Víkurfréttir - 15.07.2020, Síða 49
– Uppáhaldsmálsháttur eða til-
vitnun:
Margt gott til í þessum efnum, sá
þessa línu í bók fyrir skemmstu:
„Hver maður skapar sína eigin
merkingu, form og takmark.“
(Howard Roark)
– Hver er elsta minningin sem
þú átt?
Ætli það séu ekki minningarbútar
af okkur mömmu og pabba á
Hjallavegi og líka á Vatnsnesvegi.
Svolítið ljóslifandi minningin
þegar ég læsti mig sem smágutti
inni á baði og missti lykilinn ofan
í niðurfallið á baðinu. Til allrar
hamingju var það einn af topp tíu
markvörðum Íslandssögunnar,
Steini Bjarna, með enn eina topp-
frammistöðuna og bjargaði mér af
baðherberginu.
– Orð eða frasi sem þú notar of
mikið:
Ljómandi.
– Ef þú gætir farið til baka í
tíma, hvert færirðu?
Líklega beint inn í Örlygsstaða-
bardaga eða eitthvað um þann
tíma. Mikið held ég að það hafi
verið gaman að sjá Ísland í start-
holunum.
– Hver væri titillinn á ævisögu
þinni?
Út í heim.
– Þú vaknar einn morgun í
líkama frægrar manneskju og
þarft að dúsa þar einn dag.
Hver værirðu til í að vera og
hvað myndirðu gera?
Ætla að velja Eric Clapton, ég
myndi hefja daginn á að plokka
strengjabrettið svo úr því rjúki og
veiða svo í Laxá í Ásum fram á
kvöld. Það ætti að þjóna mínum
eigin hagsmunum ágætlega.
Til þess að aðrir hefðu gagn af
þessum óvæntu líkamsskiptum
þá kæmi líka til greina að vera nú-
verandi Bandaríkjaforseti og hafa
það fyrsta verk eftir morgun-
bollann að segja af mér.
– Hvaða þremur persónum
vildirðu bjóða í draumakvöld-
verð?
Ég myndi bjóða Kára Stefánssyni
til að tryggja beittar umræður og
góðan húmor. Andrew Strong,
söngvari The Commitments,
fengi boð því þetta er jú kvöld-
verður en rúsínan í pylsuend-
anum væri söngur hans við eftir-
réttinn. Síðast en ekki síst myndi
ég vilja fá Gunnar Dal í matar-
boðið því hann myndi sjá til þess
að Kári, Andrew og ég færum
betri menn út í nóttina.
– Hvernig hefur þú verið að
upplifa árið 2020 hingað til?
Sem eina stóra áskorun sem við
ætlum öll að klára saman með
stæl. Áfram veginn.
– Er bjartsýni fyrir sumrinu?
Já, ég er almennt bjartsýnn og ég
þykist viss um að veðurguðirnir
gefi okkur þónokkra bongódaga
á næstu vikum og mánuðum. Þá
hef ég ofurtrú á okkur Íslend-
ingum, COVID-19 og fylgifiskar
faraldursins munu ekki knésetja
okkur frekar en nokkuð annað.
– Hvað á að gera í sumar?
Ferðast um landið mitt með fjöl-
skyldunni og ná inn nokkrum
veiðidögum og já svo var víst ein-
hver hellingur sem ég ætlaði að
gera í garðinum heima hjá mér og
það er bara verk í vinnslu eins og
þeir segja.
– Hvert ferðu í sumarfrí?
Síðustu ár höfum við fjölskyldan
oftar en ekki farið til Húsavíkur
og spókað okkur í kringum Tjör-
neshrepp og Öxarfjörðinn. Ég geri
ráð fyrir því að við látum okkur
ekki vanta þar þetta sumarið.
– Ef þú fengir gesti utan af
landi sem hafa aldrei skoðað
sig um á Suðurnesjum. Hvert
myndir þú fara með þá fyrst og
hvað myndir þú helst vilja sýna
þeim?
Ég myndi byrja með þau í for-
drykk á Brúin bar á Courtyard
by Marriott hótelinu, eftir það
færum við Blue Diamond-túrinn
og tækjum eins marga áfanga-
stöði á honum og hægt er að
koma við á einum degi. Eftir
góðan Blue Diamond-túr væri
förinni heitið beint niður í bæ í
kvöldverð.
– Ef þú gætir hoppað upp í
flugvél og réðir hvert hún færi,
þá færirðu …
... til Margaret River á suðvestur-
horni Ástralíu. Almættið var
í sínu fínasta pússi þegar það
púslaði Margaret River saman.
„Ég legg alltaf vel við hlustir þegar Of
Monsters and Men eru að senda eitt-
hvað nýtt frá sér. Þá er ég alltaf jafn
undrandi á því hvað við eigum margt
efnilegt tónlistarfólk hér á Íslandi, það
er meiriháttar!“
N
etspj@
ll
Miðvikudagur 15. júlí 2020 // 28. tbl. // 41. árg.
víkurFrÉttir á SuðurNESjuM í 40 ár // 49