Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1974, Page 33
SÍÐASTA FROST AO VOR!
VORHITI OG VAXTARSKILYRÐI NYTJAJURTA 31
Mynd 4. Samband gróandabyrjunar og síðasta frost að vori á 36 veðurstöðvum.
Fig. 4- Fhe regression of the last frosty day in spring (days from 30 April) on the onset of the gro-
wing season (days from 31 March). lnnsveitir — Inland stations. Utsveitir — Costal stations.
Norðlæg breidd stöðvar og þó einkum hæð
yfir sjó hafa skarpari áhrif á það, hvenær
síðasta frost verður, en það, hvenær hitinn
fer fyrst yfir 4,0 °C, það er byrjun gróandans.
Þannig seinkar síðasta frosti um tæplega 10
daga við hverja gráðu norðlægrar breiddar
(110 km). Þá má vænta tæplega 8 daga
seinkunar síðasta frostsdags að vori við hverja
100 m, sem land hækkar. Er það meira en
helmingi meiri seinkun en vænta má á byrj-
un gróanda, sjá bls. 27. Má telja líklegt, að
þetta séu allteins áhrif fjarlœgdar frá hafi
eins og hæðar yfir sjó, en benda má á, að
allnáið samband (jákvætt) er á milli hæðar