Víkurfréttir


Víkurfréttir - 15.07.2020, Side 48

Víkurfréttir - 15.07.2020, Side 48
– Nafn: Jón Björn Ólafsson. – Árgangur: 1980. – Fjölskylduhagir: Giftur Hilmu Hólmfríði Sigurðar- dóttur og saman eigum við þrjú börn, 11, 8 og 5 ára. – Búseta: Reykjanesbær. – Hverra manna ertu og hvar upp alinn: Foreldrar mínir eru Rósa Ing- varsdóttir og Ólafur Björnsson, er uppalinn Njarðvíkingur með snarpri viðkomu á Ólafsfirði. – Starf/nám: Starfa hjá Íþróttasambandi fatl- aðra sem íþrótta- og fjölmiðlafull- trúi. Hef lokið BA námi í íslensku og fjölmiðlafræði og MBA námi frá HÍ. – Hvað er í deiglunni? Að taka virkan þátt í pottas- umrinu mikla, vonandi ná inn nokkrum veiðidögum og svo ætlum við fjölskyldan að elta góða veðrið í júlímánuði eða helst að láta það elta okkur í Njarð- víkurnar. – Hvernig nemandi varstu í grunnskóla? Líklega erfiður einhverjum kennurum en ég klóraði mig nú í gegnum þetta. Alla vega uppá- tækjasamur með eindæmum. – Hvernig voru framhaldsskóla- árin? Þau voru skemmtileg í FS. Í fram- haldsskólanum fór maður loks að spýta aðeins í lófana hvað námið varðar. – Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Ég ætlaði mér alltaf að spila í NBA deildinni. David Stern heitinn og félagar voru greinilega ekki jafn meðvitaðir um það og ég svo það varð ekkert úr þessu, það kemur kannski seinna bara. – Hver var fyrsti bíllinn þinn? Peugeot Forever Sport 205, stað- greiddur og með topplúgu sem var þrír fjórðu af bílnum. Silki- mjúk kerra sem mér þótti afskap- lega vænt um. – Hvernig bíl ertu á í dag? Ég held mig ennþá við ljónið á veginum ... sætin eru bara orðin sjö. – Hver er draumabíllinn? Það er einhver illskeyttur BMW. Þjóðverjinn kann þetta. – Hvert var uppáhaldsleik- fangið þitt þegar þú varst krakki? He-Man-kallarnir mínir og veiði- stöngin. – Besti ilmur sem þú finnur: Það keppir fátt við nýsleginn knattspyrnuvöll þannig að mér er gervigras ekki að skapi en skil auðvitað þörfina á því hérlendis. Þá er alltaf einhver sérstakur ilmur í loftinu þegar maður mætir á bikarúrslit í körfunni í Laugar- dalshöll, það ætti að setja það á flöskur og selja. – Hvernig slakarðu á? Úti í rennandi vatni með veiði- stöngina eða á pallinum í sælunni á Gónhóli 27. – Hver var uppáhaldstón- listin þín þegar þú varst u.þ.b. sautján ára? Ég hef alltaf haft gaman af vel flestum tónlistarstefnum og straumum. Saurján ára var ég örugglega með einhverja sveita- ballamúsík í gangi í bland við þess tíma bófarapp. – Uppáhaldstónlistartímabil? Starfsárin hjá Queen. – Hvaða tónlist fær þig til að sperra eyrun þessa dagana? Ég legg alltaf vel við hlustir þegar Of Monsters and Men eru að senda eitthvað nýtt frá sér. Þá er ég alltaf jafn undrandi á því hvað við eigum margt efnilegt tónlistarfólk hér á Íslandi, það er meiriháttar! – Hvers konar tónlist var hlustað á á þínu heimili? Mamma og pabbi hafa alltaf verið tveir svalir kettir þegar kemur að tónlist. Mamma spilaði mikið m.a. Tommy rokkóperuna og pabbi var Pink Floyd-maður. Ég kynntist Queen í gegnum þau og hef verið hrifinn af bandinu síðan þá. – Leikurðu á hljóðfæri? Ég plokka annað slagið í gítarinn minn en ætti að gera meira af því. – Horfirðu mikið á sjónvarp og hvernig? Við fjölskyldan erum tiltölulega ný á Netflix og það er í þónokk- urri notkun þessa dagana. – Hverju missirðu helst ekki af í sjónvarpinu? Íþróttum í beinni og þá helst Domino’s-deildinni. – Besta kvikmyndin: The Neverending Story. – Hver er uppáhaldsbókin þín og/eða rithöfundur? Njála og Króka-Refs saga eru ofarlega en það gengur víst eitt- hvað hægt að staðfesta höfunda þeirra merku rita. – Hvað gerir þú betur en allir aðrir á þínu heimili? Kasta flugu. – Hvert er snilldarverkið þitt í eldhúsinu? Lambahryggur og hvítlauks- humar. – Hvernig er eggið best? Í hræru nú eða í einum „sour”. – Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari þínu? Gjörðir þurfa að fylgja orðum fastar að. – Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra? Skeytingarleysi við náungann. „Ljómandi“ „Síðustu ár höfum við fjölskyldan oftar en ekki farið til Húsavíkur og spókað okkur í kringum Tjörnes- hrepp og Öxarfjörðinn. Ég geri ráð fyrir því að við látum okkur ekki vanta þar þetta sumarið,“ segir Jón Björn Ólafsson í netspjalli við Víkurfréttir. 48 // víkurFrÉttir á SuðurNESjuM í 40 ár Miðvikudagur 15. júlí 2020 // 28. tbl. // 41. árg.

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.