Víkurfréttir


Víkurfréttir - 15.07.2020, Blaðsíða 54

Víkurfréttir - 15.07.2020, Blaðsíða 54
Minning: Jón Borgarsson – Jaðri Hvað eru að segja maður? Viltu að ég leiki veislustjóra? Nei, ég verð það sjálfur en gætir þú tekið með þér nokkrar vísur og lesið fyrir Eyfellingana. Þeir eru öllu vanir og spurning hvort þú sækir ekki efni í neðstu skúffuna. Já, ég get leikið hvað sem er fyrir þig vinur, í neðstu skúffuna segir þú, mér þykir þeir vera harðir af sér að vilja það efni. Eitthvað á þessa leið var samtal okkar Jóns þegar ég bað hann að koma með mér á Þorrablótið í Skógum. Bæjarstjórinn í Garði gat ekki haft með sér betri mann en sjálfan borgarstjórann úr Höfnum. Þetta var sautján tíma ferðalag og betra að hafa með sér mann sem var ekki þögull, héldi manni vakandi á keyrslunni. Á Skógabrúnni voru 300 km í Hafnir og ég áhyggjufullur að halda mér vakandi eftir langan dag. Ráðið við því var að spyrja um Vegagerðina en það var eins og að kveikja á útvarpsþætti. Borgarstjórinn var þegar kominn í símtalið við Vegagerðina sem hann átti nokkrum dögum fyrr. Þremur tímum síðar rennum við í hlað á Jaðri í Höfnum og borgarstjórinn var með síðustu setninguna á vörunum. Stúlkan á símanum vissi ekki að menn- irnir á Heiðinni væru farnir til síns heima og rétt að færa bið- skylduna á Hafnarveginum yfir á veginn að herstöðinni. Undir þessari einræðu hefði enginn sofnað. Jón var ljúfur og vinsæll maður í samfélaginu. Hann sagði mér frá því að hann ætti 1000 börn, öll börnin sem sóttu Njarð- víkursundlaugina meðan hann starfaði þar. Jón var svona maður, átti hug og hjörtu allra. Í jakkaboðungnum var hann með merki stjórnmálaflokkanna og í bindinu merki Njarðvíkur og Keflavíkur. Hann var einfald- lega húmoristi sem gerði grín af uppskafningum og snobb- hænsnum sem allt þóttust eiga. Ég er ekki viss hvort við vorum í sama stjórnmálaflokki en klár- lega skoðanabræður. Jón var fín- gerður reglumaður, léttur í lund og fór vel með, dyttaði að sínu og sinnti ýmiss konar heima- framleiðslu sem þótti bera af. Þegar hann hafði gert við bíla fyrir barnabörnin stakk hann stundum pela af eðalvatni úr Höfnunum í hanskahólfið sem gat sparað dýr innkaup. Það kom sér vel að hann hafði aldrei sagt upp vinnuaðstöðunni hjá ÍAV á varnarsvæðinu eða HS Orku þó launasamningurinn hafi runnið út. Aðstaðan var verklögnum sívinnandi öldungi mikilvægari en nokkur laun og klárlega nutu þess margir. Jón var Lionsmaður af betri gerðinni, skemmti- legur vinur, gerði óspart grín af sjálfum sér og öðrum, var góður sögumaður og frábær flytjandi bundins máls. Að eigin sögn var hann fluttur fjórtán ára frá Hest- eyri í Hafnir til að bæta stofn Suðurnesjamanna. Það tókst vonum framar. Hann bjó alla tíð í Höfnum og að vestfiskri hóg- værð kallaði hann það að fara yfir heiðina þegar hann ók til Njarðvíkur. Jón var hispurslaus og þegar heilsunni fór að hraka sat hann hjá lækni sem var eitt- hvað hikandi. Þá hjálpaði borgar- stjórinn ungum lækni og sagði við hann. Kæri vinur, hafðu engar áhyggjur að segja mér hvað sé að mér. Ég hef gert allt í þessu lífi sem mig langar til og hef þurft að gera og á nú ekkert eftir ógert. Vertu því ófeiminn að segja mér vonda frétt. Hann hristi það allt af sér en heimur hans sjálfs tók að lokum yfir og lífið hvarf honum eins og vest- firsku fjöllin hulin þoku. Í þann heim vildi vinur minn aldrei flytja. Jón Borgarson átti bara jafn- ingja í lífinu en skoðar nú verk- stæðin á öðru tilverustigi og ég sé hann í anda svara almættinu: „Hvað ertu að segja maður?“ Votta fjölskyldu fallins vinar samúð. Ásmundur Friðriksson, vinur. Heyrnarmælingar, ráðgjöf og heyrnartækjaþjónusta Bókaðu tíma í síma 568 6880 eða á www.heyrnartaekni.is Vantar þig heyrnartæki? Opn S eru ný tegund heyrnartækja frá Oticon sem hjálpa þér að heyra margfalt betur í fjölmenni og klið. Þú getur fengið Opn S með endurhlaðanlegum rafhlöðum. Árni Hafstað, sérfræðingur hjá Heyrnartækni, verður í Reykjanesbæ í júlí. Reykjanesbær 28. júlí 2020 Heyrnartækni | Glæsibæ | Álfheimum 74 | 104 Reykjavík | Landsbyggðaþjónusta | Sími 568 6880 Kaffibollinn frá Kaffitári í allar Kjör- og Krambúðir Samkaup undirritaði nýlega samstarfssamning við Kaffitár. Samningurinn felur í sér að kaffi og kaffivélar frá Kaffitári verða í öllum Kram- og Kjörbúðum Sam- kaupa. Viðskiptavinum býðst nú rjúkandi bolli frá Kaffitári í versl- ununum sem staðsettar eru um allt land. „Við erum hæstánægð með samstarfið og að geta nú fært við- skiptavinum okkar um land allt há- gæða kaffi. Stefna Kaffitárs hvað varðar samfélagslega ábyrgð er algjörlega í takt við okkar eigin. Það skiptir okkur miklu máli að vera í samstarfi við fyrirtæki með svipaða sýn í umhverfis- og sam- félagsmálum og við,“ segir Linda Sigurbjörnsdóttir, aðstoðarfram- kvæmdastjóri innkaupasviðs Sam- kaupa. Kaffitár er með skýra stefnu í umhverfis- og samfélagsmálum. Fyrirtækið verslar 80% af kaffi sínu beint frá bónda. Þetta tryggir bestu mögulegu gæði á kaffinu auk þess að bændurnir fá vel greitt fyrir vinnuna sína án aðkomu milliliða. Kaffið er flutt inn til Ís- lands og því pakkað hér. „Við erum mjög stolt af því að vera komin í samstarf með Kjör- og Krambúðunum. Þetta er byrjunin á góðu samstarfi, viðskiptavinum okkar til heilla. Við hjá Kaffitári viljum meina að á hverjum degi gleðjum við fjölda manns með góðum kaffibolla. Saman getum við glatt viðskiptavini okkar, einn kaffibolla í einu,“ segir Sólrún Björk Guðmundsdóttir, sölustjóri Kaffi- társ. vf is Miðvikudagur 15. júlí 2020 // 28. tbl. // 41. árg. 54 // víkurFrÉttir á SuðurNESjuM í 40 ár
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.