Rit Búvísindadeildar - 01.07.1992, Page 101
Algjörlega vatnsmettaður jarðvegur klessist hins vegar ekki eins saman og
rakur því að vatnið í holunum tekur við þrýstingnum og hindrar að holurnar falli
saman (Kellet, 1978) (1 og 2. mynd). Því hefur umferð um forblaut tún ekki eins
mikla þjöppun í för með sér eins og þar sem raklent er.
Umferð um forblautt land er þó slæm að því leyti, að hætt er við spóli og
að jarðvegurinn eltist saman í loftlausan massa, sem verður að harðri skán þegar
hann þornar. Þótt litlar vélar þjappi jaröveg mun minna en þungar fylgir þeim oft
meiri hætta á spóli og því orkar stundum tvímælis að nota of litlar vélar, þó að
hér sé ekki mæit með noktun þyngri véla en nauðsyn krefur. Þá má fullyrða að
skaðsemi umferðar er meiri á ógróinn jarðveg en gróinn.
Þær varnaraðgerðir
sem helst hefur verið
rætt um til að draga úr
skaðsemi umferðar eru:
Góð framræsla, að forð-
ast umferð um blautt
land, nota sem léttastar
vélar, fara eins fáar um-
ferðir um landið og hægt
er, nota sem breiðasta
hjólbarða, dreifa umferð sem jafnast um landið (nota fleiri en eina leið -brú/hlið -
inn á svæðið o.s.frv.) (Hákanson, 1984) (3. mynd). Nota túnvegi fyrir milliferðir.
Þrátt fyrir þetta má segja að sum ofangreindra atriða vinni nokkuð hvert gegn
öðru, því ef notaðar eru léttar dráttarvélar eykst hætta á spóli og yfir-
borðsskemmdum og oft þarf að fara fleiri umferðir ef notuð er létt dráttarvél.
Eins er það að þótt notuð séu sífellt breiðari dekk undir dráttarvélar, nægir það
oft ekki til að minnka þunga þeirra á hvem fersentimetra vegna þess að vélarnar
verða sífellt stærri og þyngri. Eins eykur það á þunga vélanna, að sífellt verður
algengara að nota lyftutengd tæki við dráttarvélar. Með því að nota sem breiðust
dekk og dreifa þannig þunga vélanna á stærri flöt vegur það á móti, að áhrif
umferðar gætir dýpra niður og getur sett plóg- og kílræsi í meiri hættu frá
umferðinni.
Samt sem áður virðist notkun nógu breiðra dekkja, jafnframt því að forðast
um leið of mikla þungaaukningu, vera eitt helsta ráð nágrannaþjóða okkar gegn
óæskilegum áhrifum vélaumferöar á jarðveg (4.-6. mynd). Ásamt því að nota
réttar gerðir dekkja til að draga úr spóli og eltingu jarðvegsins (Lindberg 1988b
og 1988c). Eitt áhrifaríkasta fcrvarnastarf gegn skaðsemi umferðar, bæði véla og
3. mynd. Vegna þjöppunar og jarövegsskemmda er æskilegt aö
fara á 2-3 stöðum inn á hverja spildu.
95