Víkurfréttir


Víkurfréttir - 15.07.2020, Page 67

Víkurfréttir - 15.07.2020, Page 67
– Líturðu björtum augum til sumarsins? Já, ég geri það. Við komumst í golfið eftir helgina svo er bara að ferðast um landið og styrkja ferða- iðnaðinn eins og hægt er. – Hver eru áhugamál þín og hefur ástandið haft áhrif á þau? Þetta hefur haft þau áhrif að íþróttir hafa legið niðri. Ég sakna þess að komast ekki á æfingar í körfu en hef tekið ágætis göngu- túra með eiginkonunni. – Áttu þér uppáhaldsstað á Ís- landi og hver er ástæðan? Engan sérstakan en má nefna Vestfirði, bæði Aðalvík og svo Strandirnar. Frábært og undurfal- legt að ganga þar um. – Hvað stefnirðu á að gera í sumar? Fyrst skal nefna golfið, sumar- bústaður fjölskyldunnar í Þrastar- skógi, vika á Akureyri og fleira. – Hver voru plönin áður en veiran setti strik í reikninginn? Heimsókn til Uppsala í Svíþjóð þar sem afadrengurinn hann Heimir býr, slæmt að hitta hann ekki. New York var planað og eitthvað meira. Það kemur annað ár eftir þetta til ferðalaga erlendis. Best að vera laus við vinnuferðir erlendis. – Hvernig hefur tilveran verið hjá þér undanfarnar vikur, hefur margt breyst? Þetta er margt skrýtið. Vinnulega séð þá hefur verið unnið 50/50 heima og að heiman. Kristjana mín hefur alfarið unnið heima og erum við í sitt hvorum enda hússins við störf – en eins og hjá öðrum þá saknar maður tímans með fjölskyldunni þar sem Bjarni og Ingibjörg okkar starfa bæði í heilbrigðisgeiranum. – Finnst þér fólk almennt virða reglur tengdar samkomubanni? Það sýnist mér að mestu þó ein- hverjar undantekningar megi finna hist og her. Þessi staur okkar er ein birtingarmyndin þar sem ég og ná- grannakonan erum vinnufélagar en erum á sitt hvorri vaktinni . – Hvaða lærdóm getum við dregið af heimsfaraldrinum? Ég held að þetta sýni að það er ekkert sjálfsagt í tilverunni og enn á ný sést hvað við Íslendingar erum heppnir að vera staddir hérna út í miðju Atlantshafinu þegar eitthvað bjátar á í veröld- inni. Svo sýnir þetta hvað það er mikilvægt að rækta nærumhverfi sitt, fjölskyldu og vini. – Hvaða aðferðir ertu að nýta til að eiga í samskiptum við fólk? Það er Messenger við fjölskylduna og Teams í vinnunni fyrir utan símann. Það verður fróðlegt að vita hvernig þessi tækni öll verður notuð þegar þetta ástand verður yfirstaðið. – Ef þú fengir bara að hringja eitt símtal í dag, hver fengi það símtal og hvers vegna? Ætli það væri ekki í mömmu og pabba í draumalandinu en tæknin er víst ekki orðin nógu góð í það. – Ertu liðtækur í eldhúsinu? Já, já. Ef mér er sagt til og stjórnað. Er nokkuð brattur á grillinu og Big Easy. – Hvað finnst þér skemmti- legast að elda? Allar gerðir af kjötmeti og ýmsu meðlæti á grillinu. Nokkuð góður með kalkúninn. – Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Rib-Eye, Medium Rare, bökuð kart- afla, grillaður, nýr aspas og Bearnaise. – Hvað geturðu ekki hugsað þér að borða? Lognuð svið en það er herra- mannsmatur nágrannanna (hús- frúin að vestan). – Hvað var bakað síðast á þínu heimili? Það var líklega bananabrauð, einkar ljúffengt. – Ef þú fengir 2000 krónur, hvað myndir þú kaupa í matinn? Maður kaupir líklega ekki naut. Líklega plokkfisk með osti og Be- arnaise. Hjónin Þorsteinn Bjarnason og Kristjana Héðinsdóttir sinna matargleði með nágrönnum sínum. Senda hvort öðru kvölmatinn á staur á milli heimilanna. Miðvikudagur 15. júlí 2020 // 28. tbl. // 41. árg. víkurFrÉttir á SuðurNESjuM í 40 ár // 67

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.