Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1974, Síða 34

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1974, Síða 34
32 ÍSLENSKAR LANDBÚNAÐARRANNSÓKNIR umræddra veðurstöðva yfir sjó og fjarlægðar þeirra frá ströndu. Seinkun síðasta frosts að vori með vaxandi hæð (fjarlægð frá hafi) er því sennilega afleiðing þess, að landrænna einkenna veðurfarsins gætir þar í vaxandi mæli, eins og nefnt var raunar hér að framan. Við getum nú tengt saman líkingarnar tvær, þar sem norðlæg breidd og hæð yfir sjó eru óháðar breytistærðir, og fundið mis- mun þeirra, Md, það er lengd tímabilsins, frá því að meðalhiti sólarhringsins fer fyrst yfir 4,0 °C og þar til vænta má síðasta frosts að vori (Bg—Sf). Minnumst þess samt, að ekki er um nákvæmlega sama tímabil að ræða: Md = 0,84 (Xi—60) + 0,045 X2 + 15,5 Xi = norðlæg breidd,0 X2 = hæð yfir sjó, m Mismunur byrjunar gróandans og síðasta frostdags eykst þannig um tæplega einn dag við hverja gráðu norðlægrar breiddar og um AV2 dag við hverja 100 m, sem land hækkar. Að meðaltali fyrir allar 37 veðurstöðvarnar má vænta síðasta frosts að vori tæpum 23 dögum, eftir að gróandinn byrjar (þ. e. með- alhitinn fer fyrst yfir 4,0°C). Fjöldi frostlausra daga að sumri. í framhaldi af því, sem áður er rætt, var reiknað út samband fjölda frostlausra daga að sumarlagi á ýmsum stöðvum, skv. tölum Jóns Eyþórssonar og Hlyns Sigtryggs- sonar (1971), og hæðar stöðvanna yfir sjáv- armáli og norðlægrar breiddar þeirra. Tölur um frostlausa daga eru ekki að öllu leyti samstæðar. Þær eru „í öllum meginatriðum frá 1951 —1960, en þó ná einstaka stöðvar frá 1952—1960” (Hlynur Sigtryggsson 1973). Ber að minnast þess við mat talnanna og samanburð við önnur gildi í þessari rit- gerð. Aðhvarfslíkingin reyndist verða Ff = 220,05—17,42 (Xi—60)—0,18 X2 R = 0,81 P<0,001 F = fjöldi frostlausra daga Xi = norðlæg breidd stöðvar, 0 X2 = hæð stöðvar yfir sjó, m Hér kemur það fram, að vænta má 17 daga fækkunar frostlausra daga á sumri við hverja breiddargráðu (110 km), sem norðar dregur, og að einnar gráðu færsla til norðurs hefur sömu áhrif á fjöida frostlausra daga og 100 m hækkun lands yfir sjó. Fjöldi frostlausra daga er um 150—160 við suðurströndina (svæði I), en um og innan við 100 í útsveitum norðanlands og austan (svæði IV). Samkvæmt reglunni ættu frost- lausir dagar á Kili að vera um 20 á sumri og í Möðrudai mætti vænta 45 frostlausra daga. Samhengi þáttanna er náið, og má skýra um 66% breytileika á fjölda frost- lausra daga með breytistærðunum tveimur, norðlægri breidd og hæð yfir sjó. Mæld giidi fjölda frostlausra daga eru notuð til þess að draga grófar jafningjalínur þeirra um landið á mynd 5. Nú verður að hafa í huga þann mun á hitafari, sem landslag veldur, t. d. að hætta á myndun kuldapolla" er ærið misjöfn eftir legu staðarins. Þetta hefur sín áhrif á fjölda frostlausra daga, sem reikna þarf með við notkun áður fundinnar reglu. ÁLYICTANIR Áður en lengra verður haldið, skal á það minnst, að niðurstöður þær, sem hér hafa verið kynntar, eiga aðeins við meðalástand margra ára, en duga ekki til mats á einstökum árum. Nú má spyrja, hvort gefi haldbetri upp- lýsingar um vaxtarskilyrði gróðurs, byrjun gróanda, eins og hún er skilgreind hér, eða síðasti frostdagur. Um þetta atriði eru inn- lendar athuganir ófullkomnar enn þá, enda þótt bændur og aðrir jarðyrkjumenn búi í

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.