Víkurfréttir - 15.07.2020, Page 4
Kótilettukvöld í Vogum í haust
Björgunarsveitin Skyggnir og Ungmennafélagið Þróttur í Vogum hafa
fengið afnot af íþróttahúsinu í Vogum í lok október en félögin ætla í
sameiningu að efna til svokallaðs „kótilettukvölds“. Bæjarráð Sveitar-
félagsins Voga hefur heimilað félögunum afnot af húsnæðinu fyrir
veisluna.
Suðurnesjabær tekur við af
Hafnarfirði í Vogum
Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga samþykkti á fundi sínum á dögunum
drög að samningi við Suðurnesjabæ um fræðsluþjónustu. Þar með
lýkur áralöngu samstarfi sveitarfélagsins við Hafnarfjörð, sem hafa
veitt sveitarfélaginu faglega þjónustu og sérfræðiráðgjöf á vettvangi
fræðsluþjónustu.
Með sameiningu Garðs og Sandgerðis í Suðurnesjabæ opnaðist sá
möguleiki að setja á stofn eigin fræðsluþjónustu og lagt upp með sam-
starf við Sveitarfélagið Voga. Fyrir eru sveitarfélögin með sameiginlega
félagsþjónustu en bæði félagsþjónustan og fræðsluþjónustan heyra undir
fjölskyldusvið Suðurnesjabæjar. Gert er ráð fyrir öflugu teymi sérfræð-
inga á sviðinu sem munu þjóna báðum þessum mikilvægu málaflokkum
í framtíðinni.
Rétturinn
Ljúengur
heimilismatur
í hádeginu
Opið:
11-13:30
alla virka daga
Bílaviðgerðir
Smurþjónusta
Varahlutir
Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík
sími 421 7979
www.bilarogpartar.is
Til leigu 2 herbergja íbúð í
Sandgerði. 70 fm, nýstandsett.
Upplýsingar í síma 780-3939
Símatorgið sími 908-6116
ástir formal heilsa
SMáauglÝSiNgar
AUGLÝSINGASÍMI
VÍKURFRÉTTA ER
421 0001
Gvendarbrunnur í Vogum verði hreinsaður og merktur
Sesselja Guðmundsdóttir, hand-
hafi menningarverðlauna Sveitar-
félagsins Voga, hefur sent bæjar-
yfirvöldum í Vogum erindi þar
sem bent er á gamlan vatnsbrunn
í Vogum sem er einn fjölmargra
svokallaðra „Gvendarbrunna“ á
landinu. Guðmundur góði biskup
fór víða um land á sínum tíma og
vígði vatnsból.
Ábending Sesselju fólst m.a. í að
brunnurinn verði hreinsaður og
merktur, merktur með vörðu líkt
og áður var. Erindinu var vísað til
meðferðar við gerð fjárhagsáætl-
unar næsta árs.
Lýsa áhyggjum af skerðingu framlaga
Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga
Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga lýsir yfir áhyggjum sínum af skerð-
ingu framlaga Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga sem hefur veruleg áhrif
á afkomu sveitarsjóðs. Bæjarráð hvetur því ríkisvaldið til að huga
alvarlega að því að bæta Jöfnunarsjóði tekjutap sitt og með því
móti verði sjóðnum gert kleift að rækja skyldur sínar gagnvart
sveitarfélögunum í landinu.
Þetta kemur fram í bókun bæjarráðs sem samþykkt var á fundi
ráðsins þann 15. júlí síðastliðinn.
Bókun þessi er send eftirtöldum:
Forsætisráðuneyti
Fjármálaráðuneyti
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti
Þingmönnum Suðurkjördæmis
Formanni fjárlaganefndar Alþingis
Sambandi íslenskra sveitarfélaga
Vogar á Vatnsleysuströnd.
VF-mynd: Hilmar Bragi
4 // víkurFrÉttir á SuðurNESjuM í 40 ár
Miðvikudagur 15. júlí 2020 // 28. tbl. // 41. árg.