Víkurfréttir


Víkurfréttir - 15.07.2020, Side 78

Víkurfréttir - 15.07.2020, Side 78
Þriggja mánaða námskeið orðið að 22 árum Elva Sif fór fyrst út í þetta þriggja mánaða spænskunámskeið í sept- ember 1998 og hefur svo komið heim á milli. Síðustu þrettán ár hefur fjölskyldan verið helming árs á Spáni og helming árs á Íslandi, nokkurn veginn. „En jú, þetta er orðinn ansi langur tími, 22 ár.“ – Hefurðu alltaf búið á sömu slóðum? „Ég bjó fyrst í Malaga-borg, svo flutti ég til Benalmadena og fór að vinna á fasteignaskrifstofu og hef verið hér síðan, kynntist mann- inum mínum hér og eignaðist frábæra vini. Enda er þessi bær mjög ljúfur og góður. Gott að vera hérna.“ – Hverjir eru helstu kostir þess að búa þar sem þú býrð? „Veðrið er nú yfirleitt gott hérna og maður setur nú lítið út á það, þótt svo ég sé ábyggilega eina mamman í skólanum sem elskar rigninguna. Spánverjinn virkar ekki vel í rigningu. Ég, Íslendingurinn, hef stundum ekki skilið það. Þegar ég kom hingað út þá var hætt við heilu afmælin og kvöldverðina ef það fór að rigna. Annar kostur við að vera hérna er kostnaður við að lifa, ég sé svakalegan mun á matar- körfunni á Íslandi og á Spáni. – Hvernig er að vera með fjöl- skyldu og börn þarna? „Það er fínt en allt er einhvern veginn á meiri hraða hérna. Kannski lærum við það í þessu útgöngubanni að það þarf ekki að fara alltaf svona hratt. Stelpurnar eru í skólanum til 17:00 og þá er dans, leiklist, tennis og svo heim að læra ... þannig að það er ekki mikið eftir af deginum. En jú, það er gott að vera hérna með börn myndi ég segja.“ – Hvernig er hefðbundinn dagur í lífi þínu? „Ég vakna um átta og rek alla á fætur, eiginmanninn líka. Hann fer með skrudduna á leikskólann og ég fer með stóru stelpurnar í skólann, við búum á móti skólanum en þær labba samt ekki einar, annar kostur við Ísland. Síðan fer ég yfirleitt í ræktina og svo heim að elda mat því þær koma heim að borða klukkan 13:30 og fara aftur í skólann 15:30. ... hef verið hér síðan, kynntist manninum mínum hér og eignaðist frábæra vini. Enda er þessi bær mjög ljúfur og góður. Gott að vera hérna ... Lausnarmiðuð hugsun! Foreldrar þekkja vel að það getur tekið á taugarnar að vera með börnin heima í útivistarbanni. 78 // víkurFrÉttir á SuðurNESjuM í 40 ár Miðvikudagur 15. júlí 2020 // 28. tbl. // 41. árg.

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.