Fréttablaðið - 19.12.2020, Page 86
Segja má að matseld og bakstur sé veigamikill þáttur í líf i Berglindar sem heldur úti vefsíðunni Gotterí og gersemar. Þó að hún segist vera mikið jóla
barn er hún ekki mjög fastheldin á
hefðir í kringum þennan árstíma.
„Ég elska aðventuna, jólaljós, jóla
skraut, kerti og kósí í desember. Ég
er ekki svakalega föst í hefðum en
mér finnst bakstur og góðar sam
verustundir mikilvægustu jólahefð
irnar. Við gefum okkur meiri tíma
til að spila, baka og elda saman á
þessum tíma og erum alltaf að
vinna með eitt nýtt jólapúsl um
hver jól,“ segir Berglind.
Möndlugrautur í hádeginu
„Amma Guðrún fór alltaf með okkur
systurnar að sjá þegar kveikt var á
Oslóartrénu þegar við vorum litlar
og mér finnst gaman að gera það ef
veður og aðstæður leyfa. Nú til dags
er það líka Novasvellið sem hefur
verið að toga okkur niður í bæ í jóla
stemninguna. Einnig finnst mér við
alltaf þurfa að gera piparkökur og
skreyta með glassúr og ef tími gefst
til er æðislegt að útbúa laufabrauð.
Tengdamamma býður síðan öllum
börnunum sínum og fjölskyldum í
möndlugraut í hádeginu á aðfanga
dag og mér finnst það kósístund og
dásamlegt að hitta alla áður en hver
heldur til sinna heima að halda jólin
hátíðleg,“ útskýrir Berglind.
Tvíréttað á aðfangadag
Það er ekki annað hægt en spyrja
matgæðinginn út í jólamatinn en
Berglind segir hamborgarhrygg
hafa átt vinninginn undanfarin ár.
„Ég eldaði reyndar rjúpur í fyrsta
skipti fyrir tveimur árum þegar
systir mín var með okkur á aðfanga
dag og endurtók leikinn í fyrra. Ég
hugsa því að það verði tvíréttað
héðan í frá þar sem maðurinn minn
elskar rjúpurnar. Það er í raun sama
meðlæti sem gengur með þeim og
hamborgarhryggnum nema við
gerum tvær mismunandi sósur.“
Bókaútgefandi á haus fyrir jólin
Berglind segir allan gang á því
hvenær jólaundirbúningur hefst
á heimilinu. „Í ár var jólatréð full
skreytt 8. nóvember á meðan það
gæti verið það á Þorláksmessu
á næsta ári,“ segir hún og hlær.
„Jólaundirbúningurinn hefst bara
þegar við höfum tíma til hverju
sinni. Núna í ár er ég auðvitað á
haus sem bókahöfundur, útgef
andi, lagerstarfsmaður og sendill
samhliða blogginu, en er engu að
síður að keppast við að gleyma
ekki því sem skiptir máli, skulum
sjá hvernig það á eftir að ganga,“
segir Berglind bjartsýn að lokum en
hún gaf sjálf út á dögunum bókina
Saumaklúbburinn sem inniheldur
140 uppskriftir. Bókin seldist upp í
síðasta mánuði og er nýkomin aftur
og fáanleg á gotteri.is.
Hátíðleg vanillukaka
með kókosblæ
n 1 x Betty Crocker Vanilla Cake
Mix
n 3 egg
n 100 ml ljós matarolía
n 100 ml vatn
n 100 ml kókosrjómi
n 100 g kókosmjöl
Hitið ofninn í 160°C og penslið 3 x
15 cm kökuform vel með matarolíu.
Hrærið saman eggjum, matar
olíu, vatni og kókosrjóma í hræri
vélarskálinni.
Bætið kökuduftinu saman við
og hrærið á meðalhraða í nokkrar
mínútur, skafið niður á milli.
Bætið að lokum kókosmjölinu í
deigið og blandið létt.
Skiptið deiginu jafnt á milli form
anna og bakið þar til prjónn kemur
hreinn út (um 25 mínútur).
