Víkurfréttir


Víkurfréttir - 15.07.2020, Side 66

Víkurfréttir - 15.07.2020, Side 66
Keflavíkurhjónin Þorsteinn Bjarnason og Kristjana Héðinsdóttir, sem búa í Hafnarfirði, hafa notið matargleði með nágrönnum sínum í næsta húsi á veirutímum með sérstökum hætti. Þau hafa sent hvort öðru kvöldmatinn oft í viku og það ekki á venjulegan máta því á milli húsanna er staur sem þau setja matinn á. Fyrrverandi Keflavíkurmarkvörðurinn Steini Bjarna segir að það sé mikill spenningur að vita hvað sé í matinn þegar nágrannarnir elda og öfugt. Vináttan hafi styrkst á tímum COVID-19. – Þetta er skemmtilegt uppá- tæki hjá ykkur nágrönnunum á tímum COVID-19. Það er ekki hægt að segja annað. Byrjaði á léttri heimsendingu í byrjun, svona til að létta undir með grönnunum. Svo byrjuðu okkar hugvitsömu grannar að auka í matargjöfina og þá þurfti að setja pall á staurinn. Loksins urðu ein- hver not af þessum staur því ekki er ætlunin að setja upp vegg á milli okkar. Í þessu ástandi er flott að gera eitthvað svona og legg til að fleiri nágrannar sem hafa kost á því að gera þetta. Það verður alltaf ákveðin spenningur í kringum þetta og gleði. – Hafið þið kannski lagst í meiri heimavinnu með matseðil. Ekkert frekar, áður fyrr vorum við kannski að snæða saman einu sinni í mánuði og þá var stundum meira lagt í þetta aðeins að toppa sig en núna er þetta meira bara venjulegur matur með sparitil- brigðum þegar tilefni er til. Maður rúllar bara hefðbundnum uppá- haldsréttum fjölskyldunnar og vonar að það gangi í nágrannana, t.d. Lasagne, Spagetti Bolognese og svo klikkar lambið aldrei. Þetta verður meira matar(veislu)þjón- usta heldur en matarboð þar sem maturinn fer út úr húsi. – Eru einhver uppáhaldsmatur hjá ykkur, eitthvað sem ykkur hjónum finnst sérstaklega gott hjá nágrönnunum og öfugt? Við vitum sjaldan hvað við fáum sem gerir þetta meira spenn- andi en við erum með það nokk á hreinu hvað okkur líkar ekki (ég er líklega vandamálið). Eftir sextán ár sem góðir grannar þá er þetta nokkuð ljóst hvernig matars- mekkurinn er en þorskhnakkarnir og grilluðu tvírifjurnar hjá ná- grönnum okkar slógu í gegn. Við fengum hólið fyrir Lasagne og inn- bökuðu nautasteikina. Það gæti vel verið að við reynum að þróa þetta í einhverja átt sem við vitum ekki hver verður ennþá. – Og kokteilar líka? Það kemur svolítið stuði í mann- skapinn þegar Holy B er búin að vera á skjánum þá er upplagt að taka einn við staurinn og skoða sólroðann sem er ansi flottur hér ofan af Ásfjallinu enda gott útsýni heim í Kef. Þá kemur hver og einn með sinn drykk út á staur og við höldum öllum reglum með fjar- lægðina. – Eruð þið búin að ræða hvað gerist í matarstauramálum eftir COVID-19? Staurinn verður allavega ekki felldur og það verður örugglega „reunion“ hjá honum á góðum sumarkvöldum. Við höfum fengið heimsókn á staurinn frá ná- grönnum okkar handan götunar og spurning hvort fleiri bætist við í góðan drykk svona við hæfi. Matarstaur er miðpunktur mikillar gleði á veirutímum Páll Ketilsson pket@vf.is 1000 Mb/sek og 15 stjónvarpsstöðvar innifaldar „Ég er með (GÍG) 1000 mb/sek uppi á Ásbrú“ frá 10.590 kr/mán „Get verið andlega fjar- verandi þegar kemur að útliti“ plötur BUBBA5 Kristín Bára Haraldsdóttir upplifir ævintýri Asíu Þorsteinn Bjarnason og Kristja na Héðinsdóttir hafa notið matargleði með nág rönnum sínum í næsta húsi „Ástralía valdi okkur“ ÓLÖF DAÐEY Í SAN DIEGO UNA ÓSK KRISTINSDÓTTIR VILDI BÚA ÞAR SEM ALLTA F VÆRI SUMAR JÓN ÞÓR KARLSSON BÝR VIÐ ÞJÓÐVEG 66 „Á aldrei eftir að prófa djúpsteiktu nautaeistun“ knattspyrna Kjólarog eru áhugamál Thelmu Matarstaur er miðpunktur mikillar gleði á veirutímum Lærir kínversku við hvíta strönd í Kambódíu „Á einni nóttu varð þetta draugabær“ Elva Sif Grétarsdóttir býr m eð fjölskyldu sinni hálft árið á Malaga á S páni: Fimmtudagur 30. apríl 2020 // 18. tbl. // 41. árg. YFIR 1.000 RAFRÆNAR SÍÐUR Þetta viðtal birtist áður í 18. tölublaði Víkurfrétta 2020. Smelltu á forsíðuna til að sjá allt blaðið! 66 // víkurFrÉttir á SuðurNESjuM í 40 ár Miðvikudagur 15. júlí 2020 // 28. tbl. // 41. árg.

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.