er meðaltal
daglegra athugana kl. 9. Loftraki er meðaltal athugana kl 15. í árslok og enn fremur í
febrúarlok á hlaupári eru 8 dagar í „viku“.
Frostnótt er talin, þegar hiti fer niður fyrir frostmark í 5 sm hæð yfir jörðu, og gefinn er
upp meðallágmarkshiti vikunnar í þeirri hæð. Tölur um úrkomu, vind og sólskin eru summa
vikunnar. Sólskin er mælt á Öskjuhlíð, en allar aðrar tölur eru frá Korpu. Niðurstöður
geislunarmælinga voru ekki tiltækar, þegar gengið var frá skýrslunni.
Klaki í jörðu náði mest um 20 sm dýpt og leysti í aprílbyrjun.
Skrið byggs og vallarfoxgrass á Korpu hefur verið skráð undanfarin ár. Báðar
tegundirnar eru taldar skriðnar, þegar sér í strálegg milli stoðblaðs og punts, og miðskriðdagur
telst, þegar helmingur sprota er skriðinn. Skriðdagur byggs er meðaltal 6 afbrigða í
búveðurathuguninni (588-87), sjá nánar í þeim kafla. Skrið vallarfoxgrass hefur verið metið á
stofnunum Korpu, Engmo og Öddu, sjá skýrslu 1985.
Miðskriðdagur
1981 1982 1983 1984 1985 1986 1987 1988 1989 1990 1991 1992 1993
Vallarfoxgras 6.7. 30.6. 14.7. 4.7. 2.7. 10.7. 30.6. 11.7. 16.7. 9.7. 5.7. 19.7. 10.7.
Bygg 24.7. 24.7. 10.8. 2.8. 26.7. 2.8. 20.7. 30.7. 7.8. 26.7. 19.7. 4.8. 30.7.