Fjölrit RALA - 10.10.1994, Blaðsíða 52

Fjölrit RALA - 10.10.1994, Blaðsíða 52
Landgræðsla 42 ERFÐAVISTFRÆÐI ÍSLENSKRA BELGJURTA (132-9224). Markmið verkefnisins er að kanna, hvort unnt er að nýta hinar ýmsu belgjurta-tegundir, sem finnast á íslandi, í landbúnaði en þó einkum til landgræðslu. Hér eru aðeins átta belgjurtategundir, hvítsmári (Trifolium repens), rauðsmári (T. pratense), gullkollur (Anthyllis vulneraria), umfeðmingsgras (Vicia cracca), giljaflækja (V. sepiá), baunagras (Lathyrus japonicus), mýraertur (L. palustris) og fuglaertur (L. pratensis). Aflað er upplýsinga um vistfræði tegundanna, s.s. útbreiðslu, kjörlendi, stöðu þeirra í gróðurframvindunni, vaxtar- hegðun, viðbrögð við beitarálagi, og erfðabreytileika, bæði innan og milli stofna af mismun- andi uppruna. Verkið hófst á því að leita að og skrá sem nákvæmast upplýsingar um fundarstaði íslenskra belgjurta og vinna síðan lista eftir þeim til að nota í söfnunarferðum. Upphaflega var áætlað að safna fræi um allt land sumarið 1992. Veðurfar hamlaði hins vegar söfnun og var einungis farið um svæðið frá Mógilsá á Kjalamesi, suður um Reykjaries, austur í Ámes- og Rangárvallasýslur og Mýrdal. Einnig var farið til Vestmannaeyja. Alls var farið á 23 staði og safnað sex tegundum, þ.e. gullkolli (5 staðir), baunagrasi (8 staðir), fuglaertum (7 staðir), umfeðmingi (5 staðir), giljaflækju (3 staðir) og hvítsmára (3 staðir). Fræ náðist aðeins af gull- kolli, baunagrasi og giljaflækju, en lifandi plöntum var hins vegar safnað af öllum tegund- unum. Var þeim komið fyrir í gróðurhúsi í Gunnarsholti. Sumarið 1993 var einnig óhagstætt til að safna fræi af belgjurtum. Þá var einungis bætt við safnið af Suðurlandi baunagrasi (5 staðir), hvítsmára (6 staðir), giljaflækju (1 staður), umfeðmingi (3 staðir) og gullkolli (2 staðir). Stefnt er að því að Ijúka söfnun sumarið 1994 og hefja prófun á þeim efniviði sem nú þegar er búið að safna. Verkefnið er styrkt af Vísindasjóði og Norræna genbankanum. NÝJAR AÐFERÐIR VIÐ UPPGRÆÐSLU (132-1139). Undir þessum flokki em tvær tilraunir þar sem seinleystur áburður er borinn saman við áburðarsölt, svo og athuganir á verkun lífræns úrgangs. Gagnasöfnun í annarri áburðar- tilrauninni lauk á árinu og hafði hún þá staðið í fimm ár. Skýrsla er væntanleg veturinn 1994-95. Gagnasöfnun í hinni er enn í gangi. Athuganir á verkun lífræns úrgangs hafa verið gerðar í samvinnu við sveitarfélög og Landgræðsluna. NÍTURBINDANDI PLÖNTUR (132-9164). Verkefni þetta gekk út á að reyna nýtingu lúpínu í landbúnaði, landgræðslu og skógrækt. Gagnasöfnun í þessu verkefni lauk að mestu á árinu en eftir er að skrifa lokaskýrslu. Áfram verður haldið mælingum á áhrifum lúpínu og elris í asparrækt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Fjölrit RALA

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.