Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1974, Page 40

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1974, Page 40
38 ÍSLENSKAR LANDBÚNAÐARRANNSÓKNIR TAFLA 1. Yfirlit yfir nytjajurtir af krossblómaætt, sem ræktaðar eru á Islandi. TABLE 1. Scheme for crops of the genus Cruciferae, which is cultivated in lceland. Nafn á íslenzku Nafn á latínu Höfuðkál (hvítkál, rauðkál, toppkál). Brassica oleracea, ssp. capitata. Blómkál. Brassica oleracea, ssp. botrytis. Mergkál og þyrilkál (grænkál). Brassica oleracea, ssp. acephala. Brúskál (þúsundhöfðakál). Brassica oleracea, ssp. fruticosa. Næpa. Brassica campestris, ssp. rapifera. Vorrepja. Brassica napus, ssp. oleifera, f. annua. Fóðurrepja, vetrarrepja, Asparagus-kál og Hungry-gap. Brassica napus, ssp. oleifera, f. biennis. Gulrófa. Brassica napus, ssp. rapifera. Mustarður (gult sinnep). Sinapis alba. Ætihreðka (sumarhreðka). Raphanus sativum, ssp. radicula. Fóðurhreðka. Raphanus sativum, ssp. oleiferus. 1966, Matthías Eggertsson 1966, Agnar Guðnason 1967, Árni Jónsson og Matthí- as Eggertsson 1967, Ingi Garðar Sigurðs- son 1969, Kristinn Jónsson 1969, Kristinn Jónsson 1970, Jónas Jónsson 1970, Krist- inn Jónsson 1971, Ingi Garðar Sigurðsson 1973, Magnús Óskarsson 1973 og Matthí- as Eggertsson 1973. Víðar kunna að leyn- ast greinar um tilraunir þessar. Einnig er í grein þessari yfirlit yfir til- raunir með sáðmagn fóðurkálsfræs, sem gerð- ar voru á Akureyri, Hólum, Hvanneyri og Reykhólum 1957—1964. Þeir, sem áður hafa skrifað umþessarsáðmagnstilraunir,eru: Árni JÓNSSON 1961, Magnús ÓSKARSSON 1963, Árni Jónsson og Hólmgeir Björns- son 1964 og Árni Jónsson og Matthías Eggertsson 1967. Tilraunir með fóðurkálsstofna. Tilraunir þær með stofna, sem hér verður fjallað um, voru gerðar á tilraunastöðvum eða á vegum tilraunastöðva í jarðrækt, en þær eru á Akureyri, Hólum í Hjaltadal, Hvanneyri í Borgarfirði, Reykhólum í Reyk- hólasveit, Sámsstöðum í Fljótshlíð og Skriðu- klaustri í Eljótsdal. Auk þeirra tilrauna, sem hér er getið, voru gerðar tilraunir með stofna af fóðurkáli á Korpu við Reykjavík. Á töflu 2 og 3 er yfirlit yfir stofnatilraunirnar. Á fyrri töflunni er ritað heiti landshluta í stað þess að rita nafn tilraunastöðvar. Þetta er gert vegna þess, að sumar tilraunirnar voru dreifðar og gerðar utan tilraunastöðvanna. Á töflunum sést, að gerðar hafa verið til- raunir með margar tegundir og stofna fóður- káls. Af repju voru gerðar tilraunir með fóð- urrepju, Hungry gap, Asparagus kale og ein- og tvíæra olíurepju, sem nefnd hefur verið vorrepja og vetrarrepja. Aðrar tegundir, sem getið er um á töflunni, eru mergkál og brús- kál, sem hvort tveggja eru undirtegundir af Brassica oíeracea, fóður hreðkur og mustarð- ur eða öðru nafni gult sinnep. Á töflunum er dálkur fyrir hlutfallslega uppskeru, þar sem meðaluppskera úr hverri tilraun er sett sem 100. Þessi tala sýnir betur en uppskerutölurnar, hver staða stofnanna er gagnvart öðrum stofnum, sem reyndir hafa

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.