Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1974, Side 62

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1974, Side 62
60 ÍSLENSKAR LANDBÚNAÐARRANNSÓKNIR inum, þó að áhrif hennar á niðurstöðurnar virðist fremur lítil. A grundvelli fyrrnefndra niðurstaðna virð- ist ráðlegast að haga framkvæmd kynbóta- starfsins á eftirfarandi hátt: Árlega væru tekin í notkun um 30 ný naut, sem væru synir bestu foreldra, sem fyndust í stofninum hverju sinni. Frystir væru 5000—6000 sæðisskammtar úr hverju nauti. Sent væri strax það sæðismagn, sem þarf til að tryggja 80—100 skýrslufærðar dætur undan hverju nauti í nautgriparæktar- félögunum. Þegar afkvæmadómur væri feng- inn, væri það sæði, sem til væri úr 6—10 bestu nautunum, notað. Tvö bestu nautin væru notuð sem nautsfeður. Hér kæmi einnig til greina að nota allra bestu nautsfeðurna lengur en eitt ár, eins og Hutt et al. (1972) hafa bent á. Oreyndu nautin væru nomð til hdminga, eða rúmlega það, á við reynd naut. Þessi tilhögun er í ýmsum atriðum veru- lega frábrugðin því, sem nú tíðkast. Gert er ráð fyrir einni kynbótaeiningu og að kyn- bótastarfið byggi alveg á skýrsluhaldinu, en hlutverki afkvæmarannsóknastöðvanna sé íokið. Nautum, sem tekin eru í notkun ár- lega, fjölgar veruiega. Fryst er minna af sæði úr hverju nauti en gert er á kynbótastöðinni á Hvanneyri. Ragnar Eiríksson (1971) kannaði nokkra þeirra þátta, sem hér hefur verið fjállað um. Af niðurstöðum hans má nefna, að hann leggur til, að afkvæmahópsstærð sé 40 dæt- ur, 40 óreynd naut séu tekin í notkun árlega og að þau séu notuð á 35—50% kúnna. Hann tók ekki tillit til kostnaðar, heldur miðaði eingöngu við væntanlega erfðafram- för. Niðurstöður hans em því í ágætu sam- ræmi við niðurstöður okkar. Hér er gert ráð fyrir að nota óreynd naut tiltölulega mikið, en frysta fremur lítið sæð- ismagn úr hverju nauti. Er það í samræmi við endurskoðun á norsku kynbótaáætluninni (Instilling NRF, 1972). Aðrir útreikningar hafa sýnt, að tiltölu- lega mikil notkun á reyndum nautum og frysting á miklu magni sæðis úr hverju nauti sé higkvæmast (Brascamp, 1973 og Har- ing, 1972). Þær niðurstöður em þó fengnar úr margfalt stærri erfðahópum en hér er reiknað með. Takist að lækka kostnað við nautahaldið, ber að fjölga nautum, sem tekin em í notkun árlega, og minnka dætrahópana í afkvæma- rannrókn. Magnús B. Jónsson (1969) hefur bent á, að taka verði tilJit til fleiri eiginleika en mjólkurafkasta einna sér í kynbótastarfinu, og nefnir þar m. a. kjötsöfnunareiginleika og m j altaeiginleika. Hér hefur verið sýnt fram á, að verulega megi auka einblendingsrækt til kjötfram- leiðslu, sé slíkt af framleiðsluástæðum æski- legt, án þess að það skaði kynbótaframfarir fyrir mjólkurafköstum. Verði kjötframleiðsla af nautgripum veiga- mikil framleiðslugrein hérlendis, mun þó ávallt stór hiuti af erfðaeðli framleiðslugrip- anna ráðast af erfðaeðli mjólkurkúastofnsins. Urval fyrir vaxtarhraða væri eðlilegast að framkvæma sem einstaklingsúrval vegna þess, hve arfgengi fyrir vaxtarhraða er hátt. Slíkt úrval þýddi þá fyrst og fremst minni úrvals- styrkleika nautsmæðra, sé gert ráð fyrir, að þessir tveir eiginleikar séu ótengdir. Erlendis hafa nokkrar rannsóknir farið fram á þessum þáttum. Hill (1971) og MC- Clintock og Cunningham (1972) benda á, að rétt sé að nota einblendingsrækt eins mikið og viðhaldsþörf stofnsins leyfir. Haring (1972) komst að raun um, að miðað við verðlag í Þýskalandi væri ekki rétt að velja fyrir vaxtarhraða með einstaklingsúrvali, en nýta slíkar upplýsingar þess í stað í kynbóta-

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.