Víkurfréttir


Víkurfréttir - 15.07.2020, Side 62

Víkurfréttir - 15.07.2020, Side 62
Dróninn eins og hlýðinn hundur – Jón Steinar Sæmundsson, ljósmyndari, er með drónadellu og myndar skip og báta í gríð og erg. Notar venjulega myndavél á landslag en myndar ekki fólk. „Ég fékk drónadelluna fljótlega eftir að tækið kom á markaðinn, beið reyndar í smá tíma og það var viturlegt því verðið lækkaði,“ segir Jón Steinar Sæmundsson, ljós- myndari og verkstjóri hjá Útgerðarfélaginu Vísi í Grindavík, en hann er fimmtugur á árinu. Jón Steinar fékk litla Kodak-myndavél í fermingargjöf fyrir margt löngu síðan og tók svolítið af myndum á hana. Ljósmyndaáhuginn kom þó ekki af alvöru fyrr en löngu seinna eða árið 2012. Þá keypti hann sér góða Canon-vél og þá var ekki aftur snúið. Hann byrjaði að mynda og landslag og bátar voru aðal myndefnið. Það er alla vega nóg af því síðarnefnda í umhverfi hans í Grindavík en líka fallegt umhverfi á Reykja- nesskaganum. Smelltu á myndskeiðið til að horfa og hlusta 62 // víkurFrÉttir á SuðurNESjuM í 40 ár Miðvikudagur 15. júlí 2020 // 28. tbl. // 41. árg.

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.