Vanillu- og kókoskrem
n 80 g smjör við stofuhita
n 100 g rjómaostur við stofuhita
n 1 kg flórsykur
n 100 ml kókosrjómi
n 2 tsk. vanillusykur
Hrærið saman smjör og rjómaost
þar til það er létt og ljóst.
Bætið öðrum hráefnum saman
við á víxl og skafið niður á milli.
Þeytið þar til létt og ljóst krem
hefur myndast.
Skraut og samsetning
n Gróft kókosmjöl
n 8 stk. hvítar Lindor-kúlur
Smyrjið rúmlega 1 cm af kremi á
milli botnanna og hjúpið kökuna
með þunnu lagi af kremi, kælið
þar til kremið fer að taka sig (um
30 mínútur).
Smyrjið þá næstu umferð af
kremi á alla kökuna til að þekja
hana vel og sléttið vel úr toppnum
og hliðunum.
Takið fulla lúku í senn af kókos
mjöli og rennið upp hliðarnar frá
botni og upp að toppi.
Gott er að gera þetta yfir bökun
arskúffu til þess að umfram kókos
mjöl geti hrunið niður í skúffuna.
Þegar hliðarnar eru vel þaktar
kókosmjöli má set ja k rem í
sprautupoka með stórum stjörnu
stút (til dæmis 2D frá Wilton) og
sprauta 8 toppa allan hringinn efst
á kökunni.
Að lokum má setja Lindorkúlu
á hvern smjörkremstopp og geyma
síðan kökuna í kæli.
Jólabollakökur með
kanilkeim
Um 15-17 stykki
n 120 g smjör við stofuhita
n 100 g púðursykur
n 2 egg
n 120 ml nýmjólk
n 150 ml hlynsíróp
n 1 tsk. vanilludropar
n 220 g hveiti
n 1 tsk. lyftiduft
n ½ tsk. matarsódi
n ½ tsk. salt
n 2 tsk. kanill
n ½ tsk. engifer
n ½ tsk. negull
Hitið ofninn í 175°C.
Þeytið smjör og púðursykur þar
til það er létt og ljóst.
Bætið eggjunum saman við, einu
í einu og skafið niður á milli.
Blandið restinni af þurrefnunum
saman í aðra skál.
Næst má setja mjólk og síróp
saman við smjörblönduna og loks
þurrefnin í nokkrum skömmtum.
Skafið vel niður á milli og hrærið
þar til deigið verður slétt og fínt.
Skiptið því niður í bollaköku
formin, fyllið um 2/3 af hverju
formi.
Bakið í 1820 mínútur og kælið
áður en kremið er sett á.
Rjómaostakrem
n 190 g rjómaostur við stofuhita
n 75 g smjör við stofuhita
n 590 g flórsykur
n 2 tsk. vanillusykur
n 2 tsk. hlynsíróp
Þeytið saman smjör og rjómaost þar
til það er létt og ljóst.
Bætið þá öðrum hráefnum saman
við í nokkrum skömmtum, skafið
vel niður á milli og hrærið þar til
fallegt og slétt krem hefur myndast.
Setjið kremið í sprautupoka með
stórum stjörnustút (til dæmis 1M
frá Wilton) og sprautið vel af kremi
í spíral á hverja köku, skreytið með
kökuskrauti áður en kremið storkn
ar að utan.
Bakstur mikilvæg
hefð á jólunum
Berglind Hreiðarsdóttir er mikið jólabarn og segir bakstur og góð-
ar samverustundir vera mikilvægustu jólahefðirnar. Við fengum
Berglindi til að baka fyrir lesendur og er útkoman sérlega girnileg.
Jólabollakökurnar hennar Berglindar með kanilkeim og rjómaostakremi
slá í gegn í hvaða jólakaffiboði sem er.
Hátíðleg vanillukaka með kókosblæ og hvítum Lindor-kúlum að hætti Berglindar. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
Glæsilegt jólatré Berglindar fór upp fyrir rúmum mánuði.
Björk
Eiðsdóttir
bjork@frettabladid.is
1 9 . D E S E M B E R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R54 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð