Víkurfréttir


Víkurfréttir - 15.07.2020, Page 14

Víkurfréttir - 15.07.2020, Page 14
„aggressive“ og hún hafi verið sýn- ingarstjóri til fjölda ára. Aðalsteinn Ingólfsson hefur verið aðalsýning- arstjóri Listasafns Reykjanesbæjar en Helga segist muni setja upp flestar sýningar sjálf. „Það verða aðrar áherslur innan samtíma- listarinnar og miklu fleiri sýningar eftir lifandi listamenn, þær verða flestar þannig,“ segir Helga. Listasafn Reykjanesbæjar er um þessar mundir að taka við risa- stórum gjöfum. Ein þeirra er frá Björgu Þorsteinsdóttur og Helga vill setja upp sýningu eftir hana en Björg var frumkvöðull í nýja mál- verkinu og það er fyrir milligöngu Aðalsteins að safnið fær gjöf frá hennar dánarbúi en Björg lést á haustdögum 2019. „Ég mun því setja upp sýningu á verkum hennar og á verkum lifandi listakvenna og setja upp ráðstefnur því tengt. Ég vil helst halda ráðstefnu í tengslum við hverja sýningu sem sett er upp. Sýning þarf að vísa út fyrir sjálfa sig og vera meira en bara upphengi Þetta er í fyrsta skipti sem ráðinn er safnstjóri sem sinnir bara þessu, þannig að það er eins gott að ég komi með eitthvað annað og meira en að setja bara upp sýningar. Það má alveg taka það fram að setja upp sýningar er ekki „bara“.“ Tók við á sérstökum tímum Helga segist ennþá vera að kynnast þeim listamönnum sem eru starf- andi á svæðinu og hvernig hún sem safnstjóri geti hjálpað þeim að blómstra. Hún segist ekki sjá fyrir sér að sýna þá listamenn hér, heldur hjálpa þeim að setja saman sýningar sem gætu farið út fyrir svæðið og jafnvel út á land. Helga var ráðin safnstjóri Lista- safns Reykjanesbæjar á sérstökum tímum. Hún hafði vart tekið við Frá sýningunni Innskot sem opnaði í byrjun maí í Listasafni Reykjanesbæjar. Logi Höskuldsson, Helga Þórsdóttir og Áslaug Thorlacius við opnun á Innskoti þann 4. maí 2020. 14 // víkurFrÉttir á SuðurNESjuM í 40 ár Miðvikudagur 15. júlí 2020 // 28. tbl. // 41. árg.

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.