Víkurfréttir


Víkurfréttir - 15.07.2020, Side 36

Víkurfréttir - 15.07.2020, Side 36
Keflavík og RKV (Reynir, Keflavík og Víðir) sendi samtals átján lið til keppni á Símamótinu. Í 7. flokki voru þrjú lið, í 6. flokki voru sjö lið og í 5. flokki voru átta lið. „Í 5. flokki vorum við með næstflest lið á eftir mótshöldurum í Breiðabliki. Það er sem- sagt mikill fjöldi hjá okkur og fer fjölgandi. Það er mesti árangurinn hvað eru margar öflugar stelpur hjá okkur,“ segir Sólrún Sigvaldadóttir, yfirþjálfari liðanna. Liðunum gekk mjög vel á mótinu. Keflavík 1 í 7. flokki vann sinn riðil og fékk bikar að launum. Í 6. flokki voru þrjú lið sem unnu sína riðla og fengu bikar. Keflavík 4, Keflavík 6 og Keflavík 7 ásamt því að Keflavík 2 og Keflavík 5 töpuðu naumlega úrslitaleik og fengu því silfur. „Í 5. flokki þá vorum við eins og ég sagði að framan með næstflest lið á mótinu. RKV 1 endaði í 5. sæti í keppni A-liða,“ segir Sólrún. Öll lið stóðu sig auðvitað mjög vel og sýndu mjög góða spilamennsku og mikla baráttu. Á fimmtudeginum fyrir mótið héldu liðin sameiginlegt Keflavíkur/RKV grill til að mynda stemmingu fyrir mótinu og leikmenn meistara- flokks Keflavíkur heilsuðu uppá stelpurnar og hvöttu þær til dáða. Njarðvík sendi sex lið til keppni á Símamótið í ár. Tvö lið í 5. flokki, tvö í 6. flokki og tvö í 7. flokki. Alls fóru því hátt í fimmtíu hressar Njarðvíkur stelpur á mótið og skemmtu sér frá- bærlega. Ákveðið var að gista og taka þátt í öllu enda var mótsstjórn búin að vinna mjög flotta aðgerðaráætlun vegna Covid-19. Smá samantekt á helginni hjá Njarðvík: 5. flokkur Lið 1 endaði í 1. sæti í sinni deild og fékk bikar. Lið 2 endaði í 2. sæti eftir tap í hörku úrslitaleik. 6. flokkur Lið 1 endaði í 6. sæti. Lið 2 endaði í 5. sæti. 7. flokkur Lið 1 endaði í 2. sæti eftir tap í hörku úrslitaleik. Lið 2 endaði í 1. sæti eftir hörkubaráttu í úr- slitaleik. Einkunnarorð Njarðvíkur er Leikgleði-Sam- vinna-Dugnaður og stóðu stelpurnar sig frábær- lega að mati þjálfara og voru félaginu til sóma. Grindavík sendi einnig lið til þátttöku á Síma- mótinu. Grindvíkingar komust ekki á verð- launapall en allir skemmtu sér vel. Í þessari opnu eru myndir sem þátttakendur og foreldrar hafa sent okkur frá Símamótinu. SKEMMTU SÉR VEL Á SÍMAMÓTINU 36 // víkurFrÉttir á SuðurNESjuM í 40 ár Miðvikudagur 15. júlí 2020 // 28. tbl. // 41. árg.

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.