Víkurfréttir


Víkurfréttir - 15.07.2020, Page 65

Víkurfréttir - 15.07.2020, Page 65
Jón var á síðasta ári í viðtali á heimasíðu Útgerðarfélagsins Vísis sem hann vinnur hjá. Þar var hann spurður hvort eitt- hvað skemmtilegt eða furðulegt atvik stæði upp úr sem hann hefur verið að mynda? „Ég hef nú séð alls konar; minka, tófur, fiska og alls konar í fjörunni. En einu sinni gekk ég fram á allsnakinn kvenmann út í fjöru. Ég var með afastráknum að reyna að mynda Pál Jónsson sem var að koma í höfn fyrir sjómannadaginn. Þegar ég kem niður í fjöru eru þær fullklæddar og ég heilsa þeim og fer niður í flæðamálið að taka myndir. Svo þegar ég sný mér við þá heyri ég eitthvað skrjáf og ein er orðin allsnakin búin að klæða sig inn í plast og veifar höndunum einhvern veginn og hin er að taka myndir. Afastrákurinn hefur aldrei horft svona vel niður fyrir lappirnar á sér þegar við erum að labba til baka og ég stóðst ekki mátið og smellti einni. Ég hugsaði að ef ég segi frá þessu þá trúir mér enginn. Þetta er það furðulegasta sem ég hef séð, skrítnasta og fyndnasta. Þetta voru víst þjóðverjar á ferð því einhverjir fleiri höfðu orðið varir við þessar konur sem voru víst mæðgur.“ Allsnakin kona í fjörunni 65 // víkurFrÉttir á SuðurNESjuM í 40 ár Miðvikudagur 15. júlí 2020 // 28. tbl. // 41. árg.

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